blaðið


blaðið - 22.02.2007, Qupperneq 4

blaðið - 22.02.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2007 blaöiö HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ REYKJAVÍK INNLENT Enn veldur tölvunotkun stympingum Fyrr í vikunni var lögreglan kölluð til aðstoðar I húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir að foreldrar unglingspilts tóku beini (e. router) úr sambandi til að takmarka tölvunotkun hans sem þeir voru orðnir fullsaddir á. Brást hann illa við og kom til stympinga. Síbrotamaður til vandræða Lögreglan í Reykjavik hefur ítrekað þurft að hýsa karlmann sem tekinn hefur verið vegna ýmiss konar brota, svo sem innbrota og hnupls. Maðurinn er góðkunningi lögreglunnar og er að hennar sögn illa haldinn af vímuefnaneyslu. Líklegt er að maður- inn verði sendur í síbrotagæslu. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Utskrifaður af sjúkrahúsi Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var á þriðjudaginn útskrifaður af Landsþítala- háskólasjúkrahúsi. Þar hafði hann legið frá 5. febrúar síðastliðnum vegna loftbrjósts, sjúk- dóms sem olli því að hægra lungað féll saman. Kólumbía: Trúðar drepnir á sviði Tveir trúðar voru skotnir til bana á sviði á þriðjudaginn meðan á sýningu stóð í hring- leikahúsi í borginni Cucata í austurhluta Kólumbíu. Árásar- maðurinn stökk upp á svið og skaut mennina áður en honum tókst að flýja af vettvangi. Að sögn sjónarvotta héldu margir áhorfendanna, sem flestir voru börn, að árásin væri þáttur af sýningunni. Árásin er ekki sú fyrsta sinnar tegundar í borginni, því þekktur trúður sem gekk undir nafninu Pepe var myrtur í Cucata á síð- asta ári. Morðingi Pepe gengur enn laus, en ekki er vitað hvort árásimar tengjast á einhvern hátt. Japan: Oánægja með ályktun Japönsk stjórnvöld hafa lýst yfir óánægju með ályktun Bandaríkjaþings um að for- sætisráðherra Japans biðjist af- sökunar á að fjölmargar konur hafi verið neyddar til að stunda vændi á stríðstímum. Sagnfræð- ingar telja að um 200 þúsund ungar konur hafi verið neyddar út í vændi á tímum síðari heimsstyjaldarinnar. Stjórnvöld viðurkenna að Jap- ansher hafi neytt fjölda kvenna til að stunda vændi, en hafna því að greiða þeim skaðabætur. Taro Aso, utanríkisráðherra Japans, segir ályktun fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings ekki byggja á staðreyndum. ísrael: Jihadliði drepinn Sérsveitarmenn fsraelshers drápu Mahmoud Abu al-Ja- him, háttsettan palestínskan liðsmann Jihad-samtakanna, í Jenín á Vesturbakkanum í gær- morgun. Sérsveitarmennirnir voru klæddir borgaralegum klæðum þegar þeir létu til skarar skríða, þar sem al-Jahim sat í bíl sínum. Jihad-samtökin hafa þegar heitið hefndum. Talsmenn ísraelshers segja árásina tengjast fyrirhugaðri hryðjuverkaárás Jihad-samtak- anna í Tel Aviv, en al-Jahim hefur verið einn mest eftirlýsti maður hjá ísraelsher um tveggja ára skeið. 43% afsláttur fyrir 20 þús km. á 2005 Land Rover Discovery HSE Bílarnir sem voru í eigu Land Rover í Evrópu eru uppfærðir og yfirfarnir af verksmiðjunni. Allur fóanlegur búnaður er í bílunum. Sýningarbíll á staðnum. Nývir&i um 10.400 þús. Okkar verð: 5.750 þús. U Óbíl\\J www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 V. / Hver er að hlusta? Michael St. Neitzel segir að sáraeinfait sé að hlera símtöl i gegnum bluetooth og í raun sé farsími eða fartölva það eina sem þurfi. BloóMyþór Meiriháttar öryggisgalli viðloðandi í fjarskiptatækni: Barnaleikur að hlera í gegnum bluetooth ■ Samtöl hleruð í 500 metra fjarlægð ■ Notendur kvarta segir bílasali Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@þladid.net Hægt er að stunda hleranir með farsíma eða fartölvu að vopni segir Michael St. Neitzel, þýskur tölvuör- yggissérfræðingur sem starfar hjá Friðriki Skúlasyni ehf. Hann segir að um gríðarlegt öryggisatriði sé að ræða og í raun ótrúlegt að ekki hafi verið minnst á þetta fyrr því þessi tækni hafi verið til um nokk- urt skeið. Hver sá sem hefur meðal- góða þekkingu á tölvum getur fram- kvæmt slíkar hleranir því hægt er að notast við útbúnað sem fæst úti í næstu verslun. Neitzel sagðist hafa komist að þessu fyrir hreina tilviljun. Hann hafi keypt sér nýjan bíl og tekið eftir hversu auðvelt var að komast inn á bluetooth-kerfið á staðsetn- ingartæki bílsins. Hann hafi reynt hið sama við þrjá aðra bíla og hafi það tekist í öllum tilfellum. Segist hann meira að segja hafa komist inn á staðsetningartæki leigubíl- stjóra. Blaðamaður varð vitni að því hvernig tæknin virkar er Neitzel leyfði honum að „hlera“ simtal hans við eiginkonu sína og er skemmst frá því að segja að tæknin er sáraein- föld. Sýndi hann einnig fram á að hægt sé að senda hljóð í staðsetning- artækin og þvi auðvelt að ímynda sér HVAÐ ER BLUETOOTH? I stuttu máli nær orðið bluetooth yfir bylgjurnar sem gera raftækjum á borð við farsíma og tölvur kleift að skiptast á gögnum á þráðlausan máta. Tenging milli bluetooth-tækja er venjulega um 10-20 metrar en til eru tæki sem auka þessa fjarlægð um allt upp 1500 metra. Þessi tækni hefur breiðst út undanfarið og af samtölum við bílasala má ætla að þó nokkur hlutl íslenska bílaflotans notist við slíkan búnað, hvort sem um er að ræða staðsetningartæki eða farsíma. Einnig segja þeir að þessi tækni komi í auknum mæli til með að verða staðalbúnaður I nýj- um bílum enda sé það krafa markaðarins. Til að mynda notast lögreglan við sambæri- legan búnað auk þess sem leigubílstjórar og aðrar stéttir atvinnubilstjóra hafa fært sér hann í nyt. hver útkoman yrði fengi ökumaður send slík skilaboð undir stýri. Staðlaðir kóðar eru vandamálið Neitzel segir að þeir sem notist við bluetooth í bílum sínum í tengl- sum við staðsetningar- og farsíma- búnað séu í sérstakri hættu á að verða hleraðir. „Ef maður kann til verka er hægt að hlusta á allar sam- ræður sem eiga sér stað í bílnum og jafnvel skerast í þær án þess að ökumaðurinn hafi nokkuð um það að segja og í raun ótrúlegt kæruleysi að selja bluetooth-búnað sem hægt er að tengjast einhliða. Það er meira að segja hægt að hlera símtöl sem fara í gegnum bluetooth. Þetta er sáraeinfalt og einungis um nokkrar aðgerðir á farsímanum eða fartölv- unni að ræða. ökumenn verða aldrei varir við neitt því þetta tekur bæði skamman tíma auk þess sem fólk hlustar venjulega á útvarpið við akstur og heyrir þar af leiðandi ekki þegar verið er að tengja við staðsetn- ingartækið,“ segir hann og bætir við að með einföldum aukaútbúnaði sé hægt að nota farsímann til að hlera símtöl í allt að 500 metra fjarlægð. Neitzel segir að vandamálið megi einkum rekja til framleiðenda tækj- anna og bílanna sem í langflestum til- fellum noti sama staðlaða auðkennisk- hættulegt því um leið og maður þekkir búnaðinn eða bílinn er hægt að þekkja auðkenniskóðann. Nýir bílar ræsa bluetooth-kerfið um leið og bíllinn er ræstur og um leið og sím- inn hringir fer símtalið inn í kerfið á bílnum á sama hátt og með staðsetn- ingartækið. Þess vegna þarf ekki einu sinni staðsetningartæki heldur nægir jafnvel bíll af nýrri gerðinni," segir Neitzel og bætir við að eina leiðin til að koma í veg fyrir hleranir sé að af- tengja bluetooth-tengingu eða einfald- lega nota ekki tæki sem hafa þennan möguleika. „Þegar lífið er orðið of þægilegt og tæknin farin að hjálpa okkur svona mikið þá hætta íslend- ingar að hugsa út í svona hluti.“ Notkun bluetooth fer vaxandi Blaðið hafði samband við nokkra bílasala sem flestir voru á því að vinsældir bluetooth færu sífellt vax- andi hér á landi. Markaðurinn kalli á aukin þægindi og senn líði að því að bluetooth verði orðið staðalbún- aður í nýjum bilum, að minnsta kosti bílum af dýrari gerðinni. Einn sölumaður sagðist hafa orðið var við að óþekktir aðilar hafi náð að komast inn á kerfið en hægt sé að fá útgáfur af bluetooth með misháum öryggisstaðli. Neitzel segir vandamálið einnig bundið við fartölvur og farsíma þótt erfiðara sé að fá aðgang í síð- arnefndu tækin án notkunar bluetooth. Margir sem nota fartölvur slökkva sjaldnast á ieim heldur aftengjast sem jýðir að ekki slökknar á blu- etooth í tölvunni. Þannig er til dæmis hægt að keyra um fjölfarið bílastæði, líkt og fyrir utan Kringluna, og staðsetja fartölvur í bílum með farsímanum einum. Er meira að segja hægt að finna nákvæmlega út hvaða tegund af tölvu um er að ræða. Þetta segir Neitzel vera alvarlegan öryggisgalla því þetta getur hjálpað innbrotsþjófum að brjótast inn í bíla. óðann í vörum sínum. Mjög auðvelt sé að nálgast þau númer því þau séu iðulega gefin upp á heimasíðum framleiðend- anna. „Það gerir þetta mjög auðvelt og jafnframt

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.