blaðið - 03.07.2007, Síða 1

blaðið - 03.07.2007, Síða 1
MUURIKKA WWW.MUURIKKA.IS Finnsku pönnurnar komnar aftur s MATUR 1 AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 AUGLYSINGAR@BLADID.NET Girnileg pitsa á grillið 18 Nýstárleg megrunar- pilla úr bleiuefni 19 Margrét eldar lax í sumar 20 Svalandi sumardrykkir 21 Oddur eldar fisk og pastadrullu 22 Oprah leggur línurnar í grillinu 23 ✓ Asta Möller er undir grískmn áhiifum í mátargerðinni Lætur hugmyndaflugið ráða Ásta Möller alþingiskona er mik- ill matgaeðingur. Hún segir að matar- áhuginn hafi kviknað þegar hún fór að búa. „Mamma hefur alltaf verið mjög góður kokkur þannig að ég fylgdist með henni matbúa. Ég elda töluvert ítalskan mat en ég er ný- komin heim frá Grikklandi þannig að ég er núna mikið að skoða gríska matarmenningu. Ég er þessa dag- ana að skoða matreiðslubók sem ég keypti á Krít um daginn og ég er að- eins byrjuð að prófa mig áfram með gríska rétti. Ég nota oft uppskriftir sem grunn en svo læt ég bara hugmyndaflugið ráða. Það er um að gera að nota það sem til er í ísskápnum. Ef grunn- urinn er góður sem og kiyddin þá klikkar maturinn ekki. Ég breyti uppskriftunum oft þar sem mér finnst það eiga við. Það hráefni sem mér finnst vera ómissandi í matar- gerð er hvítlaukur. Svo nota ég sí- trónu mikið og sítrónubörk." Sá réttur sem er mjög vinsæll á heimili Ástu er ávaxtasalat. „Ég bý það reyndar ekki til sjálf því börnin mín búa það til. Þá eru bara ávext- irnir skornir niður og þeim skellt í skál. Stundum sker ég líka niður ávexti og geymi þá í lokuðu íláti inni í ískáp. Þá geta krakkarnir gengið í það. Það er mjög sniðugt að eiga ávexti niðurskorna inni í kæli því þá er enginn að fara i einhverja óholl- ustu á meðan.“ Á heimasíðu Ástu má finna upp- skriftir að hinum ýmsu réttum. „Það hefur komið mér á óvart að fólk hefur verið að nýta sér þessar upp- skriftir og það er mjög gaman að vita af því.“ Hér að neðan fylgja uppskriftir frá Ástu Möller. Grillaðar kjúklingabringur Kjúklingabringur, reikna með í- i'á á mann. • 3 hvítlauksgeirar pressaðir • örlítið dill, skorið smátt • Salt oghvítur pipar að smekk • Allt hrært saman Fylltir sveppir Einn til tveirsveppir á mann Olía Steinselja Sesamfrœ Gráðaostur Salt ogpipar Valdir eru stórir sveppir og miðað við einn til tvo á mann. Stilkurinn tekinn af og skorinn smátt og steiktur létt á pönnu í smá olíu ásamt steinselju. 1 lokin eru sesamfræ sett í blönd- una til að draga í sig safann. Saltað og piprað að smekk. Þessu mauki er dreift ofan í svepp- ina, sem hafa verið penslaðir að utan í olíu. Gráðaostur settur ofan á og bakað í ofni eða í álbakka á grilli. Með þessu er gott að hafa salat, búið til úr blöndu af klettasalati og spínati, auk tómata. Til að auka á grísk áhrif er rétt að hafa fetaost með. Einnig er gott að bera fram heitt brauð og kælt hvítvín. Verði ykkur að góðu Fletjið bringurnar út með því að setja þær í plastpoka og berja létt með hnúum á þær. Þær eru marineraðar í um hálfa klst. í legi sem samsettur er af 2 msk. af hoisin-sósu og 2 msk. sætri sojasósu, Ketjab Manis. Síðan grillaðar á grillpönnu eða útigrilli. Krítversk tzatziki-jógúrtsósa • 250 gr hrein jógúrt, eða blanda afjógúrt ogsýrðum rjóma til aðfá hana þykkari •1 ‘á mskgóð olía • Örlítið edik • 1 agúrka, sneidd í litla bita ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 'húsinu! 1 ,*« rB v-/ ’ j! 1 fiS* 1 r/1 ' 1 1 ^ é \ 1,

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.