blaðið - 11.01.2007, Síða 4

blaðið - 11.01.2007, Síða 4
22 I HEIMILI & HÖNNUN FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2007 blaðiö ...... —-— ...... .........— Vönduð Antíkhúsgögn frá Frakklandi og Danmörku Borðstofuhúsgö skápar,stök borq stólar, klukkur, lampar, silfurmu og postulín. Anti/csaían Húsgögn^* Listmunir Skúlatúni 6 • Sími 553 0755 • www.antiksalan.is GLUGGITIL FRAMTÍÐAR ENGIN MÁLNINGAVINNA HVORKI FÚI NÉ RYÐ FRÁBÆR HITA 0G HUÓÐEINANGRUN FALLEGT ÚTLIT MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR ÖRUGG VIND- 0G VATNSPÉTTING PGV eht. sérhæfir sig í smíði glugga. hurða, sólstota og svalalokanna úr PVC-u Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir 10 ára ábyrgð Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á sambærilegum verðum og gluggar sem stöðugt þarfnast viðhalds PGV ehf. i Bæjarhrauni 6 i 220 Hafnafjörður i Sími: 564 6080 i Fax: 564 60811 www.pgv.is Sitt sýnist hverjum: Stofustáss fyrir vandláta í veröld þar sem allt virðist snúast um hönnun finnst fólki stundum eins og einhverjir verði útundan. Þó svo að stólarnir hans Arne Jacobsen séu mjög fínir og alveg hvít íbúð sé vissu- lega stílhrein þá á sá stíll ekki við alla. Sumir kjósa að skreyta heim- ili sín með munum sem eru þeim hjartfólgnir, munir úr uppáhalds- kvikmynd þeirra eða einhverjir munir sem tengjast áhugamálum þeirra eða lífsspeki. Það eru ekki margar verslanir sem sinna svona sérþörfum hér á íslandi og því þurfa margir að kaupa sína „hönnun“ á Netinu. Því er sniðugt að kíkja á hinar ýmsu verslanir á veraldarvefnum og sjá hvað þar er að finna. Dyramotta fyrir tölvunörda Það er gott að geta strax við inn- ganginn sent skýr skilaboð um að á þessu heimili búi tölvu- maður. Þessi snyrtilega motta með h i n u m klassíska frasa „heima er best“ með smá breytingu þó. 127.0.0.1 mun vera int- ernetmál fyrir „heimá'. Tölvufróðir vinir munu hlæja en amma mun lík- lega klóra sér í hausnum. Verð: 2.830 kr. www.thinkgeek. com Stormsveitir keisarans Hinar klass- ísku Star Wars- myndir njóta sífelldra vinsælda víða um heims- byggðina og er þaðþvífyrirtaks- skraut að stilla upp einum storm- Mikið úrval af sniðugum hlutum á Netinu Vasi sem skiptirum lit hentar nánast alls staðar. sveitarmanni í stofunni til að sýna að hér búi maður með smekk fyrir klassískum bíómyndum. Notagildi þessa hlutar er tvíþætt því bæði er hægt að klæða gínu í búninginn til að stilla honum upp og svo er líka hægt að klæð- ast búningnum sjálfur eða sjálf og þá eru verð- launin á grímuballinu gulltryggð. Verð: 120.340 kr. www. ebay.com Goðsagnakennd búsáhöld Það er ekki á hverjum degi sem maður finnur einstæð búsáhöld á borð við hinn einstæða Spork, sem myndi útleggjast á íslensku sem Skaffall. Þetta einstaka búsáhald sem er blend- ingur að skeið og Klemetric klemman gaffli er gert úr títaníum-málmi sem er einn af sterkari málmunum. Með þetta áhald að vopni mun engin steik verða of seig og enginn matur óhultur. Verð: 640 kr. www.thinkgeek. com Valdamaður sem stofustáss Hvern hefur ekki dreymt um að hafa Arn- Schwarzeneg- ger í stofunni hjá sér? Þessi forláta brons- skopstytta af leikaranum, vöðvabúntinu og ríkisstjór- anum Arnold færi vel inni á heimilum þeirra sem hafa gaman af kvikmyndum, vaxtarrækt eða vindlum. Verð: 176.720 kr. www.sides- howtoy.com Guðfaðirinn í svefnherbergið Marlon Brando er kannski fall- inn frá en andi hans lifir áfram og þar á meðal í þessu sniðuga málverki sem selt er á ebay. Myndin er hönnuð af Ellie Ellis og hefur hún gert fleiri málverk í svipuðum dúr en þetta stendur þó upp úr. Verð: { kringum 5.100 kr. www. ebay.com Vert er þó að taka fram að verðið á vörunum er fyrir utan tolla og sendingarkostnað og því gætu vör- urnar átt eftir að hækka umtalsvert áður en þær komast alla leið til viðtakanda. Skilrúm gerð á einfaldan máta Hvort sem það er á vinnustaðnum, ráðstefnu eða á heimilinu þá er alls staðar nauðsynlegt að setja einhvers konar skilrúm eðabráðabirgðaveggi. Klemetric klemman er lykillinn að spennandi, óvenjulegri og á sama tíma hagnýtri hönnun sem er full- komin þegar hanna þarf létta veggi fyrir til dæmis kaupstefnur, sýning- arsali, skilrúm eða annað. Fyrirtækið IMP innflutningur er umboðsaðili fyrir Klemetric klemm- una á íslandi og Halldór Jónasson segir að varan sé í raun sáraeinföld en samt mjög nothæf. „Þetta eru klemmur sem eru fyrir mismun- andi þykktir af plötum, klemm- unum er smellt upp á plöturnar og hornið búið til og svo er bara hert. Þá er það komið. Þetta er mjög snið- ugt til að búa til létta veggi, hvort sem það eru sýningarveggir, skil- rúm inni á heimilum eða bara hvað sem er.“ Hornin geta verið allt að f KYNNING Klemmurnar frá Klemproducts Einfaldar í notkun og stórsniðugar. ' 290 gráður og það gefur auga leið að með þessari vöru eru möguleik- arnir margir. Ásamt því að vera með þessar sniðugu Klemetric klemmur hefur IMP einnig á boðstólum ljós frá sama framleiðanda sem bætir enn við notkunarmöguleika þessarar sniðugu vöru. Klemetric klemmurnar hafa verið vinsælar um allan heim og þær eru til dæmis mjög algengar á ráð- stefnum þar sem klemmurnar falla vel í kramið hjá hugmyndaríkum fyrirtækjum. Halldór segir að IMP sé um þessar mundir að fara að hefja leigu á þessum sniðugu klemmum. „Við munum bjóða upp á þann mögu- leika að leigja bæði klemmurnar og ljósin, svo hjálpum við einnig til við uppsetningar á þessu öllu saman.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.