blaðið

Ulloq

blaðið - 03.11.2006, Qupperneq 4

blaðið - 03.11.2006, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 blaðið LAUNAMUNUR BLÖNDUÓS ÍNNLENT Karlar vinna og þéna meira Heildarlaun karla í Starfsgreinasambandinu eru 42,3 prósent hærri en kvenna þar. Karlarnir hafa 276 þúsund krónur að meðaltali í laun en konurnar 194 þúsund. Karlarnir vinna að meðaltali 55,3 stundir en konurnar 44,6 stundir, samkvæmt Caþacent Gallup. Tveir óku útaf Isregn í umdæmi Blönduósslögreglunnar á miðviku- dag gerði það að verkum að mikil hálka myndaðist á köflum og lentu bílstjórar í vandræðum. Tvær bifreiðar keyrðu útaf við Baugsmýri en engin alvar- leg slys urðu á fólki. Bílarnir skemmdust. SEÐLABANKINN Baráttunni ekki lokið Tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu er fjarri því að vera öruggt merki um að baráttunni við hana sé lokið. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fundi bankans í gær. Hann sagði óhjákvæmilegt að beita ströngu þeningalegu aðhaldi enn um sinn. Islenskukennsla fyrir útlendinga: Ríkið borgi meira Starfsgreinasamband fslands og Samtök atvinnulífsins hafa óskað formlega eftir því að ríkið auki fjárveitingu vegna íslensku- kennslu fyrir útlendinga. Starfsmenntasjóðirnir Starfsafl og Landsmennt hafa frá árinu 2004 styrkt íslenskukennslu til útlendinga um 48,7 milljónir, þar af greiddu sjóðirnir 16,5 milljónir á árinu 2005 á meðan framlag ríkisins það árið var 17,3 millj- ónir. Framlag ríkisins til íslensku- kennslu á komandi ári er áætlað 19,6 milljónir. Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra telur að ríkinu beri að auka fjárveitingar til kennslunnar. Hann vill að ríkið greiði kostnað- íslenskunám útlendinga Auka þarfhlut rfkisins í náminu svo að álag á starfsmenntasjóði minnki. inn við kennsluna en kennslan sjálf verði í höndum þeirra sem eru reiðubúnir að taka hana að sér. Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Starfsgreinafélagsins, fagnar yfirlýsingum Björns. FYRIRTÆKI & VERSLANIR HZlLVAKlAUSm-R 1 UM8ÚÐUM papplr • gjafapokar • pakkaskraut • gjafabönd greinar. borðar • öskjur • silkiblóm • slaufur DANCO Melabraut 19 • 220 Hafnarfirði • Slmi 575 0200 • danco@danco.is persneskar mottur / húscjötjn ! cjjafavórur www./cdrus.is • Hlíðarsmára II S. 534 2288 : íiYr'Æ: y *- -• «*■-»- - v -jmL * ’A' > -m < Ósætti meðal sjálfstæðismanna eftir prófkjörið í Reykjavík: Björn segir fólk með óbragð ■ Menn seildust langt, segir Björn ■ Fór ekki gegn neinum, segir Guölaugur Ósætti er meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir prófkjörið um liðna helgi. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra, sem náði ekki kjöri í annað sæti eins og hann ætlaði, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að sumir viðmælenda sinna undanfarna daga væru með óbragð í munni eftir átökin í prófkjörslagnum og hann hafi áhyggjur af því að gjá skilji á milli manna sem erfitt geti reynst að brúa. „Ég lít á þetta sem búið mál og hef ekki óbragð í munni,“ sagði Björn. Um það hvort sú ákvörðun Guð- laugs Þórs Þórðarsonar að bjóða sig fram í annað sæti gegn Birni sé rót átakanna sagðist Guðlaugur Þór ekki hafa boðið sig fram gegn Birni. ,Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Ég bauð mig fram í annað sætið. Björn er búinn að lýsa því yfir að hann sé mjög sáttur við þriðja sætið. Hann hlaut mjög góða kosningu í þetta sæti sem er það sama og hann var í síðast.” í viðtali á Morgunvaktinni í gær- morgun sagði Björn skipulega hafa verið unnið gegn sér í kosningabar- áttunni, bæði innan flokks sem utan, og ótrúlegt hvað menn hafi seilst langt í þeim efnum. Óhóflega hafi verið hringt í kjósendur og komið hafi fyrir að mælt hafi verið gegn ákveðnum frambjóðendum. Hann vildi þó ekki nafngreina aðila í þessu sambandi. Björn ítrekar að ekki hafi tekist að ýta sér til hliðar og að hann hafi með þriðja sætinu unnið meira en varnarsigur. „Ég held að það skipti máli að menn snúi bökum saman eftir prófkjörið. Stóra orr- ustan er eftir. Þótt flokkurinn sé sterkur nú samkvæmt skoðanakönn- unum er alveg ljóst að við þurfum að vera sameinuð og leggja okkur öll fram ef við eigum að ná sigri í vor. Það er verkefni okkar eftir þetta prófkjör að sjá til þess að svo verði,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. En eru prófkjör, í ljósi þessa, rétt aðferð við val á lista? Guðlaugur Þór ségir prófkjör hafa bæði kosti og galla. „Það er spurning hvað sé betra. Það er ekki eins og það séu engar deilur þótt aðrar leiðir séu farnar. Hins vegar reynir á þá ein- staklinga sem taka þátt í prófkjöri og stuðningsménn þeirra að menn taki niðurstöðunni og séu minnugir þess hvert sé raunverulegt markmið með þessu.” Rannsóknir á nauðgunum ganga illa: Grunaður úr gæsluvarðhaldi Mánuður frá nauðgun við MR llla gengur að hafa uppi á ódæðismönnunum. Eftir Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net Lítið miðar í rannsóknum lögregl- unnar á nauðgununum þremur í Reykjavík í október. Manni frá Suður-Évrópu, sem verið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa boðið erlendri námsmey far og síðan nauðgað henni, var sleppt úr haldi á miðvikudag. Hann liggur þó enn undir grun og mun því verða í farbanni fram í desember. Hörður jóhannesson hjá lög- reglunni í Reykjavík segir að þar sem stúlkan var af erlendu bergi brotin sé erfitt að meta hvert hafi verið ekið með hana en ljóst sé að ekið hafi verið fjarri ibúðarbyggð. Hörður segir jafnframt að rannsókn málsins gangi hægt. Hinar tvær nauðganirnar í okt- óber eru enn í rannsókn en þeim miðar lítið áfram. f báðum tilfellum var um hópnauðganir að ræða þar sem tveir menn réðust á og nauðg- uðu konum, annars vegar við Þjóð- leikhúsið og hins vegar við Mennta- skólann í Reykjavík. Lögreglan hefur skoðað báða vettvanga gaum- gæfilega en enn hefur lítið fundist sem hjálpar til við að hafa uppi á ódæðismönnunum. Engin vitni hafa gefið sig fram til að aðstoða við rannsóknina. Hörður segir þó að miðað við lýsingar fórnarlambanna þá sé það nokkuð víst að sömu menn hafi ekki staðið að báðum árásunum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.