blaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 20
SAMbio.is _ C575 8900 Ertu klár fyrir eina M skemmtilequstli mynd sumarsins Nicollette Sheridan Cedric the Entertainer Lucy Liu Þegar óhreinindin er orðin of mikil þarf einhvern til að taka til hendinni! jw ; m / ÁLFABAKKA OCEAN S13 kl.6-8-9-10:40 7 OCEAN S13 VIP kl. 8 -10:40 PIRATES 3 kl.6-8-10 10 Z0DIAC kl.6-9 16 BLADES OF GLORY kl.6 12 R0BINS0N ÍSLTAL kl.4 L MR. BEAN'S H0LIDAY kl.4 L / KMNGLUNNI CODE NAME CLEANER kl. 6-8-10:10 10 OCEAN'S 13 kl. 5:30-8-10:30 7 PIRATES3 kl. 10:30 10 áaifltííIAKUREYRI CDDEHAMECLEANER kl 6- OCEAN'S 13 kl. 8-10:10 FANTASTIC F0UR OCEAN’S 13 ZODIAC 8-10:20 FANTASTIC FOUR 2 kl. 4,6,8 oq 10 L H0STEL2 k). 6,8og10 18 THE LAST MIMZY kl.4og6 L DELTA FARCE M.8oq10 10 smáttn^Bló FANTASTIC F0UR 2 kt 3.40,5S0.8OQ 10.10 L FANTÁSTIC FOUR 2 LUXUS kL 3.40,550,8 og 10.10 L H0STEL2 k). 5.50.8O010.10 18 THE LAST MIMZY W.3.40 L PIRATES 3 M.5og9 10 SPIDERMAN 3 ki. 5 ög 8 10 REGfli vooinn FANTASTIC FOUR 2 kl. 6,8.20 oq 1050 L THEH0AX W. 5.30.8 OÍ11030 28 WEEKS LATER kl. 5.50,8 og 10.10 16 THE PAINTED VEIL kl. 5.30 L FRACTURE W.8og10.30 16 FANTASTIC FOUR 2 kl.6,8ofl10 L H0STEL2 kl. 8 og 10 18 THEINVISIBLE W.6oq10.30 14 28 WEEKS LATER kl.6,8og10 16 LIVES OFOTHERS kl. 5.30 Ofl 8 14 ............... I FANTASTIC FOUR 2 kl. 6,8og 10 L H0STEL2 kl. 6,8og10 18 mmmam 36 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 Á Myndin Die Hard sú besta Kvikmyndin Die Hard hefur verið valin besta hasarmynd allra tíma samkvæmt niðurstöðum könnunar sem tímaritið Entertainment Weekly gerði. Die Hard sem kom út árið 1988 sló myndum á borð við Alien og Indiana Jones: Raiders of the Lost Ark við en þær fylgdu þó fast á eftir og voru í öðru og þriðja sæti. Sena gefur ekki út safnplötuna Svona er sumariö 1 sumar Bara vond plata Höskuldur Höskuldsson hjá Senu „Það vantar þessar stóru kanónur sem voru áður; irafár, i svörtum fötum, Sálina. „Það er ekkert sumar í ár,“ segir Höskuldur Höskuldsson, hjá Senu. Fram kom á bloggsíðu Dr. Gunna í siðustu viku að útgáfu safnplöt- unnar Svona er sumarið hefur verið hætt. Platan hefur komið út síðustu átta ár og hafa popparar landsins stillt henni upp við hlið lóunnar sem boðbera sumars og sólar. „Plat- an var bara ekki nógu góð og var ekki seljast nógu vel í Sveitirnar ekki til staðar Höskuldur segir bransann vera að breytast. „Það vantar þessar stóru kanónur sem voru áður; íra- fár, í svörtum fötum, Sálina. Það hefur lítið komið í staðinn," segir hann og bætir við að vinsælustu lög sumarsins fái pláss á Pottþétt- plötu um miðjan mánuðinn. „Fyrir nokkrum árum síðan kom hitt- ari með Ný danskri, hittari með SSSól og hittari með Sálinni hans Jóns míns. Svo tók írafár við og 1 svörtum fötum, Á móti sól og fleiri. Nú eru þær ekki til staðar og það hafa ekki komið sveitir í staðinn. Það væri svo sem hægt að gera plötu í ár, hún væri bara ekki eins góð og maður vildi hafa hana.“ Höskuldur bætir við að Svona er sumarið gæti komið út á næsta ári. Helmingi meira rusl „Þetta er bara vond plata, ég held að það sé svosem ekki við neinn að sakast í þeim efnum. Við höfum oft verið með á Svona er sumarið, en höfum ekki haft áhuga nú seinni árin.“ segir Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól. „Það hefur bara smám saman fjarað undan þessu.“ Gárungarnir hafa talað um að sveitaballasveitum sem geta samið frambærileg lög hafi fækkað síðustu ár. Hljómsveitir á borð við írafár, Land og syni og Skítamóral hafa allar lagt upp laupana og Sálin hans Jóns míns er komin í langa pásu. „Sveitirnar sem hafa verið með sterk lög hafa held ég ekki viljað setja þau þarna inn [á Svona er sumarið] í seinni tíð. Við vorum með fyrstu árin, svo varð það eitthvert kappsmál hjá útgefandanum að hafa sem mest efni á plötunni þannig að þeir ákváðu að gefa út tvöfalda plötu, en þá var bara helmingi meira rusl. Síðan þá hefur þetta ekki verið að virka,“ segir Heimir. atli@bladid.net Beckham kveður Fótboltastjarnan David Beckham kvaddi félaga sína í Real Madrid í gær, er hann lék sinn síðasta leik með liðinu. Á blaðamannafundi tilkynnti Beckham að hann hefði skrifað undir fimm ára samn- ing við bandaríska knattspyrnuliðið LA Galaxy en talið er að samningurinn hljóði upp á 15 milljarða íslenskra króna. Synir Beckhams Fótbolta- maöurinn sat fyrir með sonum sínum eftir að lið hans Real Madrid fagnaði sigri, en þetta var síðasti leikur hans með liðinu. Nánir vinir Tom Cruise og Katie Holmes létu sig ekki vanta á völl- inn og studdu góðvin sinn áfram í síðasta leik hans á Spáni. Hljómsveitin Air í Laugardalshöll í kvöld Hljómsveitin Air er komin á Klak- ann ásamt fríöu föruneyti vegna tónleika sinna í Laugardalshöll- inni í kvöld. Að sögn tónleikahald- arans Hr. Örlygs stendur mikið til og spenningur komin í Air-liða fyrir tónleikana. Þeir segjast hafa hlakkað lengi til íslandsfararinnar og vilja ólmir komast í Bláa lónið fyrir hljóðprufur í höllinni. Þá hafa þeir lýst yfir áhuga á miðbæ Reykjavíkurborgar og má því gera ráð fyrir þeim í einhverjum verslana eða kaffihúsa miðborg- arinnar. Uppselt er í stúku á tónleikunum en enn þá er hægt að nálgast miða í stæði í verslunum Skíf- unnar, BT á landsbyggðinni og midi.is. Það er Kate Havnevik sem sér um upphitun og hefur hún sinn flutning klukkan 20. Marley og Dylan áhrifamiklir Tónlistarmennirnir Bob Marley og Bob Dylan voru valdir af breskum ungmennum sem einir af tíu áhrifamestu listamönnum sög- unnar samkvæmt könnun The Arts Awards sem náði til 6.000 manns á aldrinum 18 til 25 ára. Þátt- takendur áttu að nefna þá listamenn sem þeir töldu hafa haft mest áhrif og voru Marley og Dylan einu tón- listamennirnir sem komust á listann. Walt Disney var af flestum talinn sá áhrifa- mesti og Leonardo Da Vinci varð í fjórða sæti. Njóta góös af Hilton Samfangar Paris Hilton fagna endurkomu hennar í tugthúsið þar sem þeir segjast njóta góðs af nærveru hennar. Fangarnir segja að mun betur sé komið fram við þá nú en áður og sé ástæðan sú að þær hafi verulega látið í sér heyra yfir þeim fríðindum sem Hilton nýtur. „Þau nenna ekki að hlusta á okkur kvarta og þess vegna er gert vel við okkur og við njótum nánast þess sama og hún. Við fáum aukateppi, nóg af mat, kökur og ýmis fríðindi. Okkur líður bara eins og við séum staddar á Hilton-hót- eli,“ segir hin 19 ára gamla Waynnisha Brown í við- tali við The New York Daily.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.