blaðið - 14.08.2007, Side 6
22
HEILSA
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2007
blaóiö
LAUGARDAGAR
ORÐLAUSLÍ
Auglýsingasíminn er
510 3744 blaöi&=
Myndlykill sem
kostar ekki
krónu
Sjónvarp Símans
Þaö er Síminn'*
^börn 6-A0ára.
ans - styrtóngay
inaWtíemumtun ■
^EVF/ ^ LAt40*
Skráningadagur veröur þann 15. ágúst frá 9-14
Ný haust námskeið hefst 20.ágúst fuil af nýum timum
m|. .................. fvrir fjöskilduna þina _
Mæörafimi® • Bumbufimi®
Meðgöngujóga • Snillingafimi® • Hreyfifimi® • Gþ-fimi®
Sport erobik • Salsa Leikfimi • Rope Yoga • Capoeira
Foreldrafræöslu • Einkaþjálfun • ABC Music & Me®
WWW.HREYFILAND.IS | 577 2555 | Stangarhyl 7 | 110 Reykjavik
Fæðugagnagrunnur á heimasíðu Matís
Sýnir næringarefni
í matvælum
Gagnagrunnurinn ísgem
geymir upplýsingar um
efnainnihald í um 900
fæðutegundum og hann
er nú aðgengilegur á
heimasíðu Matís
Eftir Sigrúnu Mariu Einarsdóttur
sigrun@bladid.net
Ólafur Reykdal verkefnastjóri hjá
Matís segir að þessi gagnagrunnur
geymi upplýsingar um næringarefni
í matvælum sem eru á íslenskum
markaði. „Það er alveg nýtt á ís-
landi að hægt sé að finna svona ýt-
arlegar upplýsingar á Netinu. Með
því að hafa upplýsingarnar á Netinu
er hægt að uppfæra gagnagrunn-
inn mun hraðar en ella. Fólk getur
slegið inn nafn á fæðutegund og
þá fundið það sem til er. Fyrir fólk
sem finnst þetta vera flókið eða vill
bera saman fæðutegundir er búið
að taka saman sérstaka töflu og þar
fær hver fæðutegund eina línu sém
gerir samanburð auðveldari.“
Efla gagnagrunninn
Gagnagrunnurinn hefur verið í
smíðum frá árinu 1987 en er nýlega
Innihald í matvælum
(i 100g) Kcal
Gosdrykkur með sykri 43
Gosdrykkur með sætuefnum 0
Epli 48
Eplasafi, hreinn 52
Pitsa með hakki og pepperóní 240
kominn á Netið. Ólafur segir að
stefnan sé að fjölga fæðutegundum
í gagngrunninum. „Ætlunin er
að efla þessa starfsemi og veita al-
menningi, atvinnulífi og sérfræð-
ingum enn betri aðgang að þessum
gögnum. Við erum að vinna í því að
bæta gögnin, setja inn ný gögn og
afla nýrra gagna.“
Ólafur segir að það hafi komið sér
á óvart hve áhugi fólks á gagnagrunn-
inum hafi verið mikill og það séu
ýmsir aðilar sem styðjast við þessi
gögn. „Þetta skiptir máli fyrir svo
marga. Almenningur vill afla sér
upplýsinga um fæðuna sem er neytt.
Einnig eru margir sem þurfa að
forðast ákveðnar fæðutegundir eða
neyta þeirra í takmörkuðu magni.
Til dæmis út af háþrýstingi eða syk-
ursýki þarf fólk að velja sérstakar
fæðutegundir. Margar konur glíma
við járnskort og járnrík fæða er til
Fita Prótein Kolvetni Sykur Salt
0 0 11 11 0
0 0 0 0 0
0,3 0,3 11 8 0
0,1 0,1 13 13 0
9 13 28 0 1
dæmis blóðmör, lifur og dökkt kjöt.
Járn er einnig hægt að fá úr jurta-
afurðum eins og baunum, hnetum
og ýmsu grænmeti og ávöxtum. í
atvinnulífinu er alltaf verið að þróa
nýjar vörur og þá þarf fólk að vita
um samsetningu á hráefnum og
fæðutegundum. Því markmiðið er
að þróa betri vörur sem eru heilsu-
samlegri.“ Nú er mikil vakning í
þjóðfélaginu um heilsusamlegri
mat og fólk vill vita hvað er í fæð-
unni sem er neytt og Ólafur tekur
undir það og segir að fleiri leiti nú
eftir þessum upplýsingum en áður.
Hér að neðan má sjá efnainnihald
í völdum fæðutegundum. 1 töflunni
er birt meðalsamsetning. Munur
getur verið á samsetningu eftir
framleiðendum og geta neytendur
oft valið milli vara með mismiklu af
fitu, sykri eða salti.
Heym ehf.
Hægt aö upplifa
heyrnarskerðlngu í hermi
KYNNING
Heyrn ehf. er ný heyrnarþjónusta
í Hlíðarsmára u í Kópavogi. Þar er
veitt sérhæfð þjónusta til að bæta úr
heyrnarskerðingu. Eigandi Heyrnar
er Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrn-
arfræðingur sem starfar einnig hjá
fyrirtækinu. Heyrn býður upp á
nákvæmar heyrnarmælingar með
hátæknimælitækjum, en þær ásamt
hljóðumhverfi þess heyrnarskerta
eru grundvöllur að vali og still-
ingum heyrnartækja. Virkni heyrn-
artækja er sniðin til með nýjustu
tölvutækni og látin falla að heyrn-
arriti og hljóðumhverfi þess sem
notar tækin.
Skilningur á heyrnarskerðingu
Til þess að njóta til fullnustu þess
sem heyrnartæki hafa upp á bjóða
er mikilvægt að notendur þeirra átti
sig á því hvers eðlis heyrnarskerð-
ing þeirra er. Þá er einnig mikilvægt
að aðstandendur heyrnarskertra
geri sér grein fyrir hvernig það er
að vera heyrnarskertur. Til þess að
hjálpa aðstandendum að setja sig í
spor heyrnarskertra notast Heyrn
við hermi þar sem heyrnarskerðing
viðkomandi er spiluð fyrir aðstand-
endur. „Það er óneitanlega betur til
þess fallið að auka skilning manna
á heyrnarskerðingu að upplifa hana
með þessum hætti heldur en að
sjá línurit á tölvuskjá með oft tor-
skildum táknum fyrir leikmenn,"
segir Ellisif.
Minni tæki og minni fyrirhöfn
Nútímaheyrnartæki eru smekk-
leg og lítið áberandi. Heyrn selur
heyrnartæki frá ReSound sem er
einn stærsti framleiðandi heyrnar-
tækja í heiminum. „Nýjustu tæki
ReSound velja ekki hljóð fyrir not-
andann eins og eldri gervigreindar-
heyrnartæki gerðu með þeim af-
leiðingum að notandinn missti oft
af hljóðum sem hann hefði viljað
heyra. Fullkomnustu heyrnartækin
efla hins vegar heyrn á eðlilegan
hátt þannig að notandinn er með-
vitaður um sitt hljóðumhverfi," út-
skýrir Ellisif.
Vanda vel valið
Það þarf enga tilvísun til að fá
heyrnargreiningu og ráðgjöf heyrnar-
fræðings en þurfi viðkomandi lækn-
isaðstoð er honum vísað til háls-, nef-
Ellisif Björnsdóttir Býður upp á ná-
kvæmar heyrnarmælingar hjá Heyrn ehf.
og eyrnalæknis. „Ég legg áherslu á
fagmennsku, persónulega ráðgjöf
og góðan tíma til að leiðbeina við
notkun heyrnartækja,“ segir Ellisif.
Þeir sem vilja kynna sér nánar
starfsemi Heyrnar geta kíkt á heima-
síðu fyrirtækisins, www.heyrn.is,
eða haft samband í sima 534-9600.