blaðið - 03.07.2007, Side 8

blaðið - 03.07.2007, Side 8
24 MATUR ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 blaöið Muurikka-pönnur Enn ein snilldin frá Finnlandi Það er margt sniðugt sem frændur vorir í Finnlandi hafa fært okkur. Nokia-farsímar, Valmet-dráttar- vélar, skrímslarokksveitin Lordi að ógleymdum Finlandia-vodkanum. Það má með sanni segja að Finnar séu einstaklega hugmyndarík þjóð og nú er enn ein nýjungin frá Finnum komin á Islandsmarkað en það er hin magnaða Muurikka-panna. Þessar pönnur er hægt að kynda upp jafnt með gasbrennara, kolum eða yfir opnum eldi og er því hægt að elda á þeim hvar sem er. „Þú getur sett þær á hlóðir og eldað og steikt á þeim alveg jöfnum höndum kjöt, fisk eða grænmeti, bakað pönnukökur, flatkökur og skonsur,“ segir Þorsteinn Fjalar Þráinsson, umboðsaðili hinna mögnuðu Muurikka-panna. Hann segir ennfremur að Muu- rikka-pönnurnar séu gríðarlega vinsælar úti í Finnlandi. „Þetta er eiginlega jafn vinsælt og sánaböð.“ Hið merkilega við Muurikka-pönn- urnar er einmitt það að þær eiga ættir sínar að rekja til sánabaðanna. ,Þegar Finnarnir fara í gufu þá leiða þeir vatnið í járndunk sem múraður er inn í vegg og svo er eldur þar undir og gufan fer inn í vegg. Svo með tíð og tíma þá tærðist járnið og þá fóru menn að nota toppinn á kútnum til að elda.“ Það var svo í kringum 1970 sem farið var að fram- leiða þessar vörur undir vörumerk- inu Muurikka. Þorsteinn segir að nú þegar hafi þessar pönnur fengið góðar við- tökur og nefnir sem dæmi að Múla- kaffi hafi fjárfest í stærstu Muu- rikka-pönnunni og það sé mikil ánægja með hana á þeim bænum. ,Þetta er mjög skemmtileg græja og má eiginlega segja að þetta sé vara sem selji sig sjálf, þegar fólk kynn- ist þessu og prófar þetta þá verður það yfirleitt yfir sig hrifið.“ Segja má að matur sem eldaður er á svona pönnu minni mjög á hefðbundinn grillmat fyrir utan eitt mikilvægt atriði. „Það eru margir sem tala um að þeir fái loksins grillmat sem er ekki með brunabragði því þú ert ekki að kveikja í matnum.“ Muurikka-pönnurnar fást í mörgum mismunandi stærðum, allt frá pönnum sem eru 26 senti- metrar í þvermál yfir í jatti-pönn- una sem er metri í þvermál. Þor- steinn segir að vinsælasta pannan sé sú sem er 48 sentimetrar en hún hentar vel fyrir 4 til 6 manna fjöl- skyldu. Hann bendir einnig á að með öllum minni pönnunum sé hægt að fá burðarpoka sem rúmar bæði pönnuna og gasbrennara þannig að auðvelt er að ferðast með þær. Þessar prýðispönnur eru meðal annars seldar í verslunum El- lingsen bæði í Reykjavík og á Ak- ureyri en allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni www.muurikka.is. Gerðu það gott með Season All 'McCornu^k McCorniick' l|||ir-'MrCortn eason I

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.