blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 5

blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 5
blaðið FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 I 27 Undirbúningur vörubíla fyrir veturinn Snjókeðjur, grófdekk og noglar nouðsynleg í vetrorumferðinni Af kuldanum síðustu daga að dæma má svo sannarlega segja að veturinn sé genginn í garð, þó snjór- inn láti bíða eftir sér. Bifreiðaeig- endur þurfa því að huga að bílum sínum og kanna hvort þeir séu vel búnir fyrir veturinn og snjóinn. Það sama þurfa atvinnubílstjórar að gera en stórir vörubílar þurfa ekki síður að vera vel útbúnir fyrir mikinn akstur á komandi vetri. Knútur Halldórsson, framkvæmda- stjóri Landssambands vörubif- reiðastjóra, segir að það sé fyrst og fremst dekkjabúnaður sem atvinnu- bilstjórar þurfa að huga að. „Það er nauðsynlegt að vera með gróf dekk með góðu mynstri og nagla eftir þörfum. Dekkin þurfa að vera mjög gróf til að halda svo stórum bíl á götunni. Það er því ekki mikið um heilsársdekk sem slík en frekar nagladekk eða svokölluð icegrip- dekk. Nagladekkin eru vinsæl hjá þeim sem eru að keyra á þannig leiðum, austur fyrir fjall eða til Keflavíkur eru til dæmis vegir þar sem glær hálka myndast." Þýðingarmikið að Ijósa- perur séu í lagi Knútur segir að auk þess séu margir sem nota snjókeðjur og það er eitt af því sem þarf að vera til staðar í stórum bílum sem keyra á veturna. „Það þarf að vera hægt að grípa í keðjurnar ef þess þarf. Keðjurnar gefa meira grip á dekkj- unum því á þeim eru gaddar sem stingast niður. Hins vegar getur verið erfitt að keyra með snjókeðj- urnar á og það er nauðsynlegt að keyra hægt á þeim og stutta spotta í einu,“ segir Knútur og bætir við að auk þess þurfi lika að huga að þessu almenna eins og að nóg sé af kæli- vatni og frostlegi á bílnum. „Ljósa- Erfitt að keyra á keðjum „Keðj- urnar gefa meira gríp á dekkjunum því á þeim eru gaddar sem stingast niður. Hins vegar getur verið erfitt að keyra með snjókeðjurnar á og það er nauösynlegt að keyra hægt á þeim og stutta spotta í einu.“ perur þurfa líka að vera í lagi en það er mjög þýðingarmikið því það er jafnvel keyrt allan sólarhringinn. Það er því brýnt að fylgjast með því að það sé í lagi og það þarf að skoða þessa stóru bíla oft. Eiginlega þarf að fara yfir þá á hverjum degi hvað þetta varðar.“ Færðin skoðuð á síðu Vegagerðarinnar Hins vegar segir Knútur að yfir- breiðslur í efnisflutningi séu ekki notaðar meira á veturna en sumrin. ,Yfirbreiðslur eru eingöngu fyrir fínt efni og eru mjög góðar til slíks en þær þola mjög takmarkað rok. Þær fjúka bara af og eru jafnvel stór- hættulegar. Umræðan hér á landi um yfirbreiðslur hefur verið mjög villandi og mjög röng. Þetta er eitt- hvað sem fjölmiðlar hafa blásið upp í vitleysu. Bæði getur það stórslasað bílstjórann að koma yfirbreiðsl- unni á og eins getur það orsakað stórslys ef yfirbreiðslan fýkur af í umferðinni. Sumum tegundum yf- irbreiðslna er rúllað upp með kefli á hliðunum sem verður eins og spjót. Bílstjórinn þarf að fara út og festa ábreiðuna en það er engin aðstaða fyrir bílstjórann til að gera þetta og það getur orsakað stórslys þegar hann er hangandi utan á bílnum að festa yfirbreiðsluna." Að end- ingu segir Knútur að á veturna sé nauðsynlegt að kynna sér færðina. ,Það er gott að gera það á heimasíðu Vegagerðarinnar og það er eitt af því sem menn eru að tileinka sér í auknum mæli, að kynna sér færð og reyna að haga akstrinum eftir veðurskilyrðum á hverjum tíma. At- vinnubílstjórar skoða vefinn áður en lagt er af stað í ferðina og svo er kannski kíkt aftur ef stoppað er á leiðinni. Þetta er því algjör bylting og Vegagerðin á heiður skilinn fyrir þennan vef sinn.“ ófum til afhendingar strax Nýir 2007. Ford 2.2 Lt 130 h«»töíl Commdndraii dtesiíl. ABS £BD Aksturstðlva ■ Útihitamælir - Leðtir stýri - Armptiðdf á sætum. Loftk«ling 2 öryggtspúdar - Útvarp • Geistaspilari mcð fiarstýnngu. Ríifm. I rúöum • Girskipting f maetaborði • Þjófavöm með íjarstýriogu. Lengd 6,57 ■ Svefnpláss fi - Tvlbrcitt rúm áftur i. t - Stórd s fyrir fjóra Rjapunkia^Öryjgisbcfti fyrir fjóra k215/75 R16 Vorð 4.950.000 kr. með vsk. skráður og skoðaður. Nýr Mcrccdes Bens 2650 Tveggjd dufa Kojuhús mcð háum toppi og spoílerum Sjálfskiptur • Loftpúðerfjöðrun að aftan - Sturtukerfi • Nádrif - Reiarder og fleira. Verð kr. 9.100.000 e vsk. • Skráður og skoðaður. Man 26.430 fyrst skráður Descmber'2005. Tvcggjadrifa dráttarbfll á lofti að aftan með sturtudælu. Nádrif - XLHús með einni koju Sólskyggni Kælibox - Simkerfi - Útvarp og geislaspiUn • Ralm. I rúðum og speglum • loftkaelmg. Ekinn aðeins 48,000 km. Verð 6.800.000 + vsk. skráður og skoðaður. ;í;> ilexporf a Islandi e Bóas sími 0049-175-271-1783 • Bóas gsm. 892 - 5007 • www.bilexport.dk boas@bilexport.dk LOFTA STOÐIR LEI6A - SALA málaðar og galvanís. Alltaf fyrirliggjandi. KVSRNIR ;) Tunguháls 15 sími; 564 6070 www.kvamir.is EFNITIL ^ BYGGINGA Eigum ávalt á lager helstu plasthluti t.d. mótarör, kóna, tappa, plötustóla, sökkuldúk, þrikantalista ofl. ► ► ► KSARNIR r) Tunguháls 15 sími: 564 6070 www.kvamir.is Eigum til afgreíðslu hinar vinsæiu Járnabeygju- vélar og klippur Kynnið ykkur verð og gæði KNARNIR ð Tunguháls 15 simi: 564 6070 www.kvarnir.is Mótaolia Stálúðabrúsar Járnabakkar Plastefni Steypusiló Vetrarmottur K\ARNIR * Tunguháls 15 sími: 564 6070 www.kvamir.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.