blaðið - 22.09.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006
blaðiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Er þetta endurnýjað afl?
„Þetta er i orðsins fyllstu merkingu frjálslynt, nýtt afl."
/óí/ Magmísson,
lögmtiður
Samkomulag hefur náðst milli forystumanna Frjálslynda flokksins
og Nýs afls um að flokkarnir standi saman í komandi þingkosningum.
HEYRST HEFUR...
Menn halda áfram að
henda gaman að greina-
skrifum Róberts Marshalls
og ekki síður svari Bjargar
Evu Erlendsdóttur þar sem
henni grömdust
Iorð Róberts um að
fréttamenn RÚV
I ynnu aðeins tólf
| ^ daga í mánuði. Sig-
mar Guðmunds-
son Kastljósmaður skrifar
grimmt á bloggsíðu sína og
hendir á lofti orð Evu um það
hvernig uppaldir fréttamenn að-
fengnir hafist við á RÚ V í Kæra
Páls-bréfi 2. „I mestu vinsemd
spyr ég þig; hvaða ídíót ákvað
að blanda saman uppöldum
Rúvurum, „aðkeyptu fólki” og
„gullmolum” í þessum þætti?
Hvaða hálfviti er svo skyni
skroppinn að halda að eitthvað
kreatíft geti komið útúr slíkum
hrærigraut? Nú er ég ekki for-
dómafullur maður en það vita
allir að „aðkeypt fólk” á enga
samleið með hinum hreina
kynstofni Rúvara einsog félag
fréttamanna hefur nú þegar
bent á.” Sigmar leggur síðan
til að aðfengnir verði settir á
námskeið í hinum sanna RÚV-
anda og bendir á nokkra sem
hefðu gott af slíku námskeiði,
þeirra á meðal eru Elín Hirst
fréttastjóri og Páll Magnússon
útvarpsstjóri.
Þá er ljóst orðið að Ragnar
Bragason og Vesturport
eiga myndina sem verður
fulltrúi íslands í forvali til Ósk-
arsverðlaunanna
2007. Valið stóð
á milli myndar
þeirra, Barna,
og Blóðbanda
eftir Árna Óla
I Ásgeirsson. Börn
hafa fengið afar góða dóma í
íslenskum fjölmiðlum og eru
nú komin hálfa þá leið sem
Börn náttúrunnar eftir Frið-
rik Þór Friðriksson komust
þegar sú mynd var tilnefnd
til Óskarsverðlaunanna 1992.
Spurning hvort þessi börn eigi
jafn góðan hljómgrunn hjá
Óskarsakademíunni.
Elda saltkjötsrönd
og feita rauðsprettu
„Ég er á leiðinni á Snæfellsnes um
helgina með konu minni, Grétu,
Barða Friðrikssyni hæstaréttarlög-
manni og Þuríði konu hans,” svarar
Sverrir Hermannsson, inntur eftir
ferðum sínum um komandi helgi.
„Barði Friðriksson á húsnæði
þarna á Snæfellsnesinu þar sem
við munum halda til að einhverju
leyti. Annars ætlum við að fara
vítt og breitt um nesið fram að há-
degi á sunnudag, þar á meðal að
Arnarstapa og í Stykkishólm. Það
er svo mikið af fallegum stöðum
að heimsækja á Snæfellsnesinu,”
segir Sverrir sem verður bílstjóri og
kokkur í ferðinni. „Já, ég mun sjá
um eldamennskuna í ferðinni, en
ég er með meðferðis saltkjötsrönd
og feita rauðsprettu sem ég ætla að
matreiða ofan í fólkið á kvöldin. Það
verður hins vegar ekkert drukkið í
ferðinni því ég og Bragi erum löngu
búnir með kvótann,” segir Sverrir
og hlær. En Sverrir segir að hann og
Bragi hafi í fjörutíu ár farið vestur
á Snæfellsnes til rjúpna á þessum
árstíma, eða frá 1961 til ársins 2000.
„Það hefði verið gaman að fara til
rjúpna í haust en við hættum árið
2000 því við vildum ekki skjóta síð-
ustu rjúpuna. Það var yfirleitt góð
veiði hjá okkur í þessum ferðum,”
segir Sverrir.
Rjúpnaveiðisaga Sverris nær þó
lengra en til ársins 1961, eða allt
aftur til stríðsáranna og Sverrir
segir frá því að hann hafi líklega
stundað rjúpnaveiðar með þeim
hætti sem fáir núlifandi rjúpnaveið-
imenn hafi gert.
„Þegar ég var strákur og bjó á æsku-
heimili mínu að Svalbarði i Ögurvík
notuðum við aðrar aðferðir við veið-
arnar en tíðkast í dag. Þá hnýttu
bræður mínir snörur úr svörtum
hrosshárum, nánar tiltekið úr
tagli hestsins. Þetta var nákvæmn-
isvinna og ég man að ég þótti ekki
sérstaklega laginn við þessa iðn og
kom ekki mikið nálægt hnýting-
unum sjálfum,” rifjar Sverrir upp.
„Svo veiddum við rjúpuna þannig
að við gengum sitt hvorum megin
við rjúpnahópinn með snöruna,
strengdum hana um hálsinn á rjúp-
unni og þegar hún ætlaði að fljúga
burt hertist takið um hálsinn og þá
var eftirleikurinn auðveldur,” segir
Sverrir.
Sverrir segir að rjúpan hafi með
þessari aðferð haldist sauðspök
og þeir hafi veitt vel með þessum
hætti. „Við veiddum 20-30 rjúpur í
hverri veiðiferð man ég. Kostirnir
við þessa aðferð voru þeir að rjúpan
flaug aldrei langt og við gátum end-
urtekið leikinn aftur og aftur. Svo
hélst rjúpan líka óblóðug þegar
við gerðum þetta svona sem gerði
það að verkum að við bræðurnir
fengum miklu betra verð fyrir
hana hjá Finni Magnússyni, sem
var kaupmaður á Isafirði á þessum
tíma,” segir Sverrir.
Á Snæfellsnes um helgina
Sverrir verður bílstjóri og kokkur
íhelgarferð á Snæfellsnesi.
MyndMsdis
Helgin min
snya snyrtivörumar
jja fljótirkari árangur
I eru það fullkomnasta
í gæludýraumönnun á
frábæru verði.
Allar vörurnar eru fram-
leiddar án natríum klóríðs
sem er ekki einungis
skaðlegt fýrir þig heldur
jýriö þitt.
eftir Jim Unger
Strætó fer eftir tvær mínútur og ég
ætla ekki að missa af honum.
11-15
OJIm Unger/dlst. by Unlted Medla, 2001
A förnum vegi
Hefurðu lent í
umferðarteppu?
Sesselja Þrastardóttir ökunemi
„Já, ég lenti einmitt í umferöarteppu í
fyrsta ökutímanum rnlnum."
Hilmir Guðmundsson
kjötiðnaðarmaður
„Nei, ég bý í Keflavík og maður er
blessunarlega laus við teppurnar þar.“
Valgerður Moch vefsíðuhönnuður
„Ég lendi í umferðarteppu á hverjum
morgni. En það venst."
Brynhildur Ólafsdóttir skólastjóri
„Já, heldur betur, það gerist á hverjum
morgni. Ég er samt róleg yfir því.“
Tinna Dögg Kjartansdóttir
blómastúlka
„Nei, ég kemst alltaf hjá því á einhvern
undarlegan hátt.“