blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 30

blaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 30
38 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 blaðið ir FÓLK folk@bladid.net Löggan er ekki búin að vinna eitt eða neitt og Jón H.B. Snorrason er enginn James Bond. Ég mun áfrýja. Tapaði Goldfinger fyrir James Bond, aftur? Ásgeir Öm Davíðsson, befur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hefur misst leyfið fyrir nektarsýn- ingar á súlustaðnum Goldfinger, en í samnefndri kvikmynd lét Auric Goldfinger lífið í seríunni um njósnara hennar hátignar, James Bond. HEYRST HEFUR Sjónvarpsfréttamaðurinn Baldvin Þór Bergsson flutti sérkennilega frétt í sjö-fréttum Sjónvarps á miðvikudagskvöld. Þar fjallaði hann um tekjuhæstu íslendingana er birtust á lista Frjálsrar verslunar og Mannlífs og tók fram við Boga Ágústs- son, sem var með Baldvini í útsendingunni, að Bogi væri á lista tímaritanna. Varð Bogi hálfvandræðalegur en Baldvin var hvergi banginn og braut í framhaldinu tvær meginreglur blaða- og fréttamanna, þegar hann sagðist sjálfur vera á listanum og ekki par ánægður með það. Það hefur sjaldan þótt við hæfi að fjölmiðla- fólk flytji fréttir af sjálfu sér, hvað þá lýsi yfir eigin skoðun á frétt, sérstaklega á meðan það fjallar um hana... Nafnleysi í bloggheimum hefur löngum verið mörgum netverj- anum þyrnir í augum. Nú hefur hulunni verið svipt af einum alræmdasta, kaldhæðnasta, grófasta og fyndnasta nafnlausa bloggaranum, sjálfri Mengellu. BÁ vefnum malbein.net og mengella.blogspot. com kemur fram að það er Ólafur Sindri Ól- afsson sem býr að baki Mengellu en fátt er vitað um hann annað en að hann stóð sig með prýði í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík í fyrra... Það er ekki tekið út með sæld- inni að vera Ámi Johnsen þess dagana. Núhefur Þjóðhátíðar- nefnd í Eyjum ekki lengur áhuga á þjónustu Árna sem kynnis á hátíðinni og segir Árni pólitík spila þar inn í. Nefndin segir það rangt og segir ástæðuna framkomu Árna árið 2005 þegar hann sló Hreim Heimisson, söngvara Lands og sona. Aðrir muna eftir atviki milli hans og Páls Óskars Hjálmtýssonar og segist nefndin ekki geta borið ábyrgð lengur á gjörðum Árna sem kynnis. Þó má fastlega búastvið að Árni leiði, Brekkusöng sem áður, enda kemst enginn með tærnar þar sem Árni hefur gítarinn, ekki einu sinni Róbertl Marshall... Margrét Helga Ögmundsdóttir er í róðraliði Oxfordháskóla Leitaöi að líkamsrækt Margrét Helga Ögmunds- dóttir er doktorsnemi í lífefnafræði við Oxford- háskóla í Englandi. Hún ákvað að prófa róður sér til heilsubótar og endaði í aðalliði skólans, sem keppir árlega við erkióvin- ina í Cambrigde háskóla, í heimsfrægri róðrakeppni. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Ég hafði verið að leita mér að hentugri líkamsrækt til að stunda og villtist inn á kynningu á róðri í mínum háskólagarði. Það er gífur- lega sterk hefð fyrir róðri hérna í skólanum og því ákvað ég að slá til og prófa“ segir Margrét sem fann sig vel í þessari íþrótt því eftir aðeins sex mánuði komst hún í aðallið skól- ans. Má segja að þetta sé í genunum því faðir hennar er Ögmundur Jón- asson, alþingismaður. „Jú,jú, hann hefur oft lent í þungum róðri í pólitíkinni og er að mínu mati besti ræðarinn í sinni deild! Annars var kærastinn minn róðramaður í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum þegar hann var þar við nám, þannig að hann hvetur mig áfram í þessu. Innan skólans KONAN Margrét er 26 ára gömul Hún útskrifaðist sem líf- efnafræðingur frá Háskóla íslands 2006 Margrét vinnur að verkefn- um sínum allt árið og fæst nú við rannsóknir á tengsl- um insúlín-boðleiðarinnar við krabbamein eru 39 garðar og er hver garður með sitt eigið róðralið. Ég hóf keppni með mínum garði, sem heitir Christ Church, en í apríl hóf ég æfingar með aðalliði skólans. Það er ofboðs- legur rígur milli garðanna þegar þeir keppa sín á milli, en rígurinn á milli Oxford og Cambridge er auð- vitað heimsþekktur." Oxford á harma að hefna „Síðasta keppnin var núna 7. maí þar sem Cambrigde vann, bæði í karlaflokknum og kvenna- flokknum. Við eigum því harma að hefna. Það kom mér reyndar rosal- ega á óvart hversu mikill rígur og keppni er í þessu. En þetta er fyrst og fremst frábær hreyfing og ofboðs- lega skemmtilegt. Fyrst voru þetta sex æfingar í viku en núna eru þetta tíu æfingar í viku og maður þarf að vakna eldsnemma á morgnana til að æfa. Við æfum bæði í bátum á ánni en einnig eru æfingar í landi, hlaup og slíkt. Síðan er auðvitað róðra- vélin alltaf vinsæl. Þetta er mikil tækni sem þarf að læra og allt bygg- ist þetta á þéttum og jöfnum takti. Þetta eru átta manna bátar sem ég keppi í, og þar er hver og einn með eina ár. Síðan er sá léttasti látinn stýra og hvetja hina áfram.“ Árlega horfa um 120 milljónir manna um allan heim á þessa elstu og frægustu róðrakeppni heims í sjónvarpi, sem fer fram á hverju sumri á Thames-ánni. Um 250.000 manns fylgjast með á bökkum ár- innar og hvetja sitt lið. Keppnin var fyrst haldin árið 1829 og hefur Cam- bridge haft oftar vinninginn, 79 sigrar, meðan Oxford hefur unnið 73 sinnum. En skyldi Margrét hafa íhugað atvinnumennsku eða Ólympíuleika? „Ekki mikið, nei. Reyndar eru til atvinnumenn í þessu og hafa skól- arnir haft nokkra í sínum röðum. Til dæmis í síðustu aðalkeppni sat ein hollensk stelpa fyrir aftan mig, sem einnig var silfurverðlaunahafi á síðasta Heimsmeistaramóti. Ég veit bara ekki hvernig landslagið er í þessu heima á íslandi, hvort einhverjir klúbbar eru starfræktir að ráði, en það gæti verið gaman að halda þessu áfram.“ „Terror er ekki íslenzkt vandamál. Hér þarf engar sérsveitir. En við búum við vanda öl- æðis. Nótt sem nýtan daga vaða drykkjurút- ar um samfélagið. Þeir slást hver við annan og slást upp á annað fólk. Stela bílum og keyra á 150 km hraða. Fara vopnaðiri kjörbúðir og hræða unglinga við afgreiðslu- störf. Þessi vandræði stafa afmeðvirkni samfélagsins. Áfengi er talið vera þátturí tilverunni, þótt önnur fíkniefni séu bönnuð. Útlendingar em famirað taka eftir, að viðhorf okkar em kmmpuð. Venjulegu fólki finnst ilagi að drekka öl daglega og fara vikulega á skallann. Það er meinið. “ Jónas Krístjánsson jonas.is Rétt og rétt „Bloggararnir Björn Bjarnason og Sig- urður Kári Kristjánsson, ráðherra og alþingismaður, halda þvífram að það sé einsdæmi að stjórnmálaflokkur haldi jafn miklu fylgi isvo langan tíma þrátt fyrir að vera samfellt í ríkisstjórn. Þetta er ekki rétt og skal þeim bent á Zimbabwe sem dæmi þar sem Robert Mugabe ræður rikjum. Þar fær hann meirihluta atkvæða kosningar eftir kosningar en lífskjörin i landinu versna og versna og verðbólgan mælist nú um 4000 prósent ilandinu. “ Jón magnússon jonmagnusson.blog.is Egó ráðherrans „Hvað segir maður um þingmann sem er fyrsti flutningsmaður 16 frumvarpa á síðasta kjörtirhabili og þar af 4 sinnum um sama málefni? Á hverju þingi lagði hann fram frumvarp um þetta hugðarefni sitt, það er fjórðung allra frumvarpa sem þingmaðurinn hefurlagt fram íeigin nafni. Er ekki hægt að segja óhikað, að málið sé viðkomandi þingmanni hjartans mál? En hvað á maður svo að halda, ef sami þingmaður verður ráðherra og lætur það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa það út að hann ætli ekki að beita sér fyrir viðkom- andi máli? Er rökrétt að draga þá ályktun að stjórnmálamaðurinn sé hugsjónalaus eiginhagsmunapotari sem er bara ípólitík fyrir eigið egó? “ Friðjón R. Friðjónsson fridjon.eyjan.is BLOGGARINN... Ölæði Su doku 2 4 1 9 3 5 2 7 6 3 7 9 3 4 5 9 1 7 4 6 5 8 4 1 2 9 3 5 7 8 4 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upþ eru gefnar. Er ekki kominn tími á að börnin fari í háttinn? 9-30 O LaughingStock Inlematlonal IncTdlst. by UnHed Medla, 2004 HERMAN' eftir Jim Unger

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.