blaðið - 29.11.2006, Page 31

blaðið - 29.11.2006, Page 31
blaöiA MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 Robert DeNiro í nærmynd: Sex Óskarstilnefningar á 43 ára ferli Robert DeNiro hefur á 43 ára leikaraferli unnið til tvennra Ósk- arsverðlauna og fjórum sinnum að auki verið tilnefndur. [ grunnskóla leit ekki út fyrir að nokkuð yrði úr drengnum sem skírður var Robert DeNiro Junior á „Litlu-ltalíu“ í New York 1943. DeNiro hafði þó ekki langt að sækja listahæfileikana því foreldrar hans voru báðir myndlist- arfólk. 13 ára gamall batt DeNiro enda á skólagöngu sína og gekk til liðs við italska götuklíku. Móðir DeNiros hélt þó leiklistinni alltaf að syni sínum og lét hann sækja nám- skeið í virtustu leiklistar- skólum New York-borgar á unglingsárum. Tvítugur fékk hann sitt fyrsta kvikmyndahlutverk ^ í myndinni The Wedd- ing Party sem Brian De Palma leikstýrði. Myndin var þó ekki sýnd í kvik- myndahúsum fyrr en sex árum síðar. DeNiro varð því ekki frægur yfir nótt og mátti sætta sig við að vinna í leiksmiðjum og leika hlutverk í uppfærslum hjá litlum leikhúsum nær allan sjöunda áratuginn. 1968 endurnýjaði hann kynni sín við De Palma þegar hann lék aðalhlutverkið í myndinni Greet- ings sem oft hefur hlotið tilnefningu sem versta kvikmynd allra tíma. Þrátt fyrir það hélt DeNiro áfram að fá hlutverk í kvik- myndum. Árið 1973 kynntist Kl. 21.35 er Ulfaþytur í úthverfi á RÚV Hættulegar húsmæður Úlfaþytur í úthverfi (Suburban Shootout) er breskur gaman- myndaflokkur um konurnar í smábænum Little Stempington sem drepa ekki tímann, heldur hver aðra með ótrúlegustu vopnum. Bæjarbragurinn er sléttur og felldur á yfirborðinu með sína frúarleikfimi á morgn- ana og fjáröflunarsamkomur fyrir góðgerðastarfsemi en undir niðri krauma kynlifsórar og ofbeldi. Rótsterkt viagra er mulið út í kvöldmat eiginmann- anna með parmesanostinum, botoxpartí eru haldin fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, hormónalyf eru framleidd ólöglega í Marseilles í stórum stíl og smyglað inn i landið og kvennamafían rukkar búðirnar í bænum um verndargjöld af þvílíkri grimmd að enginn þorir að standa í vegi fyrir henni. 19.40 Simpsons Stöð 2 Gula fjölskyldan skrýtna Sextánda þáttaröð þessa langlífasta gamanþáttar í Bandaríkjunum í dag. Simpson- fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátækjasamari. I þættinum í kvöld stelst Bart á rapptónleika og foreldrar hans verða ævareiðir. [ gremju sinni og hipphoppæði ákveður Bart að sviðsetja eigið mannrán. Hann felur sig hjá Milhouse vini sínum en þegar Wiggum lögreglustjóri finnur hann þar handtekur hann föður Milhouse og hendir honum í steininn fyrir að hafa rænt Bart. fyrst á flug, en DeNiro Óskars- fyrir túlkun sína á Vito Corleone í öðrum hluta þríleiksins The Godfather. 1974 hlaut verðlaun A sínurn yngri árum var Robert DeNiro uppnefndur ,Bobby Milk“ af félögum sínum vegna Ijóss litarafts. ÍSLENSK GAMANSERÍA Á SKJÁEINUM Venni Páer eru kostulegir nýir íslenskir gamanþættir um einkaþjálfarann Venna Páer sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Fylgstu með frá upphafi, Venni Páer hefur göngu sína fimmtudaginn 30. nóvember. SKJÁREINN næst I gegnum Skjáinn og Digital Island Vinir Pamelu Anderson og Kid Rock eru gáttaðir á að hjónin séu að skilja og segja að engin nterki hafi sést um að brestir væru í hjónabandinu. Hin kynþokkafulla Denise Richards, sem Pamela leikur á móti i myndinni Blonde and Blonder sem væntanleg er á næstunni, er jafn Itissa og vinir hennar. Hún segir Pantelu þó sterka konu og hefur fulla trú á að hún nái að vinna sig út úr þessum erfiðu timum. Staðreynd ll : T-SlJ & \ 1 ^ ** r| I' •

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.