blaðið - 21.09.2007, Page 3

blaðið - 21.09.2007, Page 3
blaöió FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 FERÐALÖG 19 í salsa á Kúbu María Sigrún Hilmarsdóttir sjónvarpsmaður „Staðurinn sem mig dreymir um að heimsækja er Kúba. Þangað hef ég aldrei komið en lengi langað. Mér er sagt að Kúba geti breytt þröngsýnum efa- semdamönnum í áhættusækna salsadansara, svo þetta hlýtur að vera skemmtilegur staður. Það sem heillar mig mest við Kúbu er gamli tíminn enda er gaman að sjá á myndum hvað fólkið þar er glatt og í litríkum fötum. Þjóðfélagið á Kúbu hefur að mestu staðið í stað síðan Castro tók við völdum um miðbik síð- ustu aldar. Fréttir af veikindum Castro gefa í skyn að það styttist í að hann kveðji þennan heim og þá mun sennilega margt breyt- ast þarna á skömmum tíma. Svo það er um að gera að drífa sig. Ég leyfi mér stundum að láta mig dreyma um ferðalag til Kúbu, ef ske kynni að ég myndi einhvern daginn rífa mig upp í skammdeginu á Islandi sem nú fer að ganga í garð og verja tveimur góðum vikum í skemmtilegum félagsskap á þess- ari fallegu eyju í Karíbahafinu. Ég held nefnilega að á Kúbu sé hægt að upplifa slatta af menn- ingu í bland við kæruleysislegt sólstrandarlíf sem mig er farið að þyrsta í. Ég gæti vel hugsað mér að leigja fallegt dömuhjól með körfu og ferðast um eyjuna á því. Ég myndi vera nokkra daga í höfuðborginni Havana og svo nokkra daga í vellystingum við sjávarsíðuna í Varadero. Þar ku vera einstaklega fallegt. Svo myndi ég innsigla hvern dag með ísköldum mojito og góðri salsasveiflu á skemmtilegum stað. Kæmi svo heim á Klakann sólbrún og sæl með góðar minn- ingar í farteskinu sem ég myndi oft rifja upp og brosa með sjálfri mér.“ DRAUMASTAÐURINN? Náttúrufegurö á Mývatni Hilrnir Snær Guðnason leikari „Draumastaðurinn er Mývatn. Þar á fjölskylda konu minnar bú- stað og þar er yndislegt að vera, að veiða fisk og dóla sér. Það sem heillar mig mest er þessi kyrrð og náttúrufegurð sem má finna á Mývatni,“ segir Hilmir Snær sem fer til Mývatns að minnsta kosti einu sinni á sumri. Frí sem breytir lífinu Tollarar finna ýmislegt á ferðalöngum Eðla í brjóstahaldara Það er margt sem leynist inn- anklæða á ferðamönnum en sem betur fer eru fæstir þeirra með eitt stykki græneðlu á iði í brjósta- haldaranum. Það átti þó við um rússneska konu sem var stöðvuð af öryggisvörðum á flugvellinum í Blackpool. Lögreglumaður á flug- vellinum fann eðluna þegar hann sá eitthvað hreyfast undir kjól kon- unnar. Konan var því stöðvuð og eftir að öryggisvörður fann eðluna viðurkenndi konan að eðlan væri í hennar eigu. Konan á ekki yfir höfði sér kæru en hún samþykkti fúslega að eðlan yrði flutt í dýra- garðinn í Blackpool. Græneðla Eölan sem leyndist í brjósta- haldara rússneskrar konu lifir sennilega ágætis lífi í dýragarðinum. Það er ekki lengur nægilegt að fara í frí til framandi landa heldur þarf fríið að fela í sér einhvers konar umbreytingu sam- kvæmt vefmiðli CNN. Sífellt fleiri kjósa að fara í frí sem auk þess er kennsla í jóga, hugleiðslu eða slökun. Sölumenn slíkra fría lofa ekki einungis slökun og vellíðan heldur allsherjar umbreytingu. Ferðamenn virðast vilja meira en einungis frábæran stað til að dvelja á og skemmtun og því hafa ferðir þar sem jóga er stundað aukist verulega undanfarin ár. Markaðsfyrirtækið Ypartnership kannaði viðhorf vel stæðra ferða- langa og í ljós kom að 30 prósent viðmælenda töluðu um að jóga væri uppáhaldsdekurmeðferðin. Um 60 prósent völdu nudd sem uppáhaldsdekurmeðferð. EINN SMELLUR ER ALLTSEM ÞARF Kynningaráskrift/ Áskrifendaþjónusta FÁÐU ÞÉR KYNNINGARÁSKRiFT AÐ MORGUNBLAÐINU Nú gefst þér kjöriö tækifæri til að kynnast þeim þægindum sem fylgja áskrift aö Morgunbtaðinu. Þú getur skráö þig með einum smelli á mbl.is og fengið ókeypis áskrift f einn mánuð. Áskrifendur Morgunblaðsins hafa aðgang að margvíslegri þjónustu og fríðindum. Kíktu á mbl.is og kynntu þér hvað er í boði: BLAÐ DAGSINS Askrifendur hafa ókeypis aðgang að blaói dagsins á PDF SMÁAUGLÝSINGAVEFUR 10 ókeypis smáaugtýsingar á vefnum á 30 daga fresti GAGNASAFN 5 ókeypis greinar á 30 daga fresti MYNDASAFN 3 myndir með 50% afslætti á 30 daga fresti Fáóu þér áskrift og njóttu ávinningsins! fltagmtiifiitofr - meira fyrir áskrifendur

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.