blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 12
GENGIGJALDMIÐLA 12 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 blaöiö HVAÐ MANSTU? 1. Hvað var Hræðslubandalagið? 2. Hvenær kom Winston S. Churchill til (slands? 3. Hvað heitir nýskipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins? 4. Hvað heitir hinn bandaríski vinur James Bond í Langley? 5. Hver afþakkaði Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Godfather? Bandaríkjadalur KAUR 70,99 SALA 71,33 m Sterlingspund 133,05 133,69 m Dönsk króna 12,09 12,16 ■m ■■ Norsk króna 10,88 10,95 WIWB mm Sænsk króna 9,76 9,81 mmm Evra 90,20 90,70 BD Svör: s - d € ro o? o ■a r-n ^ '=3 œ ^ = o o O) «2 S =t í g,3 « “ iu c o jj,; . o .-t^ ‘E ‘S cm 35 o C/> .Í2 $2 • O —1 TD o !S, E co x c= ^ á (0 S W 2 Viðskipti: Dagsbrún skipt upp Dagsbrún verður skipt upp í tvö rekstrarfélög sem taka að sér megnið af starfsemi Dags- brúnar. Að auki verður stofnað þriðja félagið sem tekur við starfsemi sem ekki fellur undir kjarnastarfsemi. Auk þessa er stefnt að sölu fasteigna á íslandi og í Bretlandi. Þannig á að lækka skuldir um þrettán til fjórtán milljarða króna. Annað félagið er fjölmiðla- félagið 365 hf. en hitt félagið verður fjarskipta- og upplýs- ingatæknifélag sem ber nafnið Teymi hf. Viðskipti: Ker og Kjölur sameinast Fjárfestingarfélögin Ker hf. og Kjölur ehf. munu sameinast undir nafni þess síðarnefnda í næsta mánuði en unnið er að lokaundirbúningi samein- ingarinnar um þessar mundir. Forstjóri hins nýja félags verður Hjörleifur Jakobsson en hann var áður forstjóri Olíufélagsins ehf. til margra ára og þar áður Hampiðjunnar. Eignir hins sameinaða félags eru metnar á um 90 milljarða króna en félagið á meðal annars eignarhluta í KB-banka, Alfesca hf. og Samskipum hf. Réttarhöldin yfir Hussein: Sýnir enga iðrun ■ Segist hafa verið að berja niður uppreisn ■ Ábyrgur fyrir dauða 182 þúsunda Kúrda Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrum forseta íraks, hófust á ný í Bagdad á mánudag og er honum, ásamt öðrum sakborningum, gefið að sök að bera ábyrgð á þjóðarmorði á Kúrdum í landinu á árunum 1987 til 1988. Kúrdísk kona sem bar vitni lýsti miklum óhugnaði í þorpum Kúrda eftir að íraski herinn hafði gert eiturefnaárásir á þau en forsetinn lýsti því yfir í réttarsalnum að þeir írakar sem bæru ábyrgð á morðum á Kúrdum hefðu enga ástæðu til að finna til samviskubits þar sem þeir hafi verið að berja niður byltingu gegn stjórnvöldum. Hussein spurði meðal annars dómarann í gær hvort það land fyrirfyndist sem ekki beitti her sínum gegn byltingarmönnum. Eins og oft áður sýndi Hussein ögr- andi framkomu í réttarsalnum og krafðist þess að dómarinn ávarpaði hann sem forseta íraks og sakaði vitni um að reyna að reka fleyg á milli araba og Kúrda. Ákæruvaldið sakar forsetann um að bera ábyrgð á morðum á allt að 182 þúsund Kúrdum í hinni svo- kölluðu Anfal-herferð á árunum 1987 til 1988. Hussein fyrirskipaði hana meðal annars til þess að refsa Kúrdum en forsetinn sakaði þá um að hafa liðsinnt Irönum í stríði ríkjanna. Aðgerðirnar fólust í eitur- efnaárásum, aftökum, loftárásum og þorp Kúrda voru lögð í eyði. Frændi Husseins, Ali Hassan al- Majid, stjórnaði aðgerðunum gegn Kúrdunum og þótti hann svo stór- tækur í eiturefnaárásum að hann hefur æ síðan gengið undir nafninu „Eiturefna-Ali”. Hussein hélt því fram við réttar- haldið í gær að Kúrdar hafi notið verndar í valdatíð sinni og Anfal- aðgerðin hafi eingöngu miðast við að berja á uppreisnarmönnum í þeirra röðum. Frá því að réttar- höldin vegna Anfal-herferðarinnar hófust þann 21. ágúst síðastliðinn hafa fjölmörg vitni sagt frá skelfi- legum afleiðingum eiturefnaárása á þorp Kúrda. Er stjórnvöldum meðal annars gefið að sök að hafa notað sinnepsgas og taugagas í árásum á Kúrda í landinu. Saddam Hussein bíður enn dóms vegna ásakana um að hafa borið ábyrgð á morðum á 148 sjíta-músl- ímum í Dujail í kjölfar banatilræðis gegn honum árið 1982. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu. Málaferlin vegna Anfal-herferðarinnar eru mun um- fangsmeiri og er talið að þau muni standa yfir í marga mánuði. Velkomin á sjávarréttahátíðina Fiskii á 80 veitingastöðum um land allt. Komið og njótið gómsætra fisk- og sjávarrétta í stórkostlegri sjávarfangsveislu. Kíktu á www.fiskiri.is O V/SA ^ Zidane og Materazzi: Atvikið umdeilda Zidane lætur Mat- erazzi 1á það óþvegid Sögulegar sættir á Robben-eyju? Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, sagði í vikunni að unnið sé að því hörðum höndum að koma á sáttum milli knattspyrnu- mannanna Zinedine Zidane og Marco Materazzi og hugmyndir eru um að sáttafundurinn fari fram á hinni kunnu Robben-eyju í Suður- Afríku, en í eyjunni var alræmt fangelsi sem hýsti eitt sinn marga af þekktustu andófsmönnum gegn aðskilnaðarstefnunni í landinu. Zid- ane skallaði Materazzi í leik Frakka og ítala í úrslitum HM í Þýskalandi eftir að sá síðarnefndi lét ónærgætin ummæli falla um skyldmenni hins fyrrnefnda. Zidane var rekinn af velli í kjölfarið. Zidane var meðal annars dæmdur í þriggja leikja bann vegna atviksins en þar sem hann er hættur að leika knattspyrnu hefur hann lýst því yfir að hann hyggist taka út bannið með því að taka að sér samfélagsvinnu. Hugmyndir hafa verið uppi um að sú vinna fari fram á Robben-eyju. Næsta HM í knattspyrnu fer fram í Suður-Afríku árið 2010.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.