blaðið - 29.11.2006, Síða 9

blaðið - 29.11.2006, Síða 9
Úrvalsbækur um náttúru og sögu Seiður lands og sagna IV eftir Þórð Tómasson í Skógum. Listaætt á Austursveitum á sér enga hliðstæðu meðal íslenskra bóka. Hún fjallar um höfuðsnilling í skrautsmíði í málm til reiðtygja, og raunar í smíði yíirleitt, Skaftfellinginn Ólaf Þórarinsson bónda í Seglbúðum í Landbroti og víðar (1768- 1840) og um niðja hans sem gátu sér frægðarorð í útskurði og málmsmíði. Hún nær yíir meira en 200 ár í sögu og tekur til 6 ættliða. Bókin er litprentuð og ríkulega myndskreytt. Frábær bók eftir fræðaþulinn í Skógum Listaætt á Austursveitum Glæsilegt afrek í íslenskri bókargerð Fjórða bókin í hinum glæsilega bókaflokki Gísla Sigurðssonar blaðamanns og ritstjóra. í þessari bók er fjallað um Mýrar og Snæfellsnes. Eins og í fyrri bókum er efnið sótt í sögu þjóðarinnar frá landnámi til okkar tíma. Á fimmta hundrað ljósmyndir, málverk, teikningar og kort prýða bókina. Hestur guðanna í þessari bók er íslenska hestinum fylgt um landið. Fjallað er um samskipti hests og manns, farið með fjallmönnum á afrétt og þeim fylgt eftir við fjárrekstur auk þess sem hestaferðum eru gerð skil. Við kynnumst frjálsu lífi stóðsins til fjalla og heiða og í einstakri myndröð fýlgjumst við með hryssu þar sem hún kastar úti í guðsgrænni náttúrunni, karar folaldið, kemur því á spena og styður það fýrstu skrefin út í lífið. Höfundur bókarinnar, Anna Fjóla Gísladóttir, hefur allt frá barnæsku notið samveru með hestum og er löngu kunn fyrir ljósmyndir sínar af þessari einstöku skepnu. Bókin kemur einnig úr á ensku og þýsku. SKRUDDA Eyjarslóð 9 -101 Reykjavík skrudda@skrudda.is www.skrudda.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.