blaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 4
26 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
blaöiö
i^atnsrúm
Vatnsrúmin eru komin aftur flottari og betri, þetta er það besta á
markaðinum i dag þú átt það skilið að láta þér líða vel í rúminu.
Vaknar út hvíld/ur og tekur brosandi á við daginn .
15 ára ábyrgð það gerist ekki betra
Vatnsmm ehf.
@!T® [fd^DöSlJ® ® I
www.4you.is
Kársnesbraut 114 • sími 564 2030 - 690 2020
m m
Orvaðu barnið þitt j
til frekari þroska/:
litrík, brakandi, hringlandi,
tístandi leikföng með
margskonar áferð.
Námið hefst við fæðingu.
Barnið og Lamaze leikföng.
www.ymus.is
pi(|
te
veidikortid.is
vciumwi uu.io
29\ratnasvæði
fyrír aðeins 5000 krónur!
Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir!
Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is
Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsiuna
Jóhann Hansen: „Við firtnum markvisst
fyrir þvíað salan hefur aukist íkjölfar lista-
verkalánanna enda eru lánin vaxtalaus
fyrir viðskiptavininn sem er frábært þvf
íslensk list gerir hús að heimili
Blodld/Frlkkl
Vaxtalaus listaverkalán hjá Gallerí Fold
r
Islensk list
gerir hús að heimili
Listaverkalánin svokölluðu hafa
verið mjög vinsæl undanfarin ár og
Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali
hjá Gallerí Fold, segir að sala lista-
verka hafi aukist um 25 prósent í kjöl-
far lánanna. „Við finnum markvisst
fyrir því að salan hefur aukist í kjöl-
far listaverkalánanna og aukningin
er talsverð. Það eru þrjú ár síðan
byrjað var að bjóða upp á listaverka-
lán en þetta er samstarfsverkefni
Reykjavikurborgar, SPRON, gall-
ería og listamannsins sem skipta
vöxtunum á milli sín. Lánin eru því
vaxtalaus fyrir viðskiptavininn sem
er frábært því íslensk list gerir hús
að heimili."
Allt að 600 þúsund króna lán
Listaverkalánin bjóðast til þriggja
ára og hámarkslán sem einstak-
lingur getur fengið er 600 þúsund.
„Þetta eru 90 prósenta lán þannig
að kaupandi greiðir 10 prósent af
verkinu. Ef ætlunin er að kaupa
dýrara verk en 600 þúsund má vit-
anlega borga hærri hlut út í verkinu.
Lágmarkslán er 40 þúsund en fyrir
minni upphæðir bjóðum við líka
upp á vaxtalaus lán frá Visa. Það er
því hægt að fá lán fyrir öllum upp-
hæðum upp að 600 þúsund,“ segir Jó-
hann og bætir við að listaverkalánin
hafi verið tilraunaverkefni fyrstu
þrjú árin. „Það hefur sýnt sig að fólk
kaupir sér stærri verk en það hefði
ella gert. Eins má sjá að listamenn
sem seldu minna áður selja verk sín
í miklum mæli núna. Lánin hafa því
hækkað laun listamanna gríðarlega
og gera fleirum kleift að Iifa af list
sinni. Það má því segja að lánin séu
beinn styrkur til listamanna."
Sígilt að gefa listaverk
Aðspurður hvort það sé annríki í
gallerium fyrir jól rétt eins og versl-
unum segir Jóhann það vissulega
vera. „Það er sígilt að gefa listaverk
og ég hugsa að allir hafi einhvern
tímann fengið listaverk í jólagjöf.
Það er því mikið keypt af lista-
verkum á þessum tíma og margir
eru að kaupa minni gjafir, frá 5-20
þúsund. 1 síðustu viku fyrir jól
koma makar og kaupa dýrari gjafir.
Svo eru hjón jafnvel að koma saman
og kaupa fyrir heimilið og þá er oft
um stærri upphæðir að ræða.“ Jó-
hann segir að það séu fimmtán til
tuttugu listamenn sem seljast mest
og eru vinsælastir í dag. Það sé eng-
inn einn sem stendur upp úr. „Þetta
eru listamenn á borð við Karólínu
Lárusdóttur, Harald Bilson, Sossu,
Soffíu Sæmundsdóttur og Gunnellu.
Hins vegar má greina tískusveiflur í
listaverkasölu eins og öllu öðru. Sið-
ustu ár hefur mínimalisminn verið
vinsæll en við finnum að þetta er að
breytast aftur. Litir eru mikið að
verða vinsælir aftur en ekki bara
svart og hvítt. Verk sem eru litaglöð
seljast mjög vel um þessar mundir.“
Undirföt vin
í jólapakkann
Svo virðist vera sem margar konur
um heim allan fái falleg undirföt
í jólapakkann að þessu sinni. Um
þetta má lesa á erlendum vefsíðum.
Bandaríska undirfataverslana-
keðjan Victoria Secret heldur mikla
og fagurskreytta sýningu fyrir jólin
þar sem sýnd eru kynþokkafull und-
irföt fyrir ungar konur og er víst
að sú sýning hefur áhrif á margan
karlmanninn sem er ófeiminn við
að koma í verslanir Victoriu að sýn-
ingu lokinni til að versla handa unn-
ustu eða eiginkonu. Rauð undir-
föt hafa verið vinsæl til jólagjafa
undanfarin ár og svo er einnig
nú. Hins vegar hafa svört og mis-
lit undirföt einnig orðið vinsæl
fyrirþessijól. Hérá landi
hefur undirfata- K ,
verslunum fjölgað
og má víst telja að ís-
lenskar konur fái und-
irföt í sína pakka rétt eins
og stallsystur þeirra í öðrum
löndum.
Jólin hjá hinni leyndu Viktoríu Raud
undirföt eru vinsæi ijólapakkann.