blaðið - 22.02.2007, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2007
blaðið
VEÐRIÐ I DAG
Ofankoma
Víða snjókoma eða él en þurrt að
mestu. Vægt frost en 0 til 3 stiga hiti
suðvestantil á landinu.
ÁMORGUN
Léttskýjað
Norðaustanátt og él norðan-
og austanlands, en léttskýjað
á Suður- og Suðvesturlandi.
Frost 0 til 5 stig.
VÍÐA UM HEIM |
Algarve 15
Amsterdam 6
Barcelona 13
Berlín 8
Chicago -1
Dublin 9
Frankfurt 7
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
8 New York
6 Orlando
■14 Osló
-r Palma
8 París
9 Stokkhólmur
-5 Þórshöfn
5
18
■6
15
10
-6
4
Á FÖRNUM VEGI
Ráðstefna klámframleiðenda:
Fékkstu
hjartsláttartruflanir
eftir saltkjötsátið?
Sigurður Snorri Gunnarsson,
nemi
„Nei, ég át ekkert saltkjöt."
Þröstur Harðarson, kokkur
„Nei, ekki nema bara af spenningi
fyrir því að borða saltkjöt.“
Valdimar Friðgeirsson, sjó-
maður
„Nei, ég slapp alveg við það.“
Guðrún Dóra Hermannsdóttir,
eliilífeyrisþegi
„Nei, ég passaði mig.“
Þórir Þórisson, ellílífeyrisþegi
„Nei, ég er alveg hjartalaus."
Gestirnir funda
ekki á Hótel Sögu
■ Eiga pöntuð herbergi ■ Hópurinn sendi hótelinu yfirlýsingu
■ Eiga erfitt með að loka á fólkið
fólk þegar það kemur hingað inn í
landið þá eigum við afskaplega erf-
itt með að setja okkur í það sæti að
loka hér á það. Eftir því sem mér
skilst er enginn þarna á sakaskrá
eða hefur verið fundinn sekur um
neitt.“
Erfitt að banna fólkinu að
koma hingað og tala saman
Björg Thorarensen, prófessor við
lagadeild Háskóla íslands, segir að
það sé erfitt að banna fólkinu að
koma hingað og tala saman. „Ef
hins vegar koma upp grunsemdir
um að ólöglegt athæfi eigi sér stað
þá getur lögreglan fylgst með.“
I 2io. grein almennra hegningar-
laga stendur að refsivert sé að „búa
til eða flytja inn í útbreiðsluskyni,
selja, útbýta eða dreifa á annan hátt
út klámritum, klámmyndum eða
öðrum slíkum hlutum...“
Björg segir mikið flutt inn af
klámefni og það er selt í búðum
og á bensínstöðvum þrátt fyrir að
það sé refsivert. „Það er náttúrlega
misjafnt hversu fast þessu er fylgt
eftir,“ segir hún.
Eftir Heiöu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
„Þessi hópur er ekki að halda ráð-
stefnu hérna á hótelinu og við
erum ekki búin að leigja þeim
neina sali. Þetta er hópur sem er
að koma hingað í gistingu,“ segir
Hrönn Greipsdóttir, framkvæmda-
stjóri Radisson SAS Hótel Sögu. Á
borgarstjórnarfundi í fyrradag var
samþykkt einróma ályktun þar
sem meðal annars er harmað að
Reykjavíkurborg verði vettvangur
ráðstefnu klámframleiðenda.
Hópur klámframleiðenda heldur
viðskiptaráðstefnu á Islandi dagana
sjöunda til ellefta mars næstkom-
andi og er búinn að bóka gistingu
á Radisson SAS Hótel Sögu. „Þau
eru bara með herbergi hérna og
náttúrlega þá aðstöðu sem fylgir því
að búa á hóteli eins og til að borða
morgunverð og nota hótelbarinn og
annað slíkt,“ segir Hrönn.
Hafa ekkert haldbært í
höndunum til að neita
„Við höfum engar forsendur fyrir
því að meina þeim að-
göngu að hótelinu", segir Hrönn.
„Svo framarlega sem þeir fara hér
að lögum og reglum og trufla eða
særa ekki aðra gesti hótelsins þá
höfum við í rauninni ekkert hald-
bært í höndunum til þess að neita
að taka við þeim. Við höfum ekki
lagt það í vana okkar að yfirheyra
gesti okkar um það hvaða atvinnu
þeir hafa eða hvað þeir gera sér til
dægrastyttingar.“
Samkvæmt Hrönn fór hótelið
fram á yfirlýsingu frá hópnum um
að hann stundaði ekkert ólöglegt at-
hæfi á meðan hann dveldi þar. Hóp-
urinn hefur sent þeim yfirlýsinguna
ásamt afriti af fréttatilkynningu.
„Þar kemur fram að þau eru hérna
fyrst og fremst í þeim tilgangi, eins
og hver annar túristahópur, að
skoða landið og njóta þess sem
landið hefur upp á að bjóða,“ segir
Hrönn.
Hrönn segir að þau treysti á lög-
reglu og yfirvöld í þessu sambandi.
„Við teljum að ef yfirvöld sjá sér ekki
fært að stöðva þetta
r1
Utandagskrárumræða:
Kaupmáttur
hafi vaxið
Stjómarliðar fullyrtu á AT
þingi í gær að kaupmáttur alls
almennings hefði vaxið frá því
ríkisstjórnin tók við völdum.
Árni M. Mathiesen íjármálaráð-
herra sagði nýlegar tölur sýna að
kaupmáttur ráðstöfunartekna
hefði aukist um 52 prósent á
tímabilinu frá 1994 til 2005. Við
værum alls staðar í fremstu
röð hvað jöfnuð varðaði.
Stjórnarandstæðingar tóku
undir en bentu á að hér væri fá-
tækraskattur og því rétt að spyrja
hvort nú væri auðveldara að vera
tekjulítill án húsnæðis og tekju-
lítill og veikur en fyrir 15 árum.
Líbanon:
Skutu á vélar
ísraelshers
Líbanski herinn skaut með
loítvarnarbyssum að flugvélum
Israelshers í gær. Engin vélanna
varð fyrir skoti, en þær voru
í effirlitsflugi yfir suðurhluta
Líbanons. Þetta ku vera í fyrsta
sinn sem Líbanar skjóta í átt
að eftirlitsflugvélum ísraela, en
líbönsk stjórnvöld og Sameinuðu
þjóðirnar telja flugið brjóta í
bága við ályktanir öryggisráðsins
um vopnahlé milli landanna.
1 lok stríðs Israels við Hizbollah-
liða í ágúst síðastliðnum var
samið um að Líbanar og UNIFIL,
friðargæslulið Sameinuðu þjóð-
anna í Líbanon, skyldu sjá um
eftirlit í suðurhluta landsins.
NÝDÖGUN
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
Orkubú Vestfjarða undir Landsvirkjun:
Bæjarráðið áhyggjufullt
Bæjarráð Isafjarðar hefur lýst yfir
áhyggjum vegna ákvörðunar um að
færa Orkubú Vestfjarða hf. undir
Landsvirkjun. Samkvæmt frum-
varpi um stofnun hlutafélags um
Orkubú Vestfjarða skal eignarhlutur
ríkisins í Orkubúinu lagður til Lands-
virkjunar sem viðbótareigandafram-
lag ríkissjóðs í Landsvirkjun. Með
því verður Orkubúið dótturfélag
Landsvirkjunar. Starfsemi Orkubús-
ins skal falin sjálfstæðu sölufélagi og
Horfum á þetta
sem byggðamál
Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri Isafjarðar
DRKUBÚ VESTFJAHÐA
Vilja öflugt orkufyrirtæki á
Isafirði Orkubú Vestfjarða
er Orkubúinu heimilt að eiga og reka
slíkt sölufélag í samvinnu við Raf-
magnsveitur ríkisins hf. sem einnig
verða dótturfélag Landsvirkjunar
samkvæmt frumvarpinu.
„Orkubúið hefur verið með alla
sína starfsemi hér. Við erum hrædd
um að á því verði breyting ef Orku-
búið verður nokkurs konar deild í
stærra orkufyrirtæki,“ segir Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði.
,,Við horfum á þetta sem byggðamál.
Við viljum að hér verði öflugt orku-
fyrirtæki með allri þeirri starfsemi
sem því fylgir. Það virðist heldur
ekki verða mikil samkeppni ef öllu
verður þjappað saman. Við höfum
lagt til að Orkubúið verði sameinað
Rarik á Vesturlandi og Norðurlandi
vestra," segir bæjarstjórinn.