blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006
blaðið
VEÐRIÐ í DAG
Hægari vindur
Rigning sunnan- og austanlands. Heldur
hægari vindur. Dálítil væta austantil á
landinu, en léttskýjaö á Suður- og Suð-
vesturlandi. Hiti 5 til 13 stig.
ÁMORGUN
Dálítil rigning
Bjartviðri vestanlands, en
dálítll rigning á Suðausturlandi
og Austurlandi. Hiti 5 til 12 stig,
hlýjast sunnantil.
VÍÐAUMHEIM |
Algarve 23
Amsterdam 23
Barcelona 26
Berlín 23
Chicago 08
Dublin 19
Frankfurt 24
Glasgow 21
Hamborg 22
Helsinki 17
Kaupmannahöfn 20
London 17
Madrid 27
Montreal 07
New York 14
Orlando 22
Osló 19
Palma 27
París 25
Stokkhólmur 17
Þórshöfn 13
Breytingar hjá 365:
Óvissa ríkir
enn um NFS
Ekki liggur enn fyrir hversu
mörgum verður sagt upp hjá sjón-
varpsstöðinni NFS en yfirstjórn
365 boðaði á mánudaginn niður-
skurð hjá fyrirtækinu.
Samkvæmt heimildum Blaðs-
ins liggur fyrir að einhverjar
brey tingar verði gerðar á yfir-
stjórn stöðvarinnar og þá hefur
komið fram að allt að 40 manns
verði sagt upp störfum um næstu
mánaðamót.
Að sögn Ara Edwalds, forstjóra
365, er unnið í málinu um þessar
mundir en hann vildi ekki tjá sig
meira um fyrirhugaðar uppsagnir
eða breytingar að svo stöddu.
„Við vinnum hörðum höndum að
því að klára þetta sem allra fyrst.
Við teljum þó ekki tímabært að
tjá okkur frekar fyrr en endanleg
niðurstaða liggur fyrir.“
Launakönnun:
Þeir ríku
Málamyndaútboð gæslunnaf
Athygli vekurað flugútboðsgögn Landhelg-
isgæslunnar eru byggð á útboðsgögnum
sænsku strandgæslunnar. Heimildarmenn
Blaðsins segja að frá upphafi hafi ávallt
staðið til að festa kaup á sömu tegund og
því sé um málamyndaútboð að ræða
Snobbað fyrir ráðherrum Bombardi-
er Q300- flugvélarnar eru hljóðlátar og
þægilegar til farþegaflutninga. Land-
heigisgæsian er gagnrýnd fyrirað flytja
opinbera starfsmenn milli staða.
■'v'" :
1 ." "'y V''-: C. 'jr- ;. V,;:;:'',-. ....'■.
____ —r-rm—r-n ,-^m-n„n 'rimrr-! - , ■•, M'?■' '■'<#$
Flugútboð Landhelgisgæslunnar byggt á gögnum frá sænska hernum:
Löngu búið að ákveða
hvað skal kaupa
Aðeins útvaldir komast að ■ Skylda að fara í-útboð ■ Fjárheimildin sú sama og Svíarnir keyptu vélina a
fá meira
Bilið milli launahæstu og
launalægstu félagsmanna VR
hefur aukist á síðustu árum og
er nú 41,1 prósent samkvæmt
nýlegri könnun sem félagið
lét gera. Almennt hafa laun
hækkað um átta prósent frá síð-
asta ári og hafa laun afgreiðslu-
fólks hækkað mest. Að jafnaði fá
þó forstöðumenn og sviðsstjórar
hæstu launin en þau lægstu fær
afgreiðslufólk á kassa.
Þá kemur fram í könnuninni
að félagsmenn vinna að meðal-
tali 45 klukkustundir í viku og
nær þriðjungur þeirra vinnur
fjarvinnu. Ekki er marktæk
breyting á launamun kynjanna
milli ára og hefur kynbundinn
launamunur verið óbreyttur í
fjögur ár.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Landhelgisgæslan er búin að
mynda sér skoðun fyrir fram um
hvaða vél hún vill fá. Hún virðist
ekki opin fyrir því að hleypa öðrum
að og löngu búið að ákveða að þetta
séu þær vélar sem henta gæslunni,”
segir Guðmundur Kr. Unnsteins-
son, umboðsmaður fyrir flugvélar,
og segir erfitt fyrir aðra en þá sem
útboðslýsingin á við að bjóða sínar
vélar.
„Bæði var Landhelgisgæslan búin
að kynna sér vélarnar og verðið fyrir
fram og þvi spyr maður sig hvers
vegna farið sé i útboð. Vandi þeirra
er líklega sá að þeir verða að fara í
útboð og framfylgja settum reglum,”
segir Guðmundur. „Útboðslýsing-
arnar gefa það til kynna að verið er
að biðja um gerð flugvéla því gögnin
eru í þá veru.”
|k Æ
:|f>.
^^11
ÍSLANDS
NAUT
Löngu búið að
ákveða hvaða
vélar skal kaupa
Guðmundur Kr.
Unnsteinsson
umboðsmaðurfyrir
flugvélar
Óneitanlega er
auðveldara að
faraútíbúðog
kaupa vöruna
SólmundurMár Jónsson
framkvæmdastjóri
Landhelgisgæslunnar
hús hjá félagi sem reynst hefur vel þá
er ekkert því til fyrirstöðu að annað
félag fái sömu teikningar og styðjist
við þær,” segir Sólmundur. „Okkur
er skylt að fara í útboð og verðum að
hlíta því. Óneitanlega er auðveldara
að fara út í búð og kaupa vöruna.”
Hrein tilviljun
Sólmundur Már Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar,
er ósammála Guðmundi og segir
gæsluna ekki búna að ákveða neitt
fyrirfram.
„Einhverjir hafa sagt að Landhelg-
isgæslan vilji þessa ákveðnu tegund
vélar. Við erum ekkert frekar að leita
eftir því en viljum samt fá vél sem
uppfyllir sömu kröfur,” segir Sól-
mundur. „Okkur er sama hvað vélin
heitir en það er hins vegar ekki hver
sem er sem getur uppfyllt kröfurnar.
Ég veit ekki betur en það hafi verið til-
viljun að leitað hafi verið til sænsku
strandgæslunnar.” „Ákveðnar verð-
hugmyndir koma fram í útboðslýs-
ingunni. Við vitum hvað Svíarnir
borguðu fyrir vélina og verðið í
okkar gögnum er svipað,” bætir Sól-
mundur við.
Skylda að fara í útboð
Guðmundur bendir á að sam-
kvæmt reglum þurfi að fara með
kaupin í útboð en ljóst sé að um
málamyndaútboð sé að ræða. Sól-
mundur segir ekkert óeðlilegt að
settar séu fram hnitmiðaðar kröfur
í útboðsgögnum.
„Efbúið er að byggja ákveðið íþrótta-
Snobbað fyrir ráðherrum
Guðmundur bendir á að Landhelg-
isgæslan sé að fá leyfi til almennra
farþegaflutninga og því séu jafn-
framt gerðar ákveðnar kröfur til vél-
arinnar hvað slíka flutninga varðar.
„Ég yrði ekki hissa ef þeir fengju
sér Bombardier Ó300-vél því þær
eru með því nýjasta og flottasta
frá þeim framleiðanda,” segir Guð-
mundur. „Þær eru hljótlátar og
henta mjög vel til eftirlitsflugs og
farþegaflutninga. Það er alveg hægt
að finna ódýrari vélar en þær henta
hins vegar betur í fraktflutningum
en ráðherraflutningum.”
Síbrotamaður í gæsluvarðhaldi:
Náðist á stolnum bíl
Hæstiréttur staðfesti í gær gæslu-
varðhaldsúrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir sibrotamanni sem
grunaður er um fjölmörg brot síð-
ustu daga og mánuði.
Maðurinn var handtekinn 14.
september á Urðarstíg í Reykja-
vík í bifreið sem stolið hafði verið
í Keflavík. Hann hafði þá nýlega
verið sviptur ökuleyfinu í þrjú ár. í
bifreiðinni fannst fartölva og tékki
sem stolið var í innbroti í Hafnar-
firði í júlí. Einnig fannst í bílnum
greiðslukort sem grunur er um að
notað hafi verið í versluninni Bang
& Olufsen til að reyna að svíkja út
verðmæti upp á um það bil 700 þús-
und krónur. Auk þessara mála eru
fjölmörg önnur inni á borði hjá
lögreglunni þar sem maðurinn er
grunaður um aðild. Til dæmis að
hann hafi stolið greiðslukorti af
starfsmanni veitingastaðar þann
6. september sem síðan hafi verið
notað í verslunum til þess að taka
út vörur að verðmæti 120 þúsund
krónur. Borin voru kennsl á mann-
inn í öryggismyndavélum. Hann er
einnig kærður fyrir að hafa tekið út
tæki í tækjaleigu Húsasmiðjunnar
og slegið eign sinni á þau. Tækin
eru metin á hálfa aðra milljón. Mað-
urinn er ennfremur kærður fyrir
vörslu á amfetamíni, þjófnað á
annarri fartölvu, frekari fjársvik i
Húsasmiðjunni að upphæð um 740
þúsund krónur og þjófnað á 30 sígar-
ettukartonum. Einnig er hann grun-
aður um þjófnað á reiðufé að upp-
hæð 342 þúsund. Maðurinn neitar
sök i öllum málunum.
Sakaferill mannsins nær allt aftur
til ársins 1982. Þess var krafist að
maðurinn yrði vistaður í gæsluvarð-
haldi uns dómur gengur í máli hans
en þó ekki lengur en til 27 október.