blaðið - 05.06.2007, Page 7
blaðiö ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2007
MATUR -23
Unaðslegt meðal
Sumir líta á það sem ástarlyf,
fyrir öðrum er það fíkn. Það þykir
veita góða huggun við ástarsorg,
depurð og fleiri andlegum erfið-
leikum og víða um heim er það með
vinsælustu tækifærisgjöfunum. Það
er syndsamlega gott á bragðið og
neysla þess hefur ýmist i för með sér
unað eða sektarkennd. Við erum að
sjálfsögðu að tala um hið gómsæta
súkkulaði.
Þegar Spánverjar lögðu undir
sig menningarsvæði Asteka í
Suður-Ameríku á sextándu öld upp-
götvuðu þeir að þar notuðu menn
kakóbaunir sem nokkurs konar
gjaldmiðil. Astekar bjuggu gjarnan
til úr baununum bragðsterka, heita
drykki með chili, afar ólíka því heita
súkkulaði sem við þekkjum í dag.
Samkvæmt trú Asteka var kakótréð
gjöf guðsins Quetzalcoatl til mann-
fólksins, en hann sá einnig um að
kenna hinum dauðlegu hvernig ætti
að búa til heitt súkkulaði.
Spánverjar fluttu kakóbaunirnar
til Spánar og þar var drykkurinn
gerður sætari með sykri og vanillu,
og í kjölfarið breiddist nokkurs
konar súkkulaðiæði yfir Evrópu
sem enn er í fullum gangi. Súkku-
laði í föstu formi varð fyrst til í Eng-
landi á 18. öld en það voru Svisslend-
ingar sem útfærðu það frekar og
fundu upp á mjólkursúkkulaðinu
árið 1875.
Lengi hefur súkkulaði verið tengt
ást og erótík á einn eða annan hátt,
og um tíma var evrópskum nunnum
bannað að borða það vegna þess
hversu kynferðislega örvandi það
var talið, og á átjándu öld skrifuðu
franskir læknar gjarnan upp á
súkkulaði fyrir kvenkyns sjúklinga
í ástarsorg. Vísindalegar rannsóknir
hafa síðar leitt í ljós að hugmyndir
um tengsl súkkulaðis og ástar eru
ekki með öllu galnar. Súkkulaði inni-
heldur efni sem heitir fenýletýlmín
sem er náttúrulegt efni sem veldur
sæluvímu líkri þeirri sem fólk upp-
lifir þegar það verður ástfangið. Að
auki eru í súkkulaði ýmis önnur
efni sem geta stuðlað að líkamlegri
og andlegri vellíðan.
Súkkulaði er framleitt á þann hátt
að kakóbaunir eru ristaðar, malaðar
og pressaðar þannig að úr þeim
verður seigur súkkulaðivökvi, en í
honum eru 50 prósent kakóbaunir
og 50 prósent kakósmjör, sem er fita
úr baununum.
Dökkt eða hreint súkkulaði inni-
heldur hátt hlutfall kakós en lítið
sem ekkert af viðbættum sykri,
en besta dökka súkkulaðið inni-
heldur minnst 60-70 prósent af kak-
óbaunum. Dekksta súkkulaðið er
jafnframt það hollasta.
Vinsælasta afbrigðið af súkkulaði
er hins vegar mjólkursúkkulaði, en
það inniheldur 30-40 prósent kakó,
sykur og auð vitað mj ólk. Hvítt súkku-
laði inniheldur ekkert kakó heldur
einungis kakósmjör sem hefur milt
súkkulaðibragð, vanillu, sykur og
mjólk. Það hefur svipaða áferð og
hefðbundið súkkulaði en deilt
er um hvort rétt sé að kalla það
s ú k k u 1 a ð i
sökum
þess að
þaðinni-
heldur
e k k i
sjálftkakóið.
Holl og góð trefjarík brauð
í dagsins önn
Til kornvöru teljast hafrar, rúgur, hveiti, bygg,
hrísgrjón og maís, ásamt afurðum úr þessum vörum,
svo sem brauð, grautar, pasta og morgunkorn.
Mest er af vítamínum, steinefnum og trefjaefnum
í hýði og kími. Þess vegna er mikilvægt að neyta
kornvöru sem inniheldur alla hluta komsins. Stundum
er heilt og ómalað korn notað sem hráefni í brauð,
en oftar er þó notað malað heilkorn, sem inniheldur
ennþá öll næringarefni kornsins.
Þú færð allt holla og góða ■ grófa
brauðið hjá okkur!
Dalvegi 4 • Sími 564 4700 Hamraborg 14 • Sími 554 4200
Opið: Mánud.-föstud. 06:00 ■ 18:00 Opið: Mánud-laugard. 08:00 • 18:00
Laug. 06:00 ■ 17:00 Sunn. 07f»-17:00 Laug. 08:00-16:00 Sunn. 09:00-16:00
rasa