blaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 26
38 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 blaðið vinna frá níu til fimm. Þetta er ein- faldlega ekki þannig vinna, hvorki fyrir karla né konur. Þetta er ekki rólegheitavinna heldur vinna sem krefst þess að maður sé alltaf að. Maður er í þessu starfi vakandi og sofandi og er aldrei laus. Að þessu sögðu þá veit ég líka vel að þegar fólk er með börn þá kostar það fórnir að vera í fullu starfi og vera um leið uppalandi og ætla sér að gera allt vel. Þegar ég lít til baka vildi ég hafa gert ýmislegt öðruvísi í sambandi við strákana mína. Núna reyni ég að gera það sem ekki var gert þá sem er að reka vinnustað sem er fjölskylduvænn, þar sem ekki þykir glæpur að fylgja barninu sínu til tannlæknis í vinnutíma heldur geti fólk gert það með góðri sam- visku. Þegar ég vann fyrir norðan komu barnabörnin mín á vinnustað- inn og þá var ég að undirstrika að það væri í lagi að starfsmenn kæmu með barnið sitt í vinnuna ef þörf krefði. Að þessu leyti rek ég mjúka starfsmannastefnu.“ Eru góðirfjölmiðlar á íslandi? „Bæði og. Mér hefur þótt skorta dýpri umfjöllun, að mál séu rann- sökuð ofan í kjölinn. Hér er lítið um það, ekki vegna þess að fjölmiðla- fólkið sé ekki flinkt heldur er krafan um framleiðni svo mikil að hún er oft á kostnað þess að fólk fái tíma til að vinna vel. Það er kannski að- alsmerki Rásar í að þar er oft farið ofan í mál og fólk fær tíma til að búa til vandaða útvarpsþætti. Mér finnst dagblöðin sérstaklega hafa liðið fyrir það að hafa ekki ráðrúm til að leyfa fólki að fara ofan í saumana á hlutunum. Ég kynntist dönskum fjölmiðlum vel þau ár sem ég vann þar. Mér finnst blaðamennskan í Danmörku mjög heillandi og þar er mikið lagt upp úr góðum stíl. Hér eru dagblaðatextarnir oft snautlegir. \ JfoCtasmárí 1 • © 517 8500 www.tvolif.is „Ég hefhaft fyrir lífinu og ég held að það sé ekki hægt að segja um mig að ég sé löt. Ég geri kröfur til sjálfrar mín og sennilega sömu kröfur til annarra og það er örugglega ekki alltaf auðvelt að vera í kringum mig." jgp&jg; í Danmörku gat maður sest niður á sunnudögum og notið þess að lesa viðtal vegna þess að það var svo vel unnið. Ég vildi sjá meira af þessu hér á landi. Svo eru launin í blaðamannastétt- inni ekki merkileg sem verður oft til þess að fólk hefur ekki úthald í starfið. Það vinnur við fjölmiðla í ein- hver ár og þegar það hefur náð færni þá býðst því nýtt vel launað starf og stundum felst það starf í því að vera upplýsingafulltrúi sem skrifar frétta- tilkynningar og sendir til fjölmiðla. Það er svolítil kaldhæðni í því.“ Astin heldur manni ungum Þú komst heim frá Danmörku og fluttist til Akureyrar til að hafa yfirumsjón með Rás 2 og svœðisstöðvunum. Nú vinnurðu í Reykjavík. Ætlarðu að flytja frá Akureyri? „Ég og maðurinn minn ætlum að taka þetta í áföngum. Ég vinn í Reykjavík og við munum búa þar yfir vinnuvikuna en draumurinn er að halda okkar yndislega húsi á Akureyri og nota sem vetrar- og sum- arhús og helgarathvarf. Maðurinn minn er öðlingur og styður mig í því sem ég er að gera. Það gerir þetta allt svo miklu einfaldara. Við erum búin að vera saman í átta ár. Hann er norskur blaðamaður sem yfirgaf sitt land og vinnu sína til að koma til Danmerkur og nú er hann hér og ætlar að fara í Háskólann og læra íslensku." Hvernig var að verða ástfangin rúmlega fimmtug, er það öðru- vísi en að verða ástfanginn þegar maðurer ungur? „Það er eiginlega miklu dásam- legra þegar maður er eldri. Ástin á sinn þátt í að halda manni ungum. Ég held að grunnskilyrði fyrir góðu sambandi sé að eiga sameiginleg áhugamál. Við erum bæði göngu- fíklar, höfum gaman af að ferðast og vera með fjölskyldunni. Við erum óskaplega góðir vinir og okkur finnst gaman að vera saman.“ Þegar þú horfir yfir vinnuferil- inn, myndirðuþá segja aðþú hafir sett vinnuna íforgang í lífi þínu? „Ég hef sett vinnuna í forgang. Ég hef alltaf unnið mikið og hugsað mikið um vinnuna og ef ég gerði það ekki þá væri eitthvað að. Einu sinni var ég spurð hvaða markmið ég hefði. Þá kom ég af fjöllum því ég leit ekki svo á að ég hefði annað markmið en að standa mig í þvi verkefni sem ég er að fást við hverju sinni. Þannig hef ég unnið og mér hefur aldrei leiðst að vinna.“ kolbrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.