blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 9

blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 9
blaðið FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 I 31 Skráningarskyld tæki Sumar vinnu- vélar eru skráning- arskyld tæki sem verða að vera á númerum og eru skráð. Auk þess kjósa margir eigend- ur að kaskótryggja vinnuvélar. « 3* Tryggingar vinnuvéla Rétt eins og önnur farartæki er nauðsynlegt að vinnuvélar séu rétt tryggðar. Tryggingar vinnuvéla eru um margt svipaðar hefðbundnum bílatryggingum en þó er einhver munur þar á. Þórður Þórðarson, sölustjóri Tryggingamiðstöðvar- innar, segir að tryggingar TM fyrir vinnuvélar skiptist í tvo hópa. „Það eru annars vegar skráningar- skyld tæki, tæki sem verða að vera á númerum og eru skráð. Það þarf að skyldutryggja þau tæki og það er síðan val eigandans hvort hann tekur kaskótryggingu til viðbótar. Margar vinnuvélar eru ekki skrán- ingarskyldar en ef það eru verðmæti í vélinni þá taka eigendurnir líka kaskótryggingu,“ segir Þórður og bætir við að flestar vinnuvélar séu auk þess tryggðar með svokallaðri frjálsri ábyrgðartryggingu. „Sú trygging bætir líka tjón sem vinnuvél veldur öðrum með vinnu sinni. Sem dæmi má nefna ef verið er að grafa og strengur er óvart graf- inn í sundur. Það má því segja að kaskótryggingin taki bara til tæk- isins sjálfs en ábyrgðartryggingin tekur til tjóns sem er valdið öðrum. Skyldutryggingin er akstursáhætta, það er tjón sem verður þegar tækið er á ferð.“ Eigin áhætta getur verið milljón Óskar Kristjánsson, sölufulltrúi hjá Vátryggingafélagi Islands, segir að það sé mjög misjafnt hvernig vinnuvélar séu tryggðar og það fari allt eftir eigendunum. „Við erum með húftryggingar sem líkjast ka- skótryggingum bíla annars vegar og auk þess erum við með frjálsa ábyrgðartryggingu. Húftryggingin er alltaf val og hún felur í sér ábyrgð á bruna og ábyrgð á tækinu sjálfu. Frjáls ábyrgðartrygging felur í sér að ef tækið veldur tjóni á munum eða slysum á mönnum þá bætir hún það.“ Þórður talar um að ið- gjald vinnuvélatrygginga sé metið beint út frá verðmæti vinnuvélar- innar. „Það fer eftir tegund tækja og hvernig það er notað en iðgjaldið er jafnan í til 2 prósent af verðmæti tækisins. Svo geta eigendur vitan- lega valið eigin áhættu til að lækka iðgjaldið. Ef vinnuvél sem kostar 20 milljónir er tryggð þá getur eigin áhætta verið milljón krónur." VÉIAMAÐURINN / RÓTOR EHF. HELLUHRAUNI 4 HAFNAFIRÐI SlMI 555 4900 Mikið úrval af híf i- og festingabúnaði Hífibitar • Lyftikeðjur og krókar • Stroffur • Strekkiborðar Kranavír • Vinnsluvír • Plastborðar • Stálborðar • Vantspennur Víraklemmur • Talíur • Púllarar • Dyneema ofurtóg Handbindivélar og margt margt fleira! Vörubíladekk Heilsárs- og vetrardekk Dekk fyrir vörubíla, flutningabíla, hópferðabíla, vagna o.fl. Áralöng reynsla við íslenskar aðstæður. Ný Og SÓIuð Betra verð - fáðu tilboð! Úrval af munstrum og stærðum á lager. Nú einnig dekk í 17.5" og 19.5" www.alorka.is Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080 Starfstöðvar ísfells og ísnets: • ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • isnet Akureyri - Fiskitangi • isnet Húsavík - Uggahusi • ísnet Hornafjörður - Ófeigstanga • ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Simi 5200 500 • isfell@isfell.is Smágröfuf KUB0TA grö'filfira einum stærsta smágröfuframleiðanda heim| Sýningarvélar á staðnuiM ÞOR HF | Reykjavík: Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Akureyri: Lónsbakka | Sími 461-1070 www.thor.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.