blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 11
blaðiA
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 33
Kertaljós á leiði ættingja og vina
Mikill fjöldi fólks á höfuðborg-
arsvæðinu leggur leið sína i kirkju-
garðana þrjá í Fossvogi, Gufunesi
og Suðurgötu á jólum. Kirkjugarð-
arnir veita sérstaka þjónustu á Þor-
láksmessu og aðfangadag jóla og
þá eru starfsmenn í görðunum við
leiðbeiningarstörf og útdeila rat-
kortum ef með þarf.
Björn Sveinsson, skrifstofustjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur, segir
veðurfarið hafa mikið um það að
segja hversu mikil aðsóknin er en
opnunartími er auglýstur á milli
9 og 3 á Þorláksmessu og aðfanga-
dag. „Stór hópur fólks kemur á að-
fangadag og vill kveikja á kertum
fyrir ástvini sína sem næst jólahá-
tíðinni,” segir Björn en tekur þó
fram að aðsóknin sé nokkuð jöfn
báða dagana.
Björn segir flesta kveikja á kerta-
ljósi við leiðin og jafnvel leggja
við þau jólaskreytingar. „Hjálpar-
stofnun kirkjunnar selur friðarljós
við innganginn sem fólk getur
gengið að þótt margir komi með
kerti og skreytingar sem þeir hafa
undirbúið og keypt áður.” Björn
bætir við að algengt sé orðið að
raflýsa leiði með ljóskrossum
yfir jól og áramót. „Tvö fyrirtæki
bjóða þessa þjónustu,” segir Björn.
„En þau eru ekki á okkar vegum.
Nánari upplýsingar um þessa
þjónustu eru veittar á skrifstofum
garðanna.”
„Fossvogskirkja verður opin báða
dagana,” segir Björn. „Þar er hægt
að sækja inn í frið og ró.”
Birni er umhugað um að fólk
gangi vel frá kertaljósum og skreyt-
ingum, hirði tómar dósir sem safn-
ast upp kringum leiðin og leggi
kertin ekki of nálægt leiðunum eða
skreytingum. „Þá vill það verða að
steinninn sótist og ef veðráttan er
slæm fer vax á steinana.”
f ; m v.
1 P
■ * «.
1 1
Stór hópur fólks heimsækir leiði ættingja og vina yfir jólin I h - - ■ / • - - • J-v Z&’.' ■
Hugað að heilsunni
um jólin
Jólin eru kannski ekki besti tím-
inn til þess að neita sér um þær
kræsingar sem eru á boðstólum allt
í kring. Hins vegar fara öll þessi sæ-
tindi, reykti maturinn og rjómasós-
urnar illa í marga og því er um að
gera að reyna að koma hollustunni
inn þar sem við á.
• Á jólahlaðborðunum er til dæmis
hægt að fá sér meira af léttari fæðu-
tegundum, ef þær eru í boði, eins
og grænmeti eða hvítu kjöti í stað
reykta kjötsins.
• Reynið að drekka meira af ferskum
ávaxtasöfum í stað þess að þamba
gosdrykki og kakó í hvert mál. Sóda-
vatn og ávaxtasafar eiga mjög vel
saman og er um að gera að skenkja
sér slíkum drykk í spariglösin og
njóta með ostunum og brauðunum.
Eins er um að gera að drekka mikið
vatn þar sem saltneyslan um jólin er
oft meiri en góðu hófi gegnir.
• Sælgæti virðist vera á hverju strái
um þetta leyti og alls staðar er
boðið upp á konfektmola með kaffi-
sopanum. Fáið ykkur einn mola í
stað þess að háma í ykkur og nartið
í ávexti inni á milli svo að sykurlöng-
unin sé ekki of sterk. Mandarínur
eru líka alveg jafn hátíðlegar og
sætu molarnir og þvi er um að gera
að gæða sér á einni af og til yfir
daginn.
• í morgunmat er gott að fá sér gróft
brauð en eins er hægt að útbúa til
dæmis pönnukökur með bláberjum.
Útbúið gott morgunkorn til þess að
setja út á súrmjólkina með því að
blanda saman þurrkuðum ávöxtum,
hnetum og lífrænu sírópi eða hun-
angi. Svo er hægt að fá sér örlítinn
kakósopa í eftirmat og eins og eina
smáköku.
• Allt er gott í hófi og því þarf eng-
inn að hafa áhyggjur af mataræðinu
um jólin svo lengi sem forðast er að
hrúga á diskinn sinn. Fáið ykkur
smærri skammta og borðið hægt.
■íT J| ia r «'
SIEMENS
KG 36SX00FF
Mjög vandaður kæli- og frystiskápur
með tveimur pressum. Hæð: 185 sm
Jólaverð: 84.800 kr. stgr.
SIEMENS
WM 12E460SN
-■
6 kg þvottavél með íslenskum
merkingum. 15 mín. hraðkerfi.
Orkuflokkur A plús.
Jólaverð: 68.900 kr. stgr.
SIEMENS
HL 423200S
Gæðaleg eldavél með
keramíkhelluborði.
Fjölvirkur stór ofn (58 lítrar).
Jólaverð: 79.800 kr. stgr.
Stór og lítil heimilistæki,
símtæki og Ijós
í miklu úrvali
Sjáið jólatilboðin á
www.sminor.is
SIEMENS
ET 715501
SIEMENS
HB 330550S
Hagkvæmur og huggulegur bakstursofn.
58 iítra, 8 hitunaraðgerðir.
Jólaverð: 79.000 kr. stgr.
Smekklegt keramíkhelluborð
með snertihnöppum.
Jólaverð: 54.000 kr. stgr.
Bosch
TWA 3000
Margviðurkennt
vöfflujárn. 1000 W.
Jólaverð:
5.900 kr. stgr.
k
>i
P)
§»'
V
Bosch
MUM 4405EU
Öflug hrærivél á mögnuðu verði.
Jólaverð: 9.800 kr. stgr.
'C
SIEMENS
TW 47101
Hraðsuðukanna sem
tekur 1,2 lítra. 2400 W.
Jólaverð: 3.900 kr. stgr.
SIEMENS
Gigaset AS140 DUO
Þráðlaust símtæki með auka-handtæki.
Jólaverð: 5.900 kr. stgr.
India
Glaðlegur borðlampi.
Fjórir litir. 40 W, E14.
Jólaverð: 3.900 kr. stgr.
SIEMENS
VS 01E1800
Létt og lipur ryksuga. 1800 W.
Jólaverð: 8.900 kr. stgr.
X
) \
SIEMENS
SE 45E251SK
Sérlega hljóðlát og sparneytin
fimm kerfa uppþvottavél. A/A/A.
Jólaverð: 59.800 kr. stgr.
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
ATARNA / STÍNA M. / FÍT