blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 10
I Björk Jakobsdóttir, leikkona: Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum sóttum við hjónin labradortíkina Esju Mörk sem var þá orðin tilbúin til afhendingar. Strákarnir vissu ekki af henni en við foreldrarnir höfðum beðið í ofvæni eftir henni í fimm mánuði og hún var gjöf frá okkur til fjölskyldunnar og ekki síst sjálfrar mín, enda er ég mikil hundamanneskja. Hún Esja Mörk er prinsessan á heimil- inu og hvers manns hugljúfi. Fabúla, söngkona: Einu sinni fékk ég jólaskraut sem'htli frændi minn hafði föndrað í skólanum sínum. Það var með Jósef, Maríu og fjárhirðunum og hann sagði mér að einn fjárhirðirinn hefði brotnað af en að það skipti engu máli af því að þeir væru hvort eð er þrír. Þetta skraut er í miklu uppáhaldi hjá mér og fær alltaf heiðurspláss á píanóinu hjá mér. Ekki síður eftirminnileg gjöf voru svokallaðir hjálparskautar sem ég fékk þegar ég var fjögurra ára gömul frá foreldrum mínum. Þeir voru bundnir við skóna og voru með tvö járn þannig að það var auðveldara að halda jafnvægi á þeim. Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari: Það fyrsta sem mér dettur í hug eru skíði sem ég fékk þegar ég var 10 ára gömul. Ég smellti þeim strax á mig og fór að renna mér á stofugólfinu. Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður: Ég hef komið mér upp þeirri venju að gefa sjálfum mér alltaf eina jólagjöf. Síðustu ár hef ég gefið mér bækur eftir Arnald Indriða- son til að tryggja að ég fái alla vega eina bók sem mig langar að lesa. Ég á ekki von á að ég muni breyta út af vananum þetta árið. mSm mammmm Sérblað um skóla og námskeið fylgir Blaðinu Fimmtudaginn 4. janúar 2007. Fullt af spennandi hugmyndum fyrir þá sem vilja endurmennta sig á nýju ári eða prófa nýja hluti. Meða efnis er: • Tungumálanámskeið • Endurmenntun • Tölvunámskeið • Skapandi skrif • Aftur í nám • Barna og unglinganámskeið • Myndlistarnámskeið • Fróðleikur og gaman Auglýsendur! pöntunartími er fyrir kl 16 Föstudaginn 5. Janúar Allar nánari upplýsingar veita: Magnús Gauti Hauksson S: 5103723 eða maggi@bladid.net ^ Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir S: 5103722 eða kolla@bladid.net ■■■■■■■ 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.