blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 23

blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 2007 31 Umhverfisvænar og hagkvæmar Með því að nota sparnaðarperur eða flúrljósaperur má nýta raforku margfalt betur en með hefðbundn- um glóðarperum. Þar að auki end- ast slíkar perur um átta sinnum lengur en glóðarperur og ættu því peruskipti að verða fátíðari á heim- ilinu fyrir vikið. Almennt nota sparnaðarperur um fimmtung þeirrar raforku sem glóð- arpera notar. Þannig gefur 20 vatta sparnaðarpera álíka mikið ljós og 100 vatta pera af gömlu gerðinni. Síðast en ekki síst getur notkun sparnaðarpera skipt máli fyrir umhverfið. Á síðasta ári taldi Al- þjóðaorkumálastofnunin að nærri fimmtungur (19 prósent) allrar raforkuframleiðslu heimsins færi til lýsingar. Sú raforkuframleiðsla hefur mikla losun gróðurhúsaloft- tegunda í för með sér og mætti því draga úr henni með því að minnka raforkunotkun. Sumir ljósaperuframleiðendur, þar á meðal Philips, hafa tilkynnt að þeir hyggist draga úr framleiðslu hefðbundinna glóðarljósapera og jafnvel hætta framleiðslu þeirra með öllu. I staðinn verður meiri áhersla lögð á framleiðslu flúrpera og ljósdíóða. Þá lýstu stjórnvöld í Ástralíu því yfir á dögunum að þau hygðust setja lög sem bönnuðu notkun hefðbund- inna ljósapera frá og með árinu 2010. Þar með verður Ástralía fyrsta landið sem bannar notkun þeirra og sagði Malcolm Turnbull um- hverfisráðherra landsins að hann vonaði að öll heimsbyggðin færi að fordæmi Ástrala í þessum efn- um. föstudaga Auglýsingasíminn er 510 3744 I * BMW 318i kr. 3.790.000. Útborgun 30% eða kr. 1.137.000. Lán í 84 mánuði. Bíll á mynd: BMW 318i með 17” álfelgum og krómlistum. B&L - Grjóthálsi 1-110 Reykjavik - Sími 575 1200 - www.bl.is Með bilmn handa þér Sheoi Driving Pleasure

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.