blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 blaðið MlNNINGARSJÓÐUR Margrétar Björgólfsdóttur AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM - FYRRI ÚTHLUTUN 2007- Markmið sjóðsins eru að stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi og efla menntir, menningu og fþróttir. Markmiðum sfnum hyggst sjóðurinn ná með þvf að styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni - ekki sfst á alþjóðlegum vettvangi. UTAN ÚR HEIMI Keisaraynja veik Michiko, keisaraynja í Japan, var flutt á sjúkrahús í gær eftir hafa fengið ýmis einkenni innvortis blæðingar. I tilkynningu frá keisarafjölskyldunni segir að Michiko þjáist af blæðingu i þörmum, en ekki er Ijóst hversu alvarleg veikindin eru. Michiko er 72 ára gömul og eiginkona keisarans Akihito. ; —BaBwaEKiliæiMI ■IHII I I Kvartað undan aðstoð Sam- tökin Geðhjálp gagnrýna fram- kvæmd aðstoðar við fyrrum j vistmenn Breiðavíkur og Byrg- isins. Landlæknir telur eðlilega j hafa verið brugðist við og segir j engar kvartanir hafa borist. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að finna á vef sjóðsins www.minningmargretar.is Umsóknir þurfa að berast í pósti fyrir 21. mars 2007. Umsóknir skulu merktar: Minningarsjóóur Margrétar Björgólfsdóttur, pósthólf 4180,124 Reykjavík Framkv(emdcmefnd um einkavceðingu AUGLÝSING VEGNA SÖLU Á EIGNARHLUT RÍKISINS I HITAVEITU SUÐURNESJA HF. Til sölu er eignarhluti ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf. Um er að ræða 1.133.356.000 krónur að nafnverði sem er 15,203% af heildar hlutafé félagsins. Umsjón með sölunni hefur framkvæmdanefnd um einkavæðinu í umboði fjármálaráðherra. Þeir sem óska eftir að gera tilboð í eignarhlutinn skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði: a. Tilboðsgjafi skal uppfylla skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 34/1991, um fjárfestingar erlendra aðila á (slandi, til fjárfestinga í íslensku atvinnufyrirtæki sem stundar orkuvinnslu og orkudreifingu. b. Eignarhluturinn verður eingöngu seldur í einu lagi til eins aðila (einstaklings eða lögaðila). c. Tilboðsgjafi verður að sýna fram á fjárhagslegan styrkleika til að efna kaupin, hvort sem er með eigin fé eða annars konar fjármögnun. d. (slenskorkufyrirtæki (félög sem stunda starfsemi sem fellur undir raforkulög nr. 65/2003) íopinberri eigu mega ekki bjóða í eignarhlut íslenska ríkisins. Sama gildir um dótturfélög framangreindra fyrirtækja og önnur félög þar sem þau fara með yfirráð í skilningi samkeppnislaga. Aðilar sem telja sig uppfylla framangreind skilyrði og áhuga hafa á að bjóða í eignarhlut ríkisins skulu tilkynna framkvæmdanefnd um einkavæðingu um áhuga sinn fyrir kl. 16:00 mánudaginn 2. apríl 2007. í tilkynningunni skal gera nákvæma grein fyrir væntanlegum bjóðanda ásamt nauðsynlegum upplýsingum til þess að nefndin geti lagt mat á það hvort viðkomandi uppfylli skilyrði til að bjóða í eignarhlutinn. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu áskilursér rétttil að kalla eftirfrekari gögnum og upplýsingum frá þeim aðilum sem lýsa yfir áhuga á því að bjóða í eignarhlutinn. Aðilar sem tilkynna um áhuga innan ofangreindra tímamarka og uppfylla skilyrði til að bjóða í eignarhlutinn fá kynningu á fyrirtækinu ásamt upplýsingum um söluferlið, nánari skilmálum fyrir sölunni sem og fyrstu drög að formi fyrir kaupsamning. Stefnt er að því að Ijúka söluferlinu í lok apríl. Aðeins verður tekið við tilboðum sem eru í samræmi við söluskilmála og frá aðilum sem samþykkt hafa endanleg drög að kaupsamningi. Samkvæmt samþykktum Hitaveitu Suðurnesja hf. á félagið sjálft og núverandi hluthafar forkaupsrétt að eignarhlutnum. Athygli er vakin á að fyrirtækið starfar á samkeppnismarkaði og lýtur eignarhald á hlut í félaginu ákvæðum samkeppnislaga. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu áskilur sér rétt til þess að hafna öllum boðum ef viðunandi verð er ekki boðið fyrir eignarhlutinn. Ekki er um að ræða almennt útboð samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur ráðið Capacent ehf. sem ráðgjafa nefndarinnar við sölu á hlut rikisins i Hitaveitu Suðurnesja hf. Hægt er að nálgast ýmis gögn um Hitaveitu Suðurnesja hf. og söluferlið á vefslóðinni www.capacent.is/hs. Tilkynningu um áhuga á að bjóða í eignarhlutinn skal skilað til: Framkvæmdanefnd um einkavæðingu Fjármáiaráðuneytið do Stefán Jón Friðriksson Arnarhvoli, 150Reykjavík Framkvæmdastjóri Geðhjálpar um ráðherra: Þeir svíkja gefin loforð ■ Ráðherra vísar á landlæknisembættið Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ráðherrarnir hafa alls ekki staðið við sín loforð. Ekki bara það heldur hentar sú framkvæmd sem sett var í gang ekki öllum eintaklingunum, það finnst okkur skelfilegast í þessu. Við gerum þá kröfu að ríkið nái í fólkið og hjálpi því ekki seinna en strax,“ segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Geðhjálp hefur sent ríkisstjórn- inni kröfu um aukna aðstoð við fyrrum vistmenn Byrgisins og Breiðavíkur. Samtökin eru þeirrar skoðunar að meðferðarúrræðin sem í boði eru hjálpi aðeins hluta vistmannanna og finna þurfi aðrar leiðir hið allra fyrsta. Vísa málinu frá Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins, vísar málinu frá ráðuneytinu og segir það á ábyrgð heilbrigðisráðherra. Hann bendir á sérstök teymi sem mynduð voru á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi til að taka á þessu. „Ríkisstjórnin fól heilbrigðisráðu- neytinu og landlæknisembættinu útfærslu á aðstoð við þessa hópa. Aðstoðin er ekki veitt á stofnunum sem heyra undir félagsmálaráðu- neytið heldur tilheyra þær heil- brigðissviði,“ segir Þór. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra vísar málinu alfarið yfir til landlæknisembættisins þar sem þar sé haldið utan um framkvæmdina. Engin kvörtun borist Matthías Halldórsson landlæknir tekur upp hanskann fyrir ráðherr- ana og telur framkvæmdina í eðli- legum farvegi. Hann segir enga kvörtun hafa borist til embættisins og undrast að Geðhjálp hafi ekki sett sig í samband við embættið. „Ég er þeirrar skoðunar að vel hafi verið brugðist við og tel gagnrýnina ekki eiga rétt á sér. Hingað hefur ekki nokkur kvörtun borist og ekki Ráðherrarnir hafa alls ekkl staðið við sin loforð Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Égerþeirrar skoðunarað velhafi verið brugðist við Matthías Halldórsson, landlæknir. nokkur maður haft samband,“ segir Matthías. „Ég tel þetta vera í réttum farvegi og þetta hefur gengið þokka- lega vel. Ég tel enga ástæðu til sér- tækra aðgerða í þessum efnum enda okkar besta fólk sem við treystum til verksins. Vandamál þessa fólks eru mjög flókin og verða hvorki leyst á einu augnabliki né í einhverjum fljótheitum." Aðeins hluta hjálpað í tilkynningu frá geðsviði Land- spítalans kemur fram að þarfir vist- manna Byrgisins séu metnar hverju sinni og brugðist við þeim eins vel og hægt er. Ollum fyrrverandi vist- mönnum Breiðavíkur stendur til boða sálfræðiaðstoð sem veitt er utan spítalans, þeim að kostnaðar- lausu. Jafnframt er ítrekað að geð- deildin sé heilbrigðisstofnun og að hún hafi ekki yfir að ráða neinum sértækum félagslegum úrræðum. Aðspurður telur Sveinn eingöngu hluta þeirra fá hjálp sem þurfa á henni að halda. Hann segir fjölda fólks hafa leitað til samtakanna sem sætt hafi harðræði, ofbeldi, eða kynferðislegri misnotkun meðan á stofnanavistun þess á áby- rgð hins opinbera stóð. „Fólkið þarf meira en auglýsingu til að fá lausn á sínum málum og finna þarf önnur úrræði. Það þarf að ná í fólkið, meta hvert mál fyrir sig og taka á því á faglegum nótum,“ segir Sveinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.