blaðið - 05.09.2007, Side 19

blaðið - 05.09.2007, Side 19
SKEYTIN INN Allt of mikil pressa er á ungstirn- inu Leo Messi að mati annars leikmanns sem vart er orðinn þurr á bak við eyru heldur. Ekki er oft tekið sérstakt mark á Vic- tor Valdez markverði enda hefur hann lítið til málanna að leggja oftast nær en nú hittir hann nagla á haus. Messi hefur nefni- lega ekki alveg verið með sjálfum sér undanfarið en til þess arna er Barcelona með 20 sálfræðinga og 40 nuddara og guð má vita hvað meira. Þeir ná greinilega ekki að peppa strákinn f gang. Dennis Bergkamp sem nýtur nú daglega lífsins með mokka og pönnsur í Amst- erdam eftir að ferlinum lauk varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn í heiðursklúbb ensku knattspyrn- unnar en BBC stóð fyrir því meðal stuðningsmanna boltans. Eldri kappar á borð við Ray Cle- mence, Ray Wilkins lutu f gras fyrir Hollendingnum auk Paul Scholes sem talinn var líklegur. Sjúkraþjálfar- ar Barcel- ona senda Samuel Eto'o tóninn í þar- lendum miðlum. Eto'omeiddist um daginn og verður aft ur frá fram að jólum eins og í fyrra. Vilja þeir kenna því um að Eto '0 kom sér í form á ný með sínum eigin þjálfurum á Mallorca og vildi enga hjálp frá sérþjálfuð- um Börsunga. Kannski það sé ástæðan fyrir nýju meiðslunum. AfonsoAlves var valinn leikmaður ársins í Hollandi í vikunni en Brasilíumaðurinn hamraði bolta í netmöskvana 34 sinnum í 31 leik með Heerenveen á síðasta tímabili. Þangað kom hann frá Malmö á sínum tíma og var iðinn við kolann þar líka. Gamla brýnið Philip Cocu og annar Brassi, Alex, komu næstir í valinu. Talsverð tíð- indi berast úrherbúð- um Chelsea en Michael Ballack var ekki valinn í Meistaradeildar- hóp þeirra blákæddu. Ástæðan er sögð meiðsli en Ballack er að ná sér og hefði að öllu óbreyttu getað verið klár í slaginn í þrjá leiki í riðlakeppninni hið minnsta. Sérstaklega blóðugt er að Chelsea tilnefndi aðeins 23 leikmenn en mátti tilnefna 25. LAUGARDAGAR 510 3744 [ÐLAUSLIFIÐ Undirbúningur fyrir landsleiki íslands Áfall á áfall ofan hjá Eyjólfi Því nær sem dregur landsleik íslands og Spánar því meira veikist íslenska liðið, því að þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson hafa dregið sig úr hópnum vegna meiðsla. Þá er enn stórt spurningar- merki með Eið Smára Guðjohnsen en að líkindum getur hann tekið einhvern þátt. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari valdi 22 leik- menn í hópinn fyrir leikina gegn Spáni um helgina og gegn N-írlandi á miðvikudaginn í næstu viku. Hyggst hann ekki bæta við mannskap í stað þeirra Brynjars og Helga en vandséð er hver á að fylla f skarð Brynjars. Þá er annar íslendingur, Heiðar Helguson sem reyndar var ekki valinn í landsliðið nú, einnig meiddur og verður frá í sjö til átta vikur hið minnsta. Er þetta eðlilega leiðinlegt fyrir Heiðar enda hjá nýjum klúbbi og hann hefur lengi glímt við smávægileg meiðsl. Spænska landsliðið Hingað kemur liðið með alia sína bestu leikmenn og þeir eru staðráðnir í að vanmeta ekki nokkurn skapaðan hlut á Laug- ardalsvellinum um helgina. Byggja trúarhof Kínverskir skipuleggjendur Ólympíuleikanna ætla að bæta nýju mannvirki við þau fjölmörgu sem reisa skal og hafa risið vegna leikanna á næsta ári. Er þar um trúarhof að ræða sem þykir stórmerki- legt í landi þar sem mikið ríkiseftirlit er haft með öllum trúarlegum samkomum. Um- rætt hof mun sameina undir einu þaki griðastað fyrir flesta þá sem leita vilja styrks eða huggunar í trú sinni meðan á leikunum stendur. Skráðu þig á spennandi námskeið sem byggir á því sem kemur fram í myndinni og bókinni „The Secret" - Leyndarmálinu: Bob Proctor's The Goal Achiever Purpose -> Vision -> Goals -> Success Fyrirlesari: Oddmund Berger, framkvæmdastjóri LifeSuccess Nordic etta skemmtilega og líflega námskeið sem nú er haldið í annað sinn á íslandi, færir þér hagnýt ráð og hnitmiðaðar hugmyndir til að öðlast það sem þú sækist eftir á öllum sviðum lífsins, hvort heldur sem það er í starfi eða einkalífi. Það byggir á því sem fjallað er um í myndinni „The Secret" Levndarmálinu og kennir þér hvernig þú getur virkjað Aðdráttar- lögmálið (The Law of Attraction) til að láta draumana rætast - miklu fyrr en þig grunar! Hvar: Háskólabíói, salur 2. Hvenær: Laugardagur 8. september 2007. Tími: Kl. 09:30 -17:00 Á þessu námskeiði lærir þú að brúa bilið á milli þess að setja þér markmið og koma þeim síðan í framkvæmd. Þú lærir hvernig allt sem þú gerir og hugsar hefur áhrif á líf þitt og örlög. Þú lærir að skapa þér spennandi framtíðarsýn, setja þér áhugaverð markmið og forgangsraða síðan daglegum verkefnum. Meðal þess sem þú lærir er: Að ákveða á kerfisbundinn hátt hvað það er sem þú raunverulega vilt og þráir og síðan sett þér viðeigandi markmið sem hjálpa þér að láta draumana rætast. - Að koma auga á hindranir og hemla í eigin lífi og umhverfi og eytt áhrifum þeirra þannig að þú verðir óstöðvandi. - Að forgangsraða markmiðum, hvort sem þau eru 5 eða 5000! - Að koma auga mikilvægasta markmiðið - markmið #1 - Að skapa þér spennandi og sigursæla framtíðarsýn. Fyrirlesarinn Oddmund Berger er framkvæmdastjóri LifeSuccess Nordic. Hann var hér síðast á ferð í lok maí og var þá með fjölsótt Goal Achiever námskeið sem hátt í þrjúhundruð þátttakendur sóttu. Námskeiðið er eftir Bob Proctor úr mvndinni ..The Secret" en hann hefur á 45 ára ferli sínum sem fyrirlesari verið með námskeið sem hundruðir þúsunda þátttakenda um allan heim, hafa sótt. Námskeiðsgjald: Kr. 15.995 TILBOÐ: Kr. 12.995 (Gildir til 6. september) Takmarkaður fjöldi, bókaðu í dag! Hópafslættir: 3+1 FRÍTT (25% afsláttur) og 7+3 FRÍTT (30% afsláttur). Innifalið: Námskeiðsgögn og penni (allt nema veitingar). Fjölmörg stéttarfélög og starfsmermtasjóöir endurgreiða félagsaöilum sínum námskeiÖsgjaldið að hluta eÖa í heild. AthugaÖu máliö hjá þínu félagi. Skráning og nánari upplýsingar: www.stjornandinn.is Skráning með tölvupósti: stjornandinn@stjornandinn.is Símaskráning: 846-0149 Stjornunarfélag Islands

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.