blaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 7

blaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 7
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 7 Bretland: Reif eistað af fyrrverandi Amanda Monti, 24 ára bresk kona, hefur verið dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rífa annað eistað af fyrrum kærasta sínum með berum hönd- úm. Atvikið átti sér stað fyrr á árinu þegar Geoífrey Jones, fyrr- verandi kærasti Monti, hafnaði viðreynslu Monti að veislu sam- eiginlegra vina þeirra lokinni. Monti reif vinstra eistað af Jones, lagði sér það til munns, reyndi að kyngja því, en spýtti því fljótlega út úr sér þegar hún var nærri því að kafna. Vinur Monti kom eistanu svo aftur til Jones sem var fluttur á slysadeild, þar sem læknum mistókst að koma eistanu aftur á sinn stað. Umboðsmaður barna: Ekki fagleg ráðning Árni Guðmundsson, einn umsækjenda um stöðu Um- boðsmanns barna, efast um að faglegar for- sendur hafi ráðið þegar forsætisráð- herra skipaði í stöðuna síðastliðinn föstudag. „Að ráða lögfræðing til þessa starfs er séríslenskt," segir Árni og bendir að flestir sem gegna sambærilegum störfum í öðrum löndum hafi samfélagsfræðilegan bakgrun. „Umboðsmaður barna þarf að að taka á ýmsum uppeldisfræðileg- um álitamálum sem lögfræðing- ar kunna lítið í,“ segir Árni í sam- tali við Blaðið. Þá segist hann velta því fyrir sér að krefjast rökstuðnings fyrir ráðningunni. Ný líkamsræktarastöð: Grand Spa opnar í haust Líkamsræktarstöðin Grand Spa opnar á Grand hóteli 1. sept- ember nk. en þar verður einnig í boði heilsulind með nuddurum og snyrtifræðingum. Goran Micic, annar eigandi stöðvarinn- ar, segir hana njóta sérstöðu þar sem hún verði nokkurs konar einkaJdúbbur. Aðeins verður hægt að kaupa árskort í stöðina og einungis 350 kort verða í boði. Aðgangur að stöðinni verður sá dýrasti sem þelddst í Reykjavík. Goran, sem áður vann hjá Nordica Spa, segir að stöðin verði fyrir fólk sem vill fara í líkamsrækt og heilsulind í friði, án mikils mannfjölda, með gæðaþjónustu. Goran segir ýmsar nýjungar vera leyndarmál sem ekki verði talað um fyrr en við opnunina. Héraðsdómur Norðurlands eystra: Misnotaði þriggja ára frænda sinn Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gær pilt fæddan 1991 fyrir kynferðisbrot gegn systursyni sínum sem var þriggja ára þegar brotið var framið. Var refsingu pilts- ins frestað skilorðsbundið í fimm ár. Pilturinn var einnig ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur öðrum ungum systrasonum sínum en var ósakhæfur þar sem hann var ekki orðinn fimmtán ára þegar hann framdi brotin. Var hann dæmdur til að greiða tveimur frændum sínum sex hundruð þúsund krónur og sæta umsjón í eitt ár. Yngsti frændi piltsins var ein- ungis tæplega tveggja ára gamall þegar brotin voru framin en sá elsti þriggja ára. Voru öll brotin framin á fyrri hluta ársins 2006. Var pilturinn að passa frændur sína í öll þrjú skiptin. í dómnum kemur fram að óvíst er að verknaður pilts- ins muni koma til með að hafa var- anleg áhrif á drengina en á fullorð- insárum myndi fólk yfirleitt ekki það sem gerðist fyrir fjögurra ára aldurinn. Væri það mildð undir um- hverfi þeirra komið hvort þeim tæk- ist að gleyma atvikunum. 4ra þrepa alvöru sjálfskipting, 1.5 L, 101 hestafla vél, búnaður og aksturseiginleikar í sérflokki. Komdu í reynsluakstur upplifunin verður ánægjuleg.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.