blaðið - 14.08.2007, Blaðsíða 5
blaðiö
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007
HEILSA
21
Móðir Jörð
Lífrænt er bara betra
Með árunum hafa lífrænt ræktuð
matvæli notið sífellt meiri vinsælda
og ekki að ástæðulausu. Að Valla-
nesi á Fljótsdalshéraði er starfrækt
fyrirtækið Móðir Jörð sem sérhæfir
sig í framleiðslu á hvers konar
vörum úr lífrænu hráefni. „Við sér-
hæfum okkur í lífrænni ræktun
á kartöflum, grænmeti og síðan
framleiðslu á tilbúnum grænmetis-
buffum sem eru seld frosin. Þá fram-
leiðum við líka nuddolíur sem eru
með íslenskum jurtum. Auk þess
erum við með bygg, bankabygg og
byggmjöl," segir Eymundur Magn-
ússon, bóndi að Vallanesi.
Eymundur byrjaði sinn búskap
fyrir næstum þrjátíu árum en eftir
um tíu ára búskap breyttust áhersl-
urnar í búskapnum. „Ég byrjaði
1979 að búa og var þá fyrst með hefð-
bundinn búskap, kýr og kálfa. Það
var svo 1989 sem ég skipti yfir í líf-
ræna ræktun og i þann farveg sem
við erum í núna. Þetta hefur verið
að smá þróast og aukast, bætast við
tegundir."
Spurning um gæði
Aðspurður um hvers vegna líf-
ræn matvæli séu svo vinsæl segir
hann að það snúist fyrst og fremst
um gæðin. „Það koma margir neyt-
endur til mín og segjast ekki geta
borðað neitt annað því það er svo al-
gengt að fólk sé með eitthvert óþol
eða ofnæmi. Þarna ertu bara með
algjörlega hreina náttúruna þannig
að það komast engin aukefni að
sem geta verið ofnæmisvaldandi.
Svo er það bara þannig að þeir sem
smakka lífrænt ræktað vilja bara
ekkert annað eftir það. Það er svo
miklu bragðmeira og bragðsterkara
og svo geymist þetta líka betur, þar
sem þetta vex hægar og hefur því
meiri kjarna.“
Nú er sá árstími þegar fólk fer
að langa í nýjar kartöflur og Ey-
mundur er búinn að gefa sínum
viðskiptavinum mjög nákvæma
tímasetningu. „Ég var búinn að lofa
kartöflunum 14. ágúst klukkan þrjú
en ég er eiginlega búinn að fresta
því til klukkan hálf fjögur af því að
það er búið að vera svo þurrt.“
Þeir sem vilja kynna sér betur vör-
urnar frá Móður Jörð geta nálgast
þær víða en þær fást meðal annars
Bakverkir
Bakverkir eru hvimleiðir
verkir sem margir þurfa að
glíma við. En bakverkir eru
eitt algengasta heilsufars-
vandamál á Vesturlöndum.
Bakverkir stafa sjaldnast af al-
varlegum sjúkdómum. Fæstir
sem eiga við bakvandamál að
stríða eru með brjósklos eða
klemmda taug og langflestir
ráða við bakverki sína sjálfir.
Sem betur fer lagast bakverkir
oftast af sjálfu sér innan
nokkurra vikna eða mánaða
án þess að fólk þurfi að leita
sér aðstoðar. Margir þurfa þó
að fá aðstoð lækna, sjúkraþjálf-
ara, hnykkjara og nuddara
til að fá bót meina sinna. Það
er mjög margt sem fólk getur
sjálft gert tii að fyrirbyggja
bakverki. Því fyrr sem fólk
með mjóbaksverki byrjar að
hreyfa sig því fyrr lagast þeir.
Það getur til dæmis verið gott
að ganga, synda, dansa og fara
í líkamsræktina.
Feit börn
skrópa frekar
í síðustu viku kynntu banda-
rískir vísindamenn nýja rann-
sókn sem sýnir fram á að börn
sem glíma við offitu mæti verr
í skólann en þau sem eru í eðli-
legri þyngd. Yfir 180 skóladaga
tímabil kom í ljós að krakkar í
eðlilegri þyngd misstu að jafn-
aði 10,1 dag úr skóla, of þungir
krakkar misstu 10,9 daga en
börn sem glímdu við offitu
voru mest fjarverandi eða í 12,2
daga. Það vakti hins vegar at-
hygli rannsakenda að þau börn
sem voru undir meðalþyngd
misstu minnst eða 7,5 daga
að meðaltali. Rannsakendur
halda þvi fram að fjarvistir
þeirra barna sem glíma við
offitu sé ekki endilega hægt að
rekja til heilsukvilla því það er
ekki fyrr en síðar á ævinni sem
fylgifiskar offitunnar fara að
gera vart við sig. „Þau skrópa
í skólanum af því að þau vilja
ekki lenda í einelti eða láta
uppnefna sig,“ sagði Andrew
B. Geier, forsvarsmaður
rannsóknarinnar.
Heilsa
Matur
Böm&Uppeldi
Heimili&Hönnun
Húsbyggjandinn
Viðskipti&Fjármál
Vinnuvélar
Bílar
Konan
Árstíðabundin
sérblöð
í verslunum Hagkaupa, Melabúð-
inni, Fjarðarkaupum og svo heilsu-
verslunum á borð við Yggdrasil og
Heilsuhúsið.
Hafðu samband og fáðu gott pláss
fyrir auglýsinguna þína í
viðeigandi sérblaði
Auglýsingasímar:
Katrín 510-3727
Kolbrún 510-3722
Stöð 2, Sýn, Sýn 2, Rúv og Skjárþinn
í bestu mögulegu myndgæðum ]
Sjónvarp Simans
Það er Síminrv'