blaðið


blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 3

blaðið - 28.02.2007, Qupperneq 3
blaðið MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 19 Siðmennt býður einnig upp á borgaralega nafngjöf og útför. Borgaralegferming: Siðferðisleg Með því að fermast eru ungmenni að staðfesta skírnarsáttmála sinn og vinna um leið trúarheit. Sumir ung- lingar eru ekki reiðubúnir til þess að vinna trúarheit og vilja því ekki fara í gegnum hina kirkjulegu fermingu. Því geta valdið margar ástæður, sumir hafa aðra trú eða trúa á guð á annan máta. Það breytir ekki því að fermingin er félagsleg athöfn og því vilja ungmennin fermast líkt og jafnaldrarnir. Samtökin Siðmennt hafa frá árinu 1989 staðið fyrir borgaralegum ferm- ingum. Jóhann Björnsson hefur frá Ómar Ragnars- son, fréttamaður „Ég fermdist árið 1954 og þetta hefur ekki breyst mikið síðan nema bara að gjafir eru orðnar miklu stærri núna. Það er nú þannig að þegar árin líða þá gleymir maðúr kannski fermingar- gjöfum sem maður ætti að muna eftir en mér er það alltaf minnisstætt að frændi minn, Ingólfur Guðbrandsson, gaf mér orðabók. Ég held að það hafi verið ensk-islensk orðabók og þetta var mjög óvenjuleg gjöf á þeim tíma. Þess vegna situr hún í minninu því hann var með þessu að senda mér skilaboð um gagnsemi þekkingarinnar. Að þetta væri það sem koma skyldi og að þetta væri það sem hann vildi að ég stefndi á. Ég reyndi það eins og ég gat þó að ég færi ekki á nákvæm- lega þá braut sem hann hélt því ég fór á listabrautina. Þetta ár, 1954, frá fermingu og fram á haust skín alveg í minningunni því þetta var alveg ein- stakt ár. Ég var í sveit og þurfti þar að ganga til allra verka og á tímabili var bóndinn í burtu. Þetta sumar var mikið erfiðissumar en þá er þetta kannski bara sumarið í minningunni. Það má segja að þetta hafi verið sumarið sem ég varð að manni." % etfnunqctfmijnclin Hrefna Hallgríms- dóttir, leikkona „Móður minni þykir alveg óskaplega vænt um fermingarmyndina af mér og myndi helst vilja fá að hafa hana í ramma inni í stofu. Hún fær þó bara að hafa hana í ramma inni í svefnher- bergi. Núna þegar svona hæfilega langt er liðið frá, þá finnst mér hún dálítið krúttleg en í mörg ár gat ég bara ekki horft á hana. Mér fannst ég bara eitthvað svo Ijót á myndinni. Þetta var eitthvað svo hallærislegt, ekki ferm- ingin sem slík, heldur bara ég sjálf á fermingardaginn. Greiðslan á þessum tíma var náttúrulega alveg ótrúlega ömurleg, ég vona svo sannarlega að þessi tíska komi aldrei aftur." i J vitund 1997 séð um fermingarfræðslu fyrir ungmenni sem fermast borgara- legri fermingu. „Borgaraleg ferm- ing er valkostur fyrir þá sem af ein- hverjum ástæðum kjósa að fermast ekki kirkjulega en vilja samt ferm- ast, þetta er jú félagsleg athöfn." Jóhann segir að borgaralegar fermingar hafi notið mikilla vin- sælda á Norðurlöndunum og þá sér- staklega í Noregi. „Fyrirmyndin er fengin erlendis frá en þetta er mjög vinsælt í Noregi þar sem þetta er búið að vera í áratugi. Þegar þetta byrjaði þá skoðuðum við hvernig þetta hefði gengið þar fyrir sig og síðan höfum við þróað þetta svo- lítið með okkar hætti.“ Hann segir að gaman sé að sjá hversu vel íslensk ungmenni hafa tekið borgaralegu fermingunni. Fyrsta árið voru 16 sem tóku þátt en í fyrra voru 130 og í ár verða í kringum 114 ungmenni sem fermast.“ Fermingin er í raun útskrift þeirra sem ganga í gegnum nám- skeið Siðmenntar. Námskeiðið sjálft hefur notið viðurkenningar. „1 ár vorum við tilnefnd til Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins fyrir nám- skeið í flokknum framlag til æsku- lýðsmála." Jóhann segir að tilgangur námskeiðsins sé m.a. að kveikja gagnrýna hugsun hjá ungmenn- unum. „Við erum að leggja rækt við umhugsunarvirkni nemenda, að þau velti fyrir sér hlutunum. Það er kannski ekki mikið um beina kennslu að ræða, sambærilega því sem er í skólum, við erum meira að vekja þau til vitundar og ábyrgðar á eiginlífiogsamborgarasinna. Nám- skeiðið hefur siðferðislegt inntak, það er rætt um hluti svo sem sam- skipti, fordóma og umhverfi með svolítið siðferðislegum gleraugum." Fermingargjöf frá o Við gefum 5.000 kr upp í fermingarrúm. □ Opið alla virka daga frá kl. 8-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. RB-rúm Dalshrauni 8 220 Hafnarfirði Sími 555 0397 rbrum@rbrum.is www.rbrum.is RÚM Stofnað 1943 Eftir þínu höfði: RB-rúmin og gaflar eru sérsmíðuð eftir þínum óskum. Þú ræður lengd, breidd, hæð, fótum og lit á gafli og botni. RB-rúm er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðsamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun springdýna. ú nnn e Úrval fylgihluta: Rúmteppi, púðar, pífur, sængurverasett, dýnuhlífar, náttborð og fleira.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.