blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 13 Sendiráð Bandaríkjanna í Sýrlandi: Misheppnuð sjálfsmorðsárás Svæðið girt af Hundruð sýrlenskra öryggissveita girtu afstórt svæði kringum sendiráðið í kjölfar árásarinnar íslamskir vígamenn gerðu áhlaup á bandaríska sendiráðið í Damaskus í Sýrlandi í gær vopnaðir sjálfvirkum rifflum og handsprengjum og voru á að minnsta kosti einum bíl sem var fullur af sprengiefni. Mennirnir gerðu áhlaupið um klukkan sjö að morgni en öryggis- verðir náðu að fella þá áður en þeim tókst að vinna bandarískum embætt- ismönnum mein og sprengja upp bíl- inn. Mikið sprengiefni var í bílnum og er talið að ef vígamönnunum hefði tekist ætlunarverk sitt hefði spreng- ingin valdið gríðarlegri eyðileggingu. Árásin var gerð degi eftir að Banda- Fjárlagagerð: Árni ánægður með fjárlögin „Hún gengur vel miðað við árs- tíma,” segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra aðspurður um fjárlagagerðina en fjárlög verða kynnt 1. október, á fyrsta degi ’ þingsins. Árni segist ekki geta gefið upp hvort um tekjuaukningu ríkis- sjóðs verði að ræða á komandi fjárlögum því slíkt sé ekki hægt að gefa upp fyrr en fjárlög eru kynnt. Samgönguráðherra: Ofsaakstur forgangsverk „Ofsaakstur er forgangsverk- efni að mínu mati og finna verður leiðir til að taka betur á þeim ökumönnum sem slíkt stunda, bæði á bifreiðum og bifhjólum,” segir Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra sem hefur lýst því yfir að hann vilji bæta umferðarmenningu hér á landi, meðal annars með hertum viðurlögum við umferðarbrotum. „Hópur embættismanna er að vinna í tillögum um harðari viðurlög og niðurstöður verða kynntar í haust.” „Þungaflutningar á þjóð- vegunum eru til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu og ég hef barist fyrir því að koma þungaflutningunum í flug- og sjóflutninga.” Stjórnmál: Niðurgreidd leikskólagjöld Bæjarstjórnin í Hafnarfirði hefur samþykkt tillögu Samfylk- ingarinnar um að niðurgreiða leikskólagjöld barna á leikskólum sem ekki eru reknir af bænum. Niðurgreiðslan nemur 25%. Þetta var gert til þess að samræma greiðslur foreldra barna á leikskóla- aldri. Tillagan var samþykkt á fundi fræðsluráðs. Við öllu búinn Bandarískur hermað- ur á þaki sendiráðsins i Damaskus ríkjamenn minntust þess að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Að sögn sýrlenskra stjórnvalda féllu fjórir vígamenn í átökunum á meðan einn sýrlenskur öryggisvörður lét lífið. Mörg hundruð hermenn og öryggissveitarmenn voru kallaðir út í kjölfar þess að átökin hófust og stóru svæði kringum sendiráðið var lokað. Talið er að vigamennirnir hafi ætlað að gera sjálfsmorðsárás á sendi- ráðið en árásin er gerð á sama tima og spenna í samskiptum Sýrlendinga og Bandaríkjamanna er í hámarki. Samtök sem tengjast A1 Kaeda er grunuð um árásina. Átök á milli sýrlenska hermanna og íslamskra vígamanna hafa verið algeng að undanförnu en stjórnvöld í Damaskus hafa gegnum árin tekið hart á íslamistum í eigin landi. í júní féllu einnig fjórir þegar kom til skot- bardaga á milli hryðjuverkalögreglu og íslamskra vígamanna við varnar- málaráðueyti landsins. Svipuð átök áttu sér stað í apríl 2004 og á sama tíma sökuðu sýrlensk stjórnvöld ís- lamska vígamenn um að hafa ætlað að sprengja bilsprengju við kanad- íska sendiráðið. SEPTEMBERTILBOÐ ZMJ -I (131187) Gorenje kæli -og frystiskápur Ryöfrítt stál meö kámvörn 200cm á hæö 279L kælir, 86L frystir Tilboðsverð kr. 109.900 (101563) Gorenje þvottavél 1200 sn/mín Tekur 6 kg m/íslenskum merkingum Tilboðsverð kr. 65.900 r m (705053) Gorenje þurrkari Barkalaus m/rakaskynjara tekur 6kg Tilboðsverð kr. 64.900 (665938) Gorenje blástursofn Klukka, hreinsibúnaður, 9 kerfi Tilboðsverð kr. 49.900 (695112) Gorenje keramik helluborö 4 hellur, snertitakkar, barnalæsing Tilboðsverð kr. 55.900 (662749) Gorenje háfur 60cm, veggháfur úr burstuðu stáli Tilboðsverð kr. 14.500 Reykjavík: Borgartún 24 • Sími 562 4011 Akureyri: Óseyri 2 • Sími 460 0800 Reykjanesbær: Hafnargata 52 • Sími 420 7200 Reyðarfjörður: Nesbraut9 • Sími 470 2020 • • RONNING www.ronnmg.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.