blaðið - 03.08.2007, Page 23

blaðið - 03.08.2007, Page 23
blaðið FOSTUDAGUR 3. AGUST 2007 31 Laxá í Aðaldal Bræður á bökkunum Veiðin hefur lítið lagast í Laxá í Aðaldal en áin er gullfalleg og þeir bræður Gunnar og Ásmundur Helga- synir voru að koma af Nessvæðinu fyrir fáum dögum. „Ég fékk tvo laxa, þetta er flott svæði en ekki mikið af fiski,“ sagði Ásmundur Helgason er við heyrðum í honum í vikunni. „Seinni laxinn mældum við 84 sentimetra , 13-14 pund. Allavega skráðum við hann 14 pund. Leið- sögumaður með okkur er Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari í Sin- fóníunni, en hann hannaði fluguna sem sá stærri tók, og kallar hana Djúpmaður. Fyrri laxinn tók flugu, sem ég hannaði og heitir N29, sá var mældur 83 sentímetrar og var aðeins grennri en hinn Báðar flugurnar voru með keiluhaus. Gunni bróðir veiddi fal- legan urriða,“ sagði Ásmundur enn fremur. Það er erfitt að segja hvað Laxá í Aðaldal hefur gefið marga laxa, lík- lega um 80-90 laxa, sem þykir ekki mikið þar um slóðir. Það er fróðlegt að fylgjast með því hvað er að gerast i Mývatni, þar er greinilega allt að lifna við eftir að hætt var að dæla upp úr vatninu kísilgúr. Vatnið hefur lifnað við og á vonandi eftir að ná sér innan fárra ára. Fátt er betra en silungurinn úr Mývatni. Frábær gangur í Eystri-Rangá Hýrnar yfir veiðinni „Veiðin gengur vel hjá okkur, þetta eru 100 laxar dagar,“ sagði Einar Lúðvíksson en veiðin hefur verið feiknagóð í ánni síðustu daga og veiðimenn verið að fá fantaveiði. Vatnið er gott í ánni, fiskurinn er á hverju flóði að ganga í ána. Á eystri bakka Holsár hefur líka verið mjög góð veiði. Eystri-Rangá er komin með um 1200 laxa og veiðimenn sem við Staðan í Norðurá í Borgarfirði er skelfileg þessa dagana, vatnsmagn árinnar en litið enda hefur ekkert rignt við ána í allt sumar. „Áin rennur varla milli staða lengur og er að þorna upp,“ sagði tíðindamaður okkar við ána í vikunni. „Það er ótrúlegt ef eitthvað veiðist í henni,“ heyrðum í við ána sögðu mikið vera af fiski víða í ánni en þeir höfðu veitt 15 laxa. „Það eru að veiðast um 10 laxar á dag og í morgun sáu veiðimenn stórar göngur, næstu dagar áttu að gefa vel,“ sagði Þröstur Elliðason, er við spurðum um Breiðdalsá, en hann var að koma úr Selá í Vopna- firði með erlenda veiðimenn. sagði hann ennfremur. Rigningar eru ekki daglegt brauð þessa dagana en þar sem blaða- maður Blaðsins er staddur á veiði- miðum í Danmörku, hefur rignt dag eftir dag. Fáa veiðimenn hef ég hitt en einhverjir hafa verið að veiða í tjörnum vítt og breitt um landið. Góð veiði Hera Katrín Aradóttir og Þórð- ur Jörundsson með fallegan 3,5 kg urriða úr Ytri-Rangá í byrjun júlí. Norðurá hefur sjaldan verið minni Áin að þorna upp þriðjudaga miðvikudaga Ojimmtudaga Heilsa Matur Börn&Uppeldi Heimili&Hönnun Húsbyggjandinn Viðskipti&Fj ármál Vinnuvélar Bílar Konan Árstíðabundin sérblöð veidikortid.is fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók meö ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl.fylgir! Fæstá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.