blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 26.10.2006, Blaðsíða 12
34 I VINNUVÉLAR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2006 blaðiö Lýsing á vinnusvæðum Nú fer sá tími í hönd að dagurinn styttist og þörfin á góðri vinnulýs- ingu verður. meiri. Mjög miklar framkvæmdir eru í gangi á höfuð- borgarsvæðinu og ljóst er að víða þarf góða lýsingu á vinnusvæðum. Það hefur færst í vöxt að byggingakr- anar séu reistir á vinnusvæðinu og ljósin á þeim látin nægja sem vinnu- lýsing. Það er líka algengt að útbúin séu ljósamöstur á þungum stein- steypublokkum sem ekki verða færð til né snúið nema með vélum. Þessi ljósamöstur er oftar en ekki þung og ómeðfærileg þannig að ekki er auðvelt að snúa þeim né færa þau. Auðveld í notkun Mest ehf. býður upp á þægilega lausn á þessum málum en um er að ræða ljósamöstur sem hægt er að hafa frá 2,2 metra háum og upp í 15 metra hæð. Þessi ljósamöstur eru afar auðveld í notkun, auðvelt er að færa þau til og snúa þeim á þann hátt að þau nýtist sem best á vinnusvæðinu. Það tekur því aðeins nokkrar mínútur að setja upp full- komna lýsingu á vinnusvæðinu. Á möstrunum eru allt að 6 kastarar með allt að 2000 W „Metal Halide“- ljósum, en þau gefa verulega meiri birtu en hefðbundin halógenljós. Hægt er að fá þessi ljósamöstur með innbyggðum rafala sem getur séð öðrum ljósum fyrir rafmagni og einnig er hægt að nýta þau sem orkugjafa á vinnusvæðinu. Sérð þú tækifæri á vexti? Tækifæri leynast allstaðar! "Þegar þú hefur komið auga á atvinnu- tækifæri sem hentar þínum þörfum, getum við aðstoðað með sérsniðinni ráðgjöf í bland við persónulega þjónustu sem byggir á sérþekkingu okkar i fjármögnun atvinnu- tækja." Sveinn Þórarinsson ^Ráðgjafi, fyrirtækjasvið LYSING Fjármögnun í takt vió þínar þarfir Suðurlöndsbraiit 22 Glerárgölti 24-26 Sími S-to 'S°° Fox 5.^0 'SOS www.lysing.is Vinnuvélar á Netinu Netið leikur sífellt stærra hlutverk í lífi fólks enda orðið einn stærsti miðill samtímans. Ökumenn vinnuvéla eru þar engin undan- tekning enda getur verið gott að skiptast á reynslusögum, ræða saman um bestu dekkin, nýju vélarnar og margt fleira. Netið er tilvalinn vettvangur fyrir slík skoð- anaskipti enda hægt að sinna samskiptunum heiman að frá sér og jafnvel á ferðinni, sérstaklega í Ijósi þess að atvinnubílstjórar vin- na oftar en ekki á öllum tímum sól- arhringsins. Það má finna margar skemmtilegar síður á Netinu sem eru helgaðar atvinnubílstjórum og þeirra skoðanaskiptum að ógleymdum flottum myndum af helstu tryllitækjunum. www.geirinn.is Á geiranum má finna alls kyns greinar, allt frá dekkjaumræðum yfir í fréttir af vörubílategundum erlendis og allt þar á milli. Notendur eru tæplega þrjú þúsund og því Ijóst að um margt er að ræða. www.simnet.is/dori Islensk síða með myndum af alls kyns trukkum á ferð og flugi. Þekkt siða og jafnvel með elstu trukkasíðunum á Islandi. www.pwt.be Belgísk trukkasíða þar sem áhugasamir geta til að mynda sent inn myndir af sínum vörubílum og fengið birtar. Auk þess má þar finna fullt af myndum af alls kyns trukkum. www.lastbilfoto.dk Dönsk síða með myndum af alls kyns trukkum, dönskum og annarra þjóða. www.supertrucks.nl Hollensk spjallsíðá um trukka og vinnu- vélar þar sem spjallað er um einstök merki auk þess sem þar má sjá myndir. http://www.ltmuseum.co.i Áhugaverð síða um breska samgö safnið. http://www.ok-mining.de/ Alvöru síða með álvöru tryllitækjum. Risastór tæki sem mörg hver vega nokk- urhundruð tonn. http://www.hankstruckpictur- es.com/ Bandarísk síða með alls kyns trukka- myndum, ferðasögum og mörgu fleiru. http://www.mining-power. de/ehome.html Hollensk síða með risastórum vinnuvél- um af öllum tegundum. http://www.showtruckbilder. de/ Þýsk trukkasíða með myndum af flott- um og vel skreyttum trukkum sem flestir bera skemmtileg nöfn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.