blaðið - 11.01.2007, Síða 11
blaðið FIMMTUDAGUR 11. JANÖAR 2007
HEIMILI & HÖNNUNI 29
Leður ogskinn í Hvítlist:
Hvítlist hf. er 20 ára um þessar
mundir. Leðurverslunin í Krókhálsi
3 er vel þekkt hjá þeim sem fást við
saumaskap og sköpun úr leðri og
skinnum. Leðursala fyrirtækisins
á rætur að rekja til Leðurverslunar
Jóns Brynjólfssonar sem starfaði í
Reykjavík frá 1903 til 1990, en var þá
sameinuð Hvítlist hf.
Fjölbreytt úrval af skinnum og
húðum ásamt áhöldum og efni sem
er á boðstólum í Hvítlist vekur at-
hygli og sækja bæði innlendir og
erlendir hönnuðir hugmyndir og
lausnir þangað.
Gólfskinn eða nautgripahúðir
hafa verið eftirsóttar að undan-
förnu og hefur Hvítlist flutt þau inn
í miklu litskrúði og mismunandi
stærðum.
Notkun leðurs í einum eða öðrum
tilgangi hefur breyst í tímans rás.
Þá sækja söðlasmiðir og skósmiðir
töluvert efni til Hvítlistar, þótt
þessar iðngreinar hafi látið nokkuð
undan síga.
Leðurvinna og föndur í skólum
og stofnunum nýtur alltaf vinsælda
og eiga skátar, víkingar, mótorhjóla-
kappar o.fl. tíðum erindi í Hvítlist
eftir leðri og áhöldum.
Leður er eins og flestir vita afar
sterkt efni og endingargott. Þó þarf
að viðhalda leðri með ákveðnum að-
ferðum og selur Hvítlist fjölbreytt
vöruval af slíkum viðhaldsefnum,
það er lit, olíu, feiti og hreinsiefnum.
Að undanförnu hafa vinsældir leður-
litunar aukist, þegar fólk getur sjálft
frískað upp á leðurmuni eins og hús- Afgreiðslutími verslunarinnar
gögnogjafnvelskiptumlitáheilum er frá 8.30 til 16.30 mánudaga til
sófasettum með litlum tilkostnaði. föstudaga.
Rautt er vinsælt í eldhúsinu
um þessar mundir Á myndinni
eru Erlingur Friðriksson (t.h.),
eigandi Eldaskálans, og Egiti
Sveinbjörnsson sölumaður.
Eldaskálinn fluttur
í Ármúla
Rómantískar
og hlýlegar
innréttingar
Eldaskálinn hefur selt inn-
réttingar í eldhús, baðherbergi
og svefnherbergi frá danska
fyrirtækinu Invita í 25 ár. I Elda-
skálanum er lögð áhersla á per-
sónulegt eldhús og gæði, enda
eru Invita innréttingarnar með
20 ára ábyrgð, að sögn Erlings
Friðrikssonar, eiganda Eldaskál-
ans sem nú er í Ármúla 15 en var
áður í Brautarholti 3.
I nýju og stærra húsnæði er
hægt að leggja meiri áherslu á að
sýna baðherbergisinnréttingar
og rennihurðir fyrir svefnher-
bergisskápa en gert hefur verið
og svo auðvitað eldhúsin sem
hafa verið stolt Eldaskálans frá
upphafi.
Erlingur segir að Eldaskálinn
hafi verið fyrst fyrirtækja til að
bjóða viðskiptavinum að tölvu-
teikna eldhúsin í þrívídd svo auð-
veldara væri að sjá eldhúsin fyrir
sér óuppsett. Teikningarnar eru
í samræmi við óskir, þarfir og
kröfur viðskiptavinarins og lagt
upp úr því sem Erlingur kallar
vinnusparandi eldhús.
Rómantískar og hlýlegar inn-
réttingar hafa notið vinsælda að
undanförnu því ekki eru allir
innstilltir á naumhyggjuna. „Hlý-
leiki og rómantík er sígilt og er
gert hátt undir höfði í nýjum sýn-
ingarsal en að sjálfsögðu sýnum
við líka á glæsilegan hátt hvernig
naumhyggjan getur notið sín.“
Gott dæmi eru svartar, hvltar
og rauðar háglansinnréttingar
þar sem borðplötur eru ýmist
úr gleri, stáli, Corian, steini eða
gegnheilum viði.“
Auk innréttinga eru seld ítölsk
og þýsk ljós í Eldaskálanum sem
er í samvinnu við ýmsa aðila
varðandi sölu á vönduðum heim-
ilistækjum, gólfefnum, hrein-
lætistækjum, húsgögnum og
öðru sem þarf við uppbyggingu
heimilisins.
ALLEGRA SPORTIVE
ALLEGRA STEEl
AllEGRA STEEL
m. brúsu
ALLEGRA ELEGANCE
ÍSLEIFUR JÓNSSON
Dragháls 14-16 -110 Reykjavík
Sími: 412 1200 * www.isleifur.is