blaðið - 09.12.2006, Side 4

blaðið - 09.12.2006, Side 4
4 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2006 blaðiö UMFERÐ INNLENT Keyrði á skilti Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Biskups- tungnabraut þannig að hann rann út af veginum og rakst á umferðarskilti. Bíllinn mun vera eitthvað skemmdur en ökumann sakaði ekki. Mikil hálka var á veginum þar sem slysið átti sér stað. FRAKTFLUTNINGAR Nýtt flugfélag stofnað Flugfélagið Norðanflug var stofnað í gær. Félagið er stofnað til að sinna fraktflugi frá Akureyri til meginlands Evrópu. Samherji, Einskip og Saga fjárfestingar standa að baki flugfélaginu sem á að hefja starfsemi næsta vor. SUNDABRAUT Mælt með jarðgöngum Samráðshópur um lagningu Sundabrautar samþykkti á fundi sinum í gær að leggja til við samgönguráðherra að jarðgangaleið við lagningu Sundabrautar færi í umhverfismat. Skýrsla um jarðgöng sem fyrsta áfanga Sundabrautar var lögð fram á fundi hópsins í gær. Flosa Ólafssonar Ný bók eftir Flosa Ólafsson eru tíðindi fyrir þá sem taka sjálfa sig og aðra ekki of hátíðlega. Leikarinn og gagn- rýnandinn rífur sig úr reiðgallanum sem hann hefur að mestu klæðst síðastliðin 20 ár og lætur gamminn geysa um sjálfskipaða listvitringa, kúltúr- snobb og heilagar kýr. Sem fyrr er honum ekkert heilagt, engum er hlíf og ekkert stenst eitrað háðið. Líklega besta bók Flosa til þessa. Skemmtilegasta bók ársins! Eyjarslóð 9 - 101 R. skrudda@skrudda.is Vill koma a fot rannsóknar- nefnd Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingar, segir ráðamenn hafa misst taumhald á hlerunum. í Deilt um símhleranir á Alþingi: Misbeittu valdinu ■ Vilja fá rannsóknarnefnd ■ Undrast afstööu Eftir Höskuid Kára Schram ______________ hoskuldur@bladid.net Allt of langt var seilst í símhlerunum undir því yfirskini að einstaklingar ógnuðu öryggi ríkisins að mati Ingi- bjargar Sólrúnar Gfsladóttur, for- manns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram i máli hennar í utandag- skrárumræðu um símhleranir á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina og þá sérstak- lega Sjálfstæðisflokk um að reyna að koma í veg fyrir að varpað yrði ljósi á þær hleranir sem stundaðar voru hér á landi. Allar hleranir voru löglegar sagði fjármálaráðherra og engin þörf á rannsóknarnefnd. Skortur á gögnum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skaut föstum skotum að Sjálfstæð- isflokknum í ræðu sinni á Alþingi í gær. Sagði hún margt benda til þess að ráðamenn hefðu misst taumhald á hlerunum og þá um leið virðingu fyrir friðhelgi einkalífsins. Sagði hún ennfremur mikið skorta upp á að öll gögn í símhler- unármálinu lægju fyrir og vísaði til þess að mikilvægum spjaldskrám lögreglu um símhleranir hafi verið eytt árið 1976. Þá sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa misbeitt ríkisvaldinu og vegið að æru og orðspori þeirra sem urðu fyrir hlerunum. Ingibjörg ítrekaði þá kröfu að Al- þingi komi á fót rannsóknarnefnd sem hafi það hlutverk að upplýsa um allar símhleranir hér á landi. Fúafen Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði af- stöðu Sjálfstæðisflokksins í málinu óskiljanlega. „Hvers vegna gengur forysta flokksins út í það fúafen að Sjálfstæöisflokksins reyna að réttlæta þessar gjörðir?" Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði merkilegt hvað sumir vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn í hlerunarmálinu. Benti hann á að hleranir hafi einnig verið stundaðar þegar Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn stóðu við stjórnvölinn. Þá sagði hann enga þörf á því að setja á fót sérstaka rannsóknar- nefnd og hæpið að halda því fram að ríkisvaldinu hafi verið misbeitt í þessum efnum. „Engar heimildir hafa komið fram um hleranir án dómsúrskurðar." Forseti Alþingis undrast orð stjórnarliða: Þingnefnd í skemmtiferð Alþingi hagar ekki þinglokum eftir skemmtiferðum þingmanna til útlanda að sögn Sólveigar Péturs- dóttur, forseta Alþingis. Þetta kom fram í máli hennar á Alþingi i gær. Haft var eftir Guðjóni Ó. Jónssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að Sjálfstæðisflokkur og stjórn- arandstaðan hafi samið um þinglok til að komast í skemmtiferð til út- landa. Var Guðjón að vísa í fyrirhug- aða ferð utanríkismálanefndar til Eystrasaltslanda en ferðin var eina málið á dagskrá nefndarinnar þegar hún fundaði á fimmtudaginn. Sólveig lýsti yfir undrun sinni á orðum Guðjóns og sagði störf Al- þingis alltaf ganga fyrir. Þingforseti með erlendum gesti Sólveig Pétursdóttir sagði ekkert til íað ferð þingmanna til Eystras- altsríkja réði þingstörfum. Allir fila Delfí Nýr, mjúkur, ferskur ostur

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.