blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 07.03.2007, Blaðsíða 24
32 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2007 blaðiA iþróttir ithrottir@bladid.net Efstir Afturelding hefur tryggt sér sæti að ári í úrvalsdeild karla í handknattleik. Enn eru 7 umferðir eftir og liðið hefur einungis tapað einum leik á leiktíðinni. Ekkert getur því komið í veg fyrir að kjúklingarnir leiki á ný í úrvalsdeild en eins og margir muna unnu þeir allt sem hægt var að vinna undir iok síðustu aldar. Skeytin ir a: rVc llt dómaranum að kenna. Þessi b.orð hafa fallið af vörum Fabio Capello, stjóra Real Madrid, reglulega á sunnudags- kvöldumíveturog nú loks heyrist sama harmakvein frá leikmönnum liðs- ins. Iker Casillas markvörður sem fyrir viku viðurkenndi að dómari þess leiks hjálpaði til í jafntefli Real og Atletico var afar ósáttur við dóm- arann í jafnteflisleik liðsins gegn smáliðinu Getafe. Ekki sama hver er. Hinn dvergvaxni Gordon Strachan má muna tímana tvenna í bolta- heimum. Þjálfari Skotanna lét hafa eftir sér eftir fyrri leik liðanna að jafntefli heima væri ekki endilega slæmt veganesti í sólina á Ítalíu. Eftir allan sinn feril ætti Skotinn að vita betur. Víst er að leikmenn Celtic héldu jöfnu gegn Milan á heimavelli en það var meira vegna heppni en getu enda lið ítalanna mun betra en skoska liðið í leiknum. Tölfræðin segir meira en mörg orð. Celtic er nálægt botni hvað varðar skot á mörk og skot framhjá í Meistaradeildinni allri sem gefur til kynna að sóknarmenn liðsins komist ekki ýkja oft í skotfæri. Einnig má benda á herfilegt gengi á útivelli í Meistaradeildinni (vetur. Ekki þarf að skammast sín fyrir 3-2 tap gegn Manc- hester United en 3-0 tap fyrir Benfica og 3-1 tap fyrir FC Kaupmannahöfn er önnur saga. Sprækasti leikmaður Milan síðustu misseri hefur verið Ronaldo. Hann er ekki gjald- gengur með liðinu nú en tilkoma hans hefur fært neista í liðið sem ekki hefur sést í vetur. TÖLFRÆÐIN: (medaltal) AC Milan 1.14 skoruð mörk 0.57 mörk á sig 6.43 skot á mark 6.57 skot framhjá Celtic 1.14 skoruð mörk 1.29 mörk á sig 4.29 skot á mark 2.86 skot framhjá Ef sagan er einhver dómari er rembingur Hollendinganna til einskis. Leikir þessara liða undanfarin ár hafa alltaf endað með beiskum tárum boltaaðdáenda í hinnu fögru borg Eindhoven. Eitt er þó frá- brugðið venjunni nú. PSV hefur ekki áður haft forystu þegar farið er í seinni leikinn heldur aðeins verið undir eða (besta falli haldið jöfnu. Gengi Arsenal þessa leiktíðina er langt frá því að vera sannfærandi. Einn daginn yfirspila þeir öll lið og þann næsta eiga þeir í vandræðum með að hitta bolta á æfingum. Dagsformið skiptir þvi miklu máli og leikurinn er það mikilvægur að Arséne Wen- ger þjálfari ætlar sér að nota Thierry Henry í leiknum. Þessi meginstoð og stytta liðsins er meiddur en skal láta sig hafa það. Engu að síður er gengi Arsenal ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri ár. Aðeins eitt mark skorað að meðaltali í leik í vetur er tölfræði sem Wenger, Henry, Persie, Adebayor, Baptista og aðrar kanónur í liðinu skammast sín fyrir. Maður á mann miðað við PSV er styrkur Arsenal óum- deildur en það þýðir ekki að spila af hálfum huga. Aðdáendur gera kröfu um að liðið kom- ist aftur í úrslit eða í það allra minnsta að það detti ekki út eftir sextán liða úrslit. TÖLFRÆÐIN: (medaltal) Arsenal 1.00 skoruð mörk 0.57 mörkásig 5.29 skot á mark 6.14 skotframhjá PSU- 1,00 skoruð mörk 0.86 mörkásig 4.29 skot á mark 4.14skotframhjá pjooverjarmr nugsa ser gott tn giooarinnar. tkkl aðeins er akatur fjandskapur milli aðdáenda þessara félaga heldur þarf Bayern að- eins að skora eitt mark og halda hreinu til að komast áfram. Það eru betri líkur en félagið hefur fengið lengi þetta seint í keppninni. Starf Capello, þjálfara Real, hefur hangið á bláþræði um mánaðarskeið og sigli liðið ekki inn í blóðrautt sólarlag átta liða úrslitanna fær ítalinn fót í rass frá Spánverjunum. Upplausn er þó ekki bundin við Real. Menn eru svekktir í heiðurs- stúku Bayern og þar sitja engir smákallar. Keisarinn Beckenbauer ber hag liðsins fyrir brjósti og lætur ákaft fallöxina falla á hvern þann sem ekki stendur sig. Slæmt gengi í þýsku deildinni hefur þegar kostað einn þjálf- ara starfið. Ottmar Hitzfeld er tímabundið við störf til sumars en flott væri á ferilskránni að slá Real Madrid út úr Meistaradeildinni. Real Madrid er í algjörum sérflokki hvað skoruð mörk í leik varðar í Meistaradeildinni þennan veturinn með tæþ 2.5 mörk í leik. Auk þess hitta engir aðrir leikmenn markrammann jafn reglulega. Liðið glímir þó við hið íslenska handboltalandsliðsvandamál að því leyti að vörnin stendur sig aldrei jafn vel og sóknin. T0LFRÆÐIN: (medaltal) Bayern Miinchen 1.71 mörkskoruð 0.86 mörk á sig 5.43 skot á mark 7.00 skot framhjá Real Madrid 2.43 mörk skoruð 1.43 mörkásig 7.43 skot á mark 6.00 skot framhjá Hæfni Alex Ferguson virðast lítil takmörk sett. Enn þann dag í dag er hann að draga fram það besta í einu frægasta knattspyrnuliði veraldar. Deila má lengi um hæfni allra sem þar spila í dag en sannleikurinn er sá að hann hefur fengið bráðunga stráka eins og Rooney og Ronaldo til að öðlast fulla trú á sjálfum sér en báðir hafa átt frábært tímabil. Þeir verða lykilmenn sem fyrr gegn spræku liði Lille sem ber nafn með rentu. Klúbburinn er lítill og hópurinn ekki stór en engu að síður er Lille komið í hóp bestu liða Frakklands á stuttum tíma. Leikmenn þess stóðu sig ágætlega í heimaleiknum en tveir af bestu mönnum liðsins, Mathieu Bodmer og Yohan Cabaye, missa af seinni leiknum vegna meiðsia. Sömuleiðis eru Louis Saha og Darren Fletcher úti hjá Rauðu djöfl- unum. Meiðslin koma eðlilega verr niður á smælingjunum í Lille sem hafa engar pyngjur til að greiða laun stórstjarna á bekknum. Ekki má þó gleyma að Lille sigraði AC Milan á útivelli örugglega fyrr í keppninni og því ekki með öllu ókunnir fögnuði á óvinagrundu. TÖLFRÆÐIN: (meðaltal) Manchester United 1.57 mörkskoruð 0.71 markásig 6.14 skotá mark 6.43 skot framhjá Lille 1.14 mörk skoruð 0.86 mörkásig 6.57 skot á mark 7.86 skot framhjá e I eint ætlar að takast . að koma í veg fyrir * kynþáttafordóma í fót- boltanum.Nú ^ // ÍL kvartarEric Abidal,leikmað- ur Lyon, sáran yfir niðrandi ummælum Daniele De Rossi hjá Roma fyrir tveimur vikum. Roma hefur einmitt sýnt áhuga á að kaupa kappann en hann segir útilokað að hann spili á Ítalíu enda fordómar mestir þar. % •"f I 1~\ afaBenítez verður XVvartsú kápanúr klæðinu að fá Samuel Eto 'o til Liverpool. Tilboði upp á 2,6 milljarða króna var hafnað af hálfu Barcel- ona enda hafa formenn þess staðið fastir á að þaðan fari hann ekkert. Eto 'o sjálfur hefur þó opnað fyrir þann möguleika með yfirlýsingum um hvað indælt væri að spóka sig um í Bretlandi. VandamálWest Ham stækka og stækka.Nú rannsaka bresk knatt- spymuyfirvöld hvort nokkrir stuðnings- menn liðsins hafi hrópað kyn- þáttaníð á ákveðna leikmenn Tot- tenham í leik liðanna um helgina. Alex Ferguson viðurkennir að mistökhafiverið • gerð þegar svo stuttur lánssamningur var gerð- ur við Henrik Larsson. Mun hann leika einn leik til með liðinu áður en hann heldur á ný til Svíþjóðar. Meiðsl eru í herbúðum United og sennilega aldrei eins mikil þörf á leikreynd- um framherjum og einmitt nú. David Beckham munekki leika neitt næstu íjórar vik- urnar eftir að hann meidd- ist á hné í leikgegn Getafe og kemurþaraf leiðandi ekki til álita fyrir enska landsliðshópinn á ný í undankeppni Evrópumóts- ins. Opnuðust dyrnar þar á ný eftir að hann sýndi gamla takta með Real en draumur hans er úti í bili. Auglýsingasíminn er 510 3744 Lokaumferð í 16-liða úrslitum í Meistardeild Evrópu: Hrökkva eða stökkva \ ■ Strachan bjartsýnn ■ Henry spilar ■ Bæjarar borubrattir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.