blaðið - 29.11.2006, Side 16

blaðið - 29.11.2006, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞÉR? Munt þú sætta þig við að vera bara þingmaður? „Ég sætti mig viö alla skapaða hluti. Ég hef alveg ótrúlega aðlögunarhæfni." Kristján Þór Júlíusson, bæjnrstjóri Akurai/rar Kristján vann öruggan sigur i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á dögunum og á þvi svo gott sem öruggt þingsæti. Kristján hefur starfað sem bæjarstjóri á Dalvik, (safirði og Akureyri og kann því best við sig við stjórnvölinn. HEYRST HEFUR,.. Starfið mitt Björn Bjarnason situr ekki auðum höndum nú frekar en fyrri daginn en fyrir helgi fékk hann heimild á rik- isstjórnarfundi til þess að leggja fram fjögur frumvörp. Það sem liggur Birni helst á hjarta þessa dagana eru áhyggjur af þeim útlendingum sem sækja um ríkisborgararétt en eru alls ókunnir tungumál- inu. Frumvarpið snýst því um að gerð verði krafa um að þeir sem sækist eftir því að verða íslenskir rikisborgarar kunni íslensku, hversu mikla fylgir ekki sögu. Þrátt fyrir að NFS heyri nú sög- unni til blasir enn við áhorf- endum hið greinilega merki hinnar skammlífu fréttastöðvar en einhverra hluta vegna var á / i ___ sínumtíma I /J ákveðið að ' haldamerk- inu eftir. Menn héldu kannski í vonina um að hætt yrði við að hætta við NFS. Sögur herma að yfirmenn á 365 miðlum séu enn þá eitthvað hikandi þrátt fyrir að starfsmönnum fréttastofunnar sé farið að þykja ansi óþægilegt að vinna undir merkjum einhvers sem lagt hefur verið niður eða eins og sumir vilja orða það... einhvers sem var bara draumur í dós. Þungt er hljóðið í sjálfstæðis- mönnum um land allt eftir óheppilegar yfirlýsingar Árna Johnsen varðandi tæknileg mistök. Flokksmenn óttast nú mjög að dyggir kjósendur muni snúa sér annað, enda ekki annað hægt en að fara að hugsa sinn gang í pólitíkinni eftir önnur eins ummæli. Hvort gripið verði til einhverra aðgerða í kjölfar klúðursins verður spennandi að sjá en við því er vart að búast, enda sjálfstæðismenn með ein- dæmum tryggir sínum mönnum. Björn Svanur stundar hina svörtu list Björn Svanur Víðisson, fram- leiðslustjóri og prentsmiður, hefur unnið í prentsmiðjunni Odda í 19 ár. ,Ég er að verða partur af mublunum hér,” segir hann glaður í bragði en hár starfsaldur einkennir starfslið fyrirtækisins og flestir af samstarfs- félögum hans hafa gert prentsmíði og bókband að ævistarfi. Prentsmíðin er af mörgum talin listgrein og er ein afþeim iðngreinum þar sem margir leggjast á eitt við að skapa endanlegt verk. Björn Svanur er einn af þeim sem stundar hina svörtu prentlist af miklum móð og er stoð og stytta listamanna og bóka- útgefenda þegar kemur að því að búa til fallegan prentgrip. „Að taka þátt í að þróa hugmyndir frá viðskiptamönnum er fjölbreytt og skemmtilegt og gefur vinnunni aukið gildi,“ segir hann og nefnir að þónokkrir gullmolar séu innan um hefðbundnar og klassískar jóla- bækur jólabókaflóðsins í ár. Hann tekur dæmi af nýútgefnum bókum útgáfunnar Nýhil og nýút- gefna bók Alex og Jónsa í Sigur Rós, en vinnsla á kápum bókanna hefur vakið eftirtekt „Þrátt fyrir að inni í bókunum frá Nýhil sé hefðbundinn texti þá er kápunum gefið sérstakt gildi og þar nýtum við reynslu okkar af prentun bóka fýrir Ameríku- markað til þess að fara óhefðbundnar leiðir með skemmtilegum árangri.” Björn Svanur hefur komið að vinnu við fjölmargar listaverka- bækur frægra listamanna í vinnu sinni og segir nýjasta verkið vera vandaða ljósmyndabók prentaða fyrir Ameríkumarkað. „Allar ljós- myndirnar eru dökkar, prentaðar í þremur litum í 300 lína rasta og prýða myndir af eldflugum.” Björn segist þó ekki hafa bækur á heil- anum. „Þótt ég hafi nú miklu meira gaman af því að skoða bækur en lesa þær. Ég leggst í smáatriðin og velti því fyrir mér hvað hefði mátt gera öðruvísi og hvernig hefði mátt taka hönnunina og útfærsluna lengra. Annars er mitt helsta áhugamál að sinna fjölskyldunni,” segir Björn Svanur, enda á hann blómlega fjölskyldu sem hlakkar eflaust til þegar jólabækurnar eru komnar úr prentsmiðjunni í verslanir. „Þegar ég stimpla mig út í lok dags á fjöl- skyldan hug minn allan,” bætir hann við að lokum. dista@bladid.net Nóg ao gera Jólabókafloð- ið rennur úr prentsmiðjunni Odda þar sem starfsfólkið er að verða partur af mublunum SU DOKU talnaþraut 6 7 4 5 2 3 8 9 1 1 9 3 4 7 8 5 2 6 2 8 5 6 9 1 7 3 4 3 2 1 7 6 5 9 4 8 8 5 7 9 1 4 2 6 3 9 4 6 3 8 2 1 5 7 4 6 2 8 5 7 3 1 9 5 3 8 1 4 9 6 7 2 7 1 9 2 3 6 4 8 5 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt I reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir I hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 9 3 6 5 7 7 2 8 3 9 1 5 8 1 4 3 7 4 5 6 7 5 9 1 9 8 6 5 4 3 eftir Jim Unger Þetta er nýja megrunarbókin mín. ® LaughlngStock International Inc./disf by Uniled Media, 2004 Á förnum vegi Ertu búin/n að setja upp jólaseríur? Þórhallur Hjaltason, stýrimaður „Nei, en ég er alltaf á leiðinni til þess.“ Mikael Þór Paoli, nemi „Nei, en ég geri það einhvern tím- ann á endanum.“ Ólafur Haildórsson, kennari „Nei, og ég hef bara ekkert hugs- að út í það.“ Hanna Þórunn Skúladóttir, fjármálastjóri „Nei, það verður gert í kvöld." Birna Björnsdóttir, húsmóðir „Já, ég er búin að setja Ijós í gluggann."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.