blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 22
30 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 blaóió LÍFSSTÍLLVEIÐI veidi@bladid.net 'wesiffl Við Jón Ingi Ágústsson erum með þetta saman og ætlum að bjóða upp á veiði- ferðir til Taílands í vetur, þama er hægt að veiða í uppistöðulónum fína fiska. LAUGARDAGAR ORÐLAUSTÍSKA Auglýsingasíminn er Merkið sem þú treystir Veiðimenn kvarta ekki við Grímsá F^OmWBUPr Vænn lax Erla Björg Guðrúnardóttur með lax úr Grímsá í Borgarfirði. || Laxveiðin að glæðast „Laxveiðin mætti vera aðeins betri en veiðimenn kvarta ekki mikið og halda áfram að kasta og kasta, fisk- urinn kemur. Og hann er aðeins að mæta í árnar. „Þetta er allt í lagi hérna, það er komið töluvert af laxi í ána,“ sagði Jón Þ. Júlíusson um leið og lax stökk fyrir neðan veiðihúsið í Grímsá, það var alveg logn og fiskur víða að sýna sig. „Vatnið hefur aðeins aukist en ekki mikið, það mætti rigna meira hérna,“ sagði Jón og var að ræða við erlenda veiðimenn sem voru að koma í hús, þeir höfðu fengið einn lax. GRÍMSÁ ► ► ► Grímsá er í Borgarfirði Hún er ein vinsælasta lax- veiðiá landsins Fallegt veiðihús er við Grímsá, teiknað af Ernest Schwiebert, sem er mikill veiðimaður og kom oft til veiða í ánni ► í veiðihúsinu er fyrsta flokks matur fyrir veiði- menn ► Grímsá stendur í afar fal- legu landslagi „Við fengum 14 punda lax í gær og það eru koma upp laxar á hverri vakt,“ sagði Sigurður Fjeldsted, stað- arleiðsögumaður við ána. „Það komu nokkrir laxar á land í morgun,“ sagði Sigurður og gekk með blaðamanni að Laxfossi, þar sem hann gaf sig á tal við erlendan veiðimann sem var við veiðar í foss- inum. Hann hafði ekki fengið neitt. Sigurður er að skipuleggja veiði- ferðir til Taílands og þegar blaða- maður forvitnaðist um þær sagði hann að til stæði að fara þangað í vetur. „Við Jón Ingi Ágústsson erum með þetta saman og ætlum að bjóða upp á þessar veiðiferðir í vetur, þarna er hægt að veiða í uppistöðu- lónum fina fiska. Það er víða góð veiði. Ég held að íslenskum veiði- mönnum eigi eftir að líka vel við þessar ferðir," segir Sigurður og það stekkur lax fyrir neðan Laxfossinn. Það er greinilegt að líf í áni. Góð silungsveiði víða Bleikjan skilar sér aftur Það hefur víða verið góð silungs- veiði og bleikjan er að skila sér aftur, eftir frekar mörg mögur ár. Hilmar Ólafsson og fleiri voru á silungasvæðinu í Miðfjarðará fyrir skömmu og veiddu vel. Fengu þeir félagar sautján fiska, frá einu upp í fjögur pund, bæði bleikjur og urriða. Einn kola fengu þeir líka. Vænar bleikjur hafa verið að veið- ast í Eyfjarðará og alþingismaður- inn, Kristján Þór Júlíusson, veiddi átta punda bolta þar fyrir fáum dögum. Veiðimenn sem voru í Hvolsá og Staðarhólsá veiddu vel af bleikju og líka veiðimenn sem voru í Miðá í Dölum, neðarlega í ánni. Af Efri-Haukadalsá í Dölum, sem hefur á erfitt uppdráttar í veiðinni, hefur lítið frést af veiði. Veiðimenn sem veiddu þar fyrir skömmu, lentu í óskemmtilegri reynslu. Þegar þeir ætluðu að hefja veiðiskapinn, var ósinn þvergirtur með netum. Lítið gekk í veiðinni, enda aðstæður mjög erfiðar á staðnum og erfitt að koma færinu út í fyrir DRASLI. t V Góð veiði Páll Ársæll með væna sjó- bleikju úr Sandhólmahyl í Miðfjaröará. Vantar þig veiðileyfi? www.svfr.is er málið! Úrval veiðileyfa - og þú gengur frá kaupunum beint á netinu Fréttir, greinar, fróðleikur og margt fleira

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.