blaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 18
blaðið
blaðid
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Ár og dagurehf.
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
JanusSigurjónsson
Vinir að eilífu?
Geta þeir sem deila og tortryggja hver annan unnið saman af heilindum
skömmu eftir hámark átaka og efasemda? Eðlilega verða kjósendur að
velta því fyrir sér hverslags bragur verður á samvinnu þeirra sem takast á
af hörku um þingsæti framboðslistanna þegar fullyrt er leynt og ljóst um
óheilindi keppinautanna. Mest hefur borið á efasemdum og tortryggni
meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík. Aðrir munu fylgja á eftir.
Þegar valið er á listana, valið er í liðið, er væntanlega hugsun flestra
þeirra sem mæta á kjörstað fyrst og fremst sú að velja þá frambjóðendur
sem eru þeim kærastir, þá frambjóðendur sem eru líklegir til að vinna
sigra í komandi kosningum og koma baráttumálum og stefnumiðum
flokksins áfram. Svo eru aðrir sem gæta þess af öllum mætti að einstaka
frambjóðendur fái sem versta og mest meiðandi útkomu. Það er oft gert
að áeggjan annarra frambjóðenda. Þegar allt er vegið er eðlilegt að spyrja,
hvað svo? Geta þeir sem hafa tekist á, oft af miklu miskunnarleysi, starfað
saman einsog ekkert hafi í skorist? Jafnvel með óbragð í munninum ein-
sog einn frambjóðandinn hefur orðað líðan flokksfélaga sinna?
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að vinna úr deilum og efasemdum
eftir prófkjörið í Reykjavík. Þeir sem mest tókust á, það er Guðlaugur Þór
Þórðarson og Björn Bjarnason, tilheyra hvor sínum arminum í flokknum,
allavega er það skilningur þeirra sem eru utan við átökin. Ómögulegt er að
hugsa sér þá starfa saman af fullum heilindum strax að slagnum loknum.
Flokksfélagar þeirra verða samt að ætlast til þess af þeim, en það hefur
margt verið sagt og gert síðustu daga og vikur sem eftir er að vinna úr.
Tækifæri Sjálfstæðisflokksins er merkilegt. Það sem helst getur komið
í veg fyrir vænlegan sigur í þingkosningunum eru innanflokksátök og
óvild milli þeirra sem eiga að bera blysið. Þeir flokkar sem eiga eftir að
fara í gegnum opin prófkjör munu líka skaðast af innanflokksátökum.
Það er ekki nokkur ástæða til að ætla að tortryggni og óheilindi komi ekki
líka við sögu hjá hinum flokkunum.
Þjóðarpúls Gallup segir okkur að tækifæri Sjálfstæðisflokksins sé mikið
og að sama skapi sé staða Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar
niðurlægjandi. Framsókn er að festast með innan við tíu prósenta fylgi
og Samfylkingin má, miðað við kannanir, berjast af krafti til að hanga í
fjórðungsfylgi. Breytingarnar á forystu Framsóknarflokksins hafa greini-
lega ekki aukið fylgi við flokkinn og Samfylkingin virðist ekki finna takt-
inn. Áframhaldandi vandræðagangur þessara flokka mun styrkja Vinstri
græna og Sjálfstæðisflokkinn. Helst geta flokkarnir fallið á eigin verkum,
einsog virðist blasa við hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.
Eftir stendur hversu trúverðugir frambjóðendurnir verða þegar þeir
standa hlið við hlið skömmu eftir að hafa staðið í harðvítugum átökum
sín á milli. Eigum við að trúa því að þeir séu svo fljótir að fyrirgefa allt
sem var sagt og allt sem var gert eða má vera að prófkjör geti ekki með
nokkrum hætti verið til þess fallin að velja samhent fólk til verka?
Sigurjón M. Egilsson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins
Fagleg ræsting
fyrirtækja
er bæði betri og ódýrari
Hreint
Auöbrekku 8, 200 Kopavogi, simi 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is
SNIÁAUGLÝSINGAR
18 FðSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006
CTtL STÓRtíUGrfl
Msa q Ba © fis ig/a.
LÍTtí MEtÞPUft
AWtfNl/M
í K«ATTSPyWU
TiL §6'LU FYHiR.
1.58 MlUJÓV JftíVfl
5TyRi{'n,j
TEnGuí> TrÁ
U1ÍBWI&
+ flETTNGflCJoLP
g TLoKks tIístu
fji’Gmt ÁHN
Skutlum hvað
sem það kostar
Islendingar eru nú teknir að veiða
örfáa hvali og margmenni mætir og
fagnar í hvert sinn sem hvalur er
dreginn á land. Hvalveiðarnar hafa
opnað fyrir lokaða rás, rás þjóðar-
stolts sem virðist hafa verið bælt
niður allt frá níunda áratugnum
þegar okkur var bannað að veiða
hvali og grænfriðungur var versta
skammaryrði sem þekktist. Það er
nánast eins og tíminn hafi staðið
í stað í 20 ár. Að minnsta kosti hjá
Sjálfstæðisflokknum og Kristjáni
Loftssyni sem virðist þykja það
afar mikilvægt að sýna heiminum
hvílíkir kappar búi hér á íslandi
sem skeyti engu um álit einhverra
útlendinga.
Mótmælum rignir yfir þjóðina.
Sjávarútvegsráðherra kippir sér ekki
upp við það, segir að hann hafi nú
búist við öðru eins. Hann ætlar ekki
að taka tillit til þeirra en afgreiðir
þau öll sem léttvæg. Og starfsbróðir
hans og nafni á Vestfjörðum, sem
núna er formaður Ferðamálaráðs Is-
lands, segir að það skipti engu þótt
þetta hafi neikvæð áhrif á ímynd Is-
lands. Það þurfi bara að eyða meira
fé í landkynningu!
Þegar þetta kemur frá þingmanni
sem hefur geisað mjög undanfarin
ár út af útgjöldum ríkisins er ekki
laust við að manni svelgist á súp-
unni. Það má ekki eyða í einhverja
vitleysu, það þarf að skera niður til
framhaldsskólanna, það má ekki
styrkja Fjölmennt um tólf milljónir,
en ef það þarf að henda fé í land-
kynningu vegna þess að það er mjög
brýnt að veiða hér nokkra hvali sem
reyndar enginn kaupandi er fund-
inn að, þá er Spari-Einar tilbúinn að
seilast dýpra ofan í vasann.
Katrín Jakobsdóttir
Nýtum skynsamlega
Menn tala fjálglega um að nýta
þær náttúruauðlindir sem við ís-
lendingar höfum aðgang að en stað-
reyndin er sú að hvalir hafa verið
nytjaðir hér á landi mörg undan-
farin ár. Sjötíu þúsund ferðamenn
fara í hvalaskoðun hér á hverju
sumri og færa landinu þannig um-
talsverðar gjaldeyristekjur. Hvað
gengur mönnum til sem finnst
sjálfsagt mál að voga öllu þessu
fyrir óvissan gróða af hvalveiðum?
Hversu skynsamlegt er það þegar
ráðamenn einnar smáþjóðar
ákveða skyndilega að fara að veiða
hvali samkvæmt sjö ára gamalli
samþykkt þegar vitað er að slíkar
veiðar geta spillt virðingu landsins
og mikilvægri nýrri atvinnugrein?
Því það eru allar líkur til þess að
hvalir sem geta allt eins átt von á
því að verða skotnir vogi sér ekki
nærri hvalaskoðunarbátum. Og
rökin um að hvalir éti allan fisk-
inn í sjónum eru löngu afsönnuð;
bæði eru áhrif hvala á vistkerfið
miðað við til dæmis áhrif manna
hverfandi og að sama skapi eru veið-
arnar nú allt of litlar að umfangi til
að hafa veruleg áhrif á vistkerfið.
Hvalveiðarnar eru því ekki aðeins
slæmar fyrir ímynd Islands, þær
geta líka spillt fyrir blómlegri ferða-
þjónustu sem hefur fengið að vaxa
og dafna hingað til. Ákvörðun um
hvalveiðar virðist fyrst og fremst
tekin til að sýna að við eigum og
við megum ráða. Það er ástæða
í sjálfu sér en væri ekki betra að
horfa til heildarhagsmuna þjóðar-
innar fremur en gamalla sárinda
úti í Ameríkana og Grænfriðunga.
Það vekur ekki traust á núverandi
ráðamönnum hér á landi að þeir
séu tilbúnir að fórna þeim hags-
munum fyrir alþjóðlegan belging.
Höfundur er varaformaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Klippt & skorið
Fráleit mistök áttu sér stað í dálkinum
í gær, þegar röng
mynd var birt með té
frásögn af notalegri kosn-lí^
ingabaráttu kjarnakonunnar ‘ — ri
Valgeröar Bjarnadóttur í
prófkjöri Samfylklngarlnnar &T .Al'
Reykjavík. Til þess að leiðrétta
allan misskilning er hér birt mynd af hinni einu
sönnu Völu.
Annars er öll prófkjörsbarátta með fjör-
legasta móti þessa dagana. Sérstaka
athygli vekur frísklegt myndskeið Ró-
berts Marshalls, frambjóðanda f prófkjörí Sam-
fylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem finna má
á vef hans (marshall.is). Þar gerir hann á kjarn-
yrtan hátt grein fyrir erindi sínu í stjórnmálum,
en undir lokin stillir Róbert sig svo ekki um að
gera stolpagrín að Árna Johnsen, sem eitt og
sér gerir myndskeiðið vel þess virði að horfa á.
akob Frímann Magnússon hefur líka
aukið stuðið með fundaferð sinni um Suð-
vesturkjördæmi. (kvöld
klukkan 20.00 verður hann í
Salnum í Kópavogi, þar sem
þeir Jón Baldvin Hanni-
balsson ræða þjóðmálin, en
svo leika þeir Bubbi Mort-
hens, Daníel Ágúst, Borgar Magnason og
félagar úr Stuðmönnum af fingrum fram. Þaðan
liggur leiðin á kvöldvöku á A. Hansen í Hafnar-
firði þar sem Jakob Frímann kynnir stefnumál
sín í bundnu máli og Björn Jörundur og fleiri
standa fyrirtónlistarflutningi.
Hins vegar er nokkur kurr í heima-
mönnum, búsettum í Suðvesturkjör-
dæmi, að þrír „aðkomumenn" úr 101
Reykjavík - þeir Jakob Frímann, Guðmundur
Steingrímsson og Árni
Páll Árnason - bjóði
sig fram í kjördæminu.
Þrátt fyrir framboð sitt
fá frambjóðendurnir úr
Reykjavík ekki að kjósa í
prófkjörinu og því spurn-rJs.
ing hvernig þeim reiðir af
í kappi við forsetana á heimavelli, þá Gunnar
Svavarsson, forseta bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar, og Kristján Sveinbjörnsson, forseta
bæjarstjórnar Álftaness.
andres.magnusson@bladid.net