blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 22
30 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 blaöiö HVAÐ FINNST ÞÉR? Er Örkin klár? „Nei, Örkin er enn á hvolfi en það verður farið l II «,l.i , ■ . í það um helgina að gera hana klára." folk@bladid.net 3 s Ómar Ragntirsson, sjónvarpsmaður Vatn fer að renna í Hálslón á Kárahnjúkum í næstu viku, en Ómar hefur komið fyrir Sómabát á lónsbotninum sem fljóta mun upp eftir því sem bætist i lónið. HEYRST HEFUR... Stöðugt berast fréttir af ís- lenskum tónlistarmönnum sem halda í víking út fyrir landsteinana og ljóst að það eru fleiri en Björk, Sigur Rós og Magni „okkar“ Ásgeirsson sem vinnaaðfram- gangi íslenskrar tónlistar erlendis. Um helgina verður haldin tónlistarhátíðin Freeze Festi- val í borginni Leeuwarden í Fiollandi og þar koma fram þrjár íslenskar hljómsveitir auk fjölda erlendra sveita. Hljómsveitirnar eru Sóldögg, Vax og Apparat Organ Quartet sem hafa allar sinn sérstaka stíl og gefa því góðan þver- skurð af íslensku tónlistarlífi. Einnig kemur fram hljómsveit sem kallast því þjóðlega nafni Brennivin en hún ku ekki vera íslensk þrátt fyrir nafnið. Ymsir spreyta sig á þvi þessa dagana að skrifa skopstæl- ingar af frægu bréfi Róberts Marshall til Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar. í gær var greint frá meinfyndnu bréfi kastlýsings- ins Sigmars Guðmunds- sonar til Páls Magnússonar útvarpsstjóra sem Sigmar birti á bloggsíðu sinni. Rithöfundurinn Ágúst Borg- þór Sverrisson lætur ekki sitt eftir liggja og birti í vikunni stutt bréf á bloggsíðu sinni undir yfirskriftinni „Kæri Ágúst Borgþór'. Þar stendur meðal annars að hann þyrfti 20-30 ár til að virkilega sanna sig sem rithöf- undur en fyrsta bók hans kom út árið 1988. Ágúst segir að þetta sé viðskiptahugmynd sem virki en það taki meira en 18 ár að sanna það. „Kæri Ágúst Borgþór, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur,“ segir Ágúst í þessu opna bréfi til sjálfs sín. Starfsemi í stöðugum vexti Aukning verkefna Alþjóöahúss helst í hendur við fjölgun innflytjenda hér á landi auk þess sem samfélagið er að vakna iil vitundar urh þessi mál að mati Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Margir að vakna til vitundar Einar Skúlason hefur verið fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss í rúm þrjú ár og hefur yfirumsjón með daglegri starfsemi þess sem vex stöð- ugt. Einar telur að aukning verkefna Alþjóðahúss haldist í hendur við fjölgun innflytjenda hér á landi auk þess sem samfélagið sé að vakna til vitundar um þessi mál. „Einstaka stofnanir eru stöðugt meira vakandi yfir því að bæta sína þjónustu og þá getum við liðsinnt á ýmsan hátt, til dæmis með ýmis konar fræðslu, námskeiðum, þýð- ingum og túlkunum og ráðgjöf. Við finnum fyrir því að það er meiri og meiri vitund hjá fólki um þessi mál og það áttar sig betur á því hvað Alþjóðahúsið er að gera.“ Lögfræðingurinn upp- bókaðuralladaga Innflytjendur eru um tveir þriðju þeirra sem nýta sér þjónustu Ál- þjóðahúss og eru erindin mjög mis- munandi að sögn Einars. „Þau geta snúist um að biðja um þjónustu á borð við túlkun eða þýðingu eða ýmis konar ráðgjöf. Við erum með lögfræðing í fullu starfi sem veitir ókeypis ráðgjöf og það er uppbókað alla daga,“ segir Einar. „Ég held að það hafi líka orðið ákveðin hugarfarsbreyting hjá mörgum fyrirtækjum í sambandi við íslenskukennslu sem fer í vax- andi mæli fram á vinnustað og á vinnutíma," segir Einar og bætir við að þetta hafi góð áhrif á starfs- andann í fyrirtækjunum. „Það hefur mikið gildi fyrir fólk að taka þátt í svona verkefni með vinnu- félögunum. Það skapast oft betri stemning ef menn gera þetta saman en ef þeir eru að tínast í ólíkar áttir á kvöldin. Það hefur sýnt sig að vinnuandinn hefur orðið betri hjá þeim fyrirtækjum sem við höfum at- hugað málið hjá og fólk er almennt jákvæðara,“ segir hann. Peningar þurfa að fylgja Alþjóðahús er rekið af sjálfs- eignarstofnun og er með þjónustu- samninga við fjögur sveitarfélög en ríkið hefur ekki komið með áþreif- anlegum hætti að starfseminni enn sem komið er að sögn Einars. .Maður vonar náttúrlega alltaf að það verði einhver hugarfarsbreyt- ing. Ríkisvaldið hefur sýnt áhuga en það kostar að reka svona starf- semi og ef menn ætla að koma inn með áþreifanlegum hætti þá þurfa náttúrlega peningar að fylgja,“ segir Einar. Sú þróun sem hefur átt sér stað í málefnum innflytjenda í mörgum löndum Vestur-Evrópu byrjaði nokkrum árum síðar hér á landi að sögn Einars. „Þetta eru svolítið ný mál í samfé- laginu og það hefur verið mikið um- rót í mörgum löndum í kringum okkur. Það hefur ýmislegt komið upp á hér á íslandi en ekkert í sam- anburði við mörg lönd í Vestur-Evr- ópu. Ég held að það sé mjög mikil- vægt að fara ekki fram úr sér og skynja hvað er að gerast í samfélag- inu,“ segir Einar Skúlason og bætir við að við getum lært heilmikið af reynslu annarra þjóða í þessum málum. eftir Jim Unger Ég sagði þér að hún fjallaði um hunda! 11-13 Á förnum vegi Hlustar þú á íslenska tónlist? Gyða Fanney Guðjónsdóttir nemi „Já, ég hlusta nokkuð mikið á innlenda tónlist." Ingi Björn Sigurðarson nemi „Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og þá helst Sigur Rós.“ Ingi Pétursson kennari „Nei, ég hlusta nokkuð lítið á inn- lenda tónlist enda búinn að búa lengi í öðru landi.“ Viiborg Pétursdóttir verslun- arkona „Já, ég hlusta allnokkuð á hana. Bubbi er bestur og ég hlusta mikið á hann.“ Óskar Örn Óskarsson læknir „Maður hlustar eitthvað á ís- lenska tónlist. Það er svo mikið af góðum hljómsveitum hér.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.