blaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 21
blaöiö
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 29
Lífið er leikhús
Epli og eikur í
Möguleikhúsinu
Leikhopurinn Hugleikur frumsýnir
leikritið Epli og eikur í Mögu-
leikhúsinu á morgun, föstudag.
Um er að ræða gamanleik með
söngvum eftir Þórunni Guðmunds-
dóttur í leikstjórn Odds Bjarna
Þorkelssonar. Verkið fjallar um
ástir og áhugamál nokkurra
einstaklinga sem tengjast ýmiss
konar böndum. Hin margslungnu
samskipti persónanna þróast á
fyndinn og blæbrigðaríkan hátt
þar sem ýmsum brögðum er beitt
við persónusköpun.
Höfundurinn, Þórunn Guðmunds-
dóttir, hefur doktorsgráðu í óperu-
söng og hefur um langt skeið
starfað sem söngkennari og leik-
skáld. Leikstjórinn, Oddur Bjarni
Þorkelsson, hefur getið sér gott
orð sem leikstjóri hjá leikhópum
víða um land og hefur starfað við
leikstjórn óslitið síðan hann lauk
námi við leiklistarskóla Old Vic í
Bristol á Englandi.
Alþjóða leiklistardagurinn er
27. mars ár hvert og af því tilefni
hefur verið ákveðið að halda leik-
listardaga 2007 frá föstudeginum
23.mars til þriðjudagsins 27. mars.
Á þeim verða margvíslegar uppá-
komur að hætti hvers leikhúss fyr-
ir sig og verður sérstakt tilboð á
leikhúsmiðum, umræður um sýn-
ingar, opin hús og margt fleira.
Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið,
Leikfélag Akureyrar, Leikfélag
Siglufjarðar auk Sjálfstæðu leik-
húsanna taka þátt í leiklistardög-
um í ár og bjóða hvert um sig upp
á þéttsetna, ítarlega dagskrá.
Leiklistardögum lýkur með
leiklistarþingi í Leikhúskjallaran-
um næstkomandi þriðjudag. Yfir-
skrift þess verður Innrás/útrás
og frummælendur verða Richard
Gough, stofnandi Performance
Studies international (PSi) í Bret-
landi, Elena Kriiskemper, listrænn
stjórnandi LÓKAL, alþjóðlegu
leiklistarhátíðarinnar á Islandi,
Katrín Hall, listrænn stjórnandi
Islenska dansflokksins, og Ingvar
E. Sigurðsson leikari.
Allir áhugasamir eru velkomn-
ir á leiklistarþingið á meðan hús-
rúm leyfir.
Djass á DOMO
[ kvöld gefst djassunnendum
kostur á að hlýða á djasstónlist
á heimsmælikvarða á skemmti-
staðnum DOMO bar í Þingholts-
stræti. Þar hyggst Kvartett Hauks
Gröndal leika nokkrar af perlum
djassbókmenntanna frá 4. og
5. áratugnum með sérstaka
áherslu á lög sem saxófónleikar-
inn Lester Young gerði ódauðleg.
Hljómsveitin er ný af nálinni og
hana skipa nokkrir af helstu djass-
leikurum landsins, þeir Haukur
Gröndal átenórsaxófón, Ásgeir
Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa og Erik
Qvick á trommur.
Eftir tónleikana á DOMO bar í
kvöld ætla fjórmenningarnir að
leggja land undir fót þar sem þeir
hyggjast leika á Grundarfirði á
morgun, föstudag, og í Stykkis-
hólmi á laugardag.
Tónleikarnir (kvöld hefjast
klukkan 21:00 og aðgangseyrir er
1.000 krónur.
Priöja táknið á
kínversku
Bókaforlagið Veröld hefur gengið
frá samningum við miðlunarrisann
Bertelsmann um útgáfu á bókinni
Þriöja tákninu eftir Yrsu Sigurðar-
dóttur í Kína.
Áður hefur
verið samið
um útgáfu
bókarinnar
í Taívan
og öðrum
hlutum hins
kínverska mál-
svæðis.
Þriðja táknið
er fyrsta
glæpasaga Yrsu og er væntan-
leg á markað á 27 tungumálum í
yfir eitt hundrað löndum í öllum
byggðum heimsálfum veraldar.
önnur glæpasaga hennar, Sér
grefur gröf, er væntanleg á fjór-
tán tungumálum um allan heim,
meðal annars í Bandaríkjunum,
Bretlandi, Þýskalandi, Skandin-
avíu, (talíu og í spænskumælandi
löndum.
Vitur er sá sem vaknar fyrr.
Úrval verslana og þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aldrei verið glæsilegra.
Þess vegna skaltu gefa þér góðan tíma í Flugstöðinni og njóta þess að gera góð kaup.
Innritun hefst kl. 5:00 eða tveimur tímum fyrir brottför.
$
ferð til fjár
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR