blaðið - 28.02.2007, Síða 4

blaðið - 28.02.2007, Síða 4
FERMINGAR MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÖAR 2007 en þau eru orðin 14 ára. blaðið Búin að fá fyrstu gjöfina Helga Björk Vigfúsdóttir mun fermast sumardaginn fyrsta, 19. apríl, í Fríkirkjunni. Hún, líkt og jafnaldrar hennar, hefur verið í fermingarfræðslu í vetur og segir að hún hafi lært margt af því. Henni finnst sem tilgangur fræðslunnar sé fyrst og fremst að hjálpa unglingunum að skilja hvernig þau sjái trúna fyrir sér og er ekki í neinum vafa um hvernig hún sér hana fyrir sér. „Ég sé trúna fyrir mér sem eitt- hvað sem getur hjálpað fólki að koma skipulagi á líf sitt.“ Hún neitar því ekki að það sé kominn spenningur í vinkvenna- hópinn varðandi fermingardag- inn en segir að talið snúist ekki um pakka eða gjafir heldur um aðeins gagnlegri hluti. „Við tölum aðallega um hvernig fermingargreiðslu við ætlum að hafa, hvernig við ætlum að mála okkur og svoleiðis." Hún segist ekkert vera farin að hugsa út i fermingargjafirnar en bætir því þó við að fyrsta fermingargjöfin sé þegar komin í hús. „Ég er reyndar búin að fá eina fermingargjöf en ég fékk hest frá mömmu. Mig er búið að langa lengi í hest og þetta var draumafermingargjöfin." Auglýsingasíminn er 510 3744 i n rr.iw Fermingartískan 2007: Fjölbreytt tíska og einstaklingssmekkur ráðandi Eva Dögg Sigurgeirsdottir Segir að krakkarnir séu ófeimnir við að fyigja sfnum eigin smekk. MyndÆggeit '3sm Eitt af því sem fylgir fermingunni er fermingartískan. Margir sem líta yfir farinn veg og staðnæmast við fermingarmyndina sína hugsa ef til vill eitthvað á borð við: „Hvað var ég að hugsa?“ Fermingartískan er margbreytileg og margslungin. Blaðið leitaði til Evu Daggar Sig- urgeirsdóttur til að forvitnast um hvað það er eiginlega sem ræður fermingartískunni. Eva Dögg hefur um árabil fylgst vel með tískustraumum landsins og er fermingartískan þar engin undan- tekning. Hún segir að hún sjái skýra þróun á fermingartískunni ef litið er til síðastliðinna ára. „Mér finnst eins og þetta sé aðeins að breytast núna. Það virðist vera sem bæði for- eldrarnir og krakkarnir séu farnir að hugsa aðeins meira um að geta nýtt fötin lengur. Hérna áður fyrr þegar maður var að fermast þá var þetta bara meira eins og búningur, það voru blúndukjólar sem allir voru meira og minna í. Þetta var svolítið einsleitur hópur en í dag geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Mér finnst alveg frábært að unglingar vita alveg hvað þeir syngja og vita alveg hvað þeir vilja. Það er gaman að sjá hvað tískan er rosalega breið og mismunandi og hvað það virðist vera allt í gangi í þessu.“ Eva segir að strákarnir séu allir að koma til hvað varðar fermingar- fötin. „Það er gaman að sjá hvað strákarnir eru farnir að þora að fara í liti, fara í teinótt og vilja jafn- vel vera í hvítum jökkum.“ Hún segir að hvað stelpurnar varðar þá séu þær farnar að fylgja sínum eigin smekk meira og séu ekki eins mikið í því að herma eftir hinum. „Það er svo gaman að sjá hjá stelp- unum að þær í rauninni fara i allt, hvort sem það eru kjólar úr Rokk og Rósum eða kjólar frá Karen Millen. Þetta fer bara mikið eftir týpum og mér finnst það gott hvað þær eru komnar með sjálfstæðan smekk snemma. Þessi aldur hefur alltaf verið í því að fylgja næsta manni en mér finnst það ekki eins áberandi í dag. Þau þora að fara ót- roðnar slóðir og ég ber mikla virð- ingu fyrir þeim.“ Það er óhætt að segja að fermingar séu heljarinnar bransi hér heima og má segja að engin þjóð komist með tærnar þar sem við erum með hæl- ana. Það sem fylgir þeirri aðstöðu er að fermingartískan verður að miklu leyti til hér innanlands án ut- anaðkomandi áhrifa. Eva segir að það sé augljóst hver leggi línurnar í fermingartískunni. „Ég myndi segja að sú sem leggur línurnar í fermingartískunni sé ótvírætt Svava í 17. Hún er manneskjan sem hefur átt þetta, bæði með versl- unum sínum Retro og 17. Svo eru núna aðrar verslanir farnar að taka þátt í þessu. Það sem er áberandi frá henni er svona mix-and-match- tíska. Það er ekki einhver ein dragt sem þú verður að vera í, þú getur blandað saman og kannski keypt þér pils við hana, seinna meir, og notað bolinn lengur.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.