Orðlaus - 01.02.2006, Síða 26
Sértrúarsöfnuðir eru af ýmsum toga og líklega ekkert nema
gott um þá flesta að segja. Hins vegar berast reglulega fréttir
af mjög undarlegu hátterni eins og fjöldasjálfsmorðum eða hóp-
ferðum sem eru farnar í þeim tilgangi að ná geimskipi sem á að
flytja ferðalanga til annarrar plánetu. En um hvað snýst þetta og
hvað veldur því að fjöldi fólks lætur glepjast af einhverju sem
flestir telja vera hina mestu þvælu?
Sértrúarsöfnuðir eða svokallaðir
cult-hópar byggjast oft á tótalisma
sem kannski mætti kalia einræðis-
hyggju eða að minnsta kosti líkja
við þess háttar hugmyndafræði
þar sem hópur fólks fylgir ákveðn-
um leiðtoga í einu og öllu.
Meðlimir cult-hópa taka orðum
leiðtogans líkt og um orð Guðs
sé að ræða og efast ekki um eða
gagnrýna þá stefnu sem hann boð-
ar, enda er ekki óalgengt að fólk
sé „heilaþvegið" við inngöngu, en
ákveðnar aðferðir eru notaðar til
þess að hafa áhrif á þankagang
einstaklinga í öfgakenndum trúar-
hópum.
Leiðtoginn í svona öfgahópum
hefur oftar en ekki algert vald yf-
ir félagslegu umhverfi fylgjenda
sinna og eru þá gerðar þær kröfur
að viðkomandi slíti öll sín tengsl
við fjölskyldu og vini þannig að
söfnuðurinn verður þeirra eina
fjölskylda. Eins er þess krafist
að einstaklingar lifi samkvæmt
ákveðnum reglum og iðki trú sína
af fullum krafti. Söfnuðurinn hef-
ur þannig algjöra stjórn yfir sam-
skiptum hvers og eins en litið er
á sjálfræði sem ógn við heildina
og er það talið grafa undan styrk
hópsins. Þessari stjórn yfir meðlim-
um safnaðarins er viðhaldið meðal
annars með landfræðilegri ein-
angrun þar sem einstaklingar kom-
ast ekki ferða sinna án þess að fá
leyfi frá yfirboðurum safnaðarins
og í sumum hópum er jafnvel um
líkamlegar hömlur að ræða.
og er þeim kennt að líta heiminn
nýju Ijósi þar sem skýr mörk liggja
á milli hins góða og slæma og þess
rétta og ranga. Þeir sem efast um
boðskap leiðtogans hafa fyrirgert
tilverurétti sínum innan hópsins
og er fólk jafnvel tekið af lífi fyrir
að efast um kennisetninguna.
Hvers konar fólk gengur í sértrú-
arsöfnuði?
I kjölfar fjöldasjálfsmorðs Hea-
ven's Gate hópsins í Bandaríkjun-
um árið 1997 vöknuðu upp ákveðn-
ar spurningar varðandi þetta og
telja flestir að þeir sem ganga
í svona hópa séu veikir á geði.
Það sem kemur hins vegar mjög
á óvart er að yfirleitt er þetta
heilbrigt fólk en rannsóknir hafa
sýnt fram á að í flestum tilvikum
eru 2/3 hlutar safnaðarmeðlima
andlega heilbrigðir að minnsta
kosti áður en þeir ganga til liðs við
þessa söfnuði. Um 1/3 hluti eru lík-
legir til þess að hafa þurft að kljást
við sjúkdóma á borð við þunglyndi
og kvíða eða hafa orðið fyrir per-
sónulegum missi og eru að leita
sér að haldreipi í lífinu. Aðeins um
5-6% eiga við alvarlegar geðrask-
anir að stríða áður en þeir ganga í
sértrúarsöfnuð en svona trúarregl-
ur sækjast yfirleitt ekki eftir fólki
sem glímir við geðraskanir eða
aðrar fatlanir heldur leggja meiri
áherslu á að freista þeirra einstak-
linga sem geta látið af hendi rakna
ýmist peninga eða aðrar eignir
eða eru i aðstöðu til þess að leggja
og breytingar verða á mataræði
og svefnmynstri. Söfnuðir setja
ákveðin skilyrði og höft á lífshætti
meðlima sinna og er þetta gert í
innan hans. Bera fer á nýrri hug-
myndafræði sem heltekur hugs-
anir viðkomandi og er notuð til
útskýringar á öllu og engu jafnvel
þó að útskýringar af þvi tagi eigi
-f Bandaríl
um 4 millj
unum eru yfir 3,000 sértrúarsöfnuðir með samtals
nir meðlima. Þessir hópar falla í 4 grunnflokka:
1. Trúarlegir söfnuðir eru þeir sem við heyrum oftast um.
2. Hópar sem bjóða fólki upp á kostnaðarsöm fræðslu- og þroskanámskeið þar sem helsti
tilgangurinn er sjálfsbirting í einhverju formi.
3. Grúppur sem myndast í kringum fjármálastarfsemi eins og til dæmis vörupýramídar,
4. Flokkar sem tengjast stjórnmálum á einn eða annan hátt líkt og Nasistaflokkurinn eða
aðrir pólitískir öfgahópar.
26
Sumir þessara hópa eru öfgahóp-
ar eða svokallaðir killer-cults sem
eru leiddir áfram af leiðtoga sem
hefur heimsendaspár í hávegum
og krefst þess að hafa algert lík-
amlegt og kynferðislegt vald yfir
fylgjendum sínum. Krafa er gerð
um hreinlífi safnaðarmeðlima
mikla rækt við málstaðinn.
Hvað einkennir fólk sem hefur
gengið í sértrúarsöfnuð?
Ýmsar breytingar eiga sér stað
eftir að fólk gengur í svona cult-
hópa. Dramatískar breytingar
verða gjarnan á trú og gildum
þeim tilgangi að brengla eðlileg
hugsanaferli þannig að það verð-
ur mjög erfitt fyrir einstaklinga að
vinna á gagnrýninn hátt úr þeim
upplýsingum sem berast þeim.
Fólk hættir að geta tekið ákvarð-
anir án þess að ráðfæra sig við
leiðtoga hópsins eða aðra gúrúa
engan veginn við.
Hvaðgerirsértrúarsöfnuðihættu-
lega?
Það fer eftir því um hvers konar
hóp er að ræða, þar sem þessir
hópar eru af mörgum stærðum
og gerðum, hafa mismunandi
markmið og aðferðir. Sumir hópar
leggja áherslu á að afla peninga
og öðlast völd yfir einstakling-
um innan hans. Hættan við þessa
hópa liggur í því að oftar en ekki
er lygum og svikum beitt og er
gerðkrafaumtakmarkalausafylgi-
spekt. Eins er töluverð hætta fólg-
in í því þegar meðlimir hópsins eru
neyddir til að gefa söfnuðinum all-
ar sínar eignir og sparifé.
í öfgahópum er þess krafist af
fólki að það loki á samskipti við
ættingja og vini sem tilheyra ekki
flokknumenþettaveldurþvíaðvið-
komandi þarf að treysta enn meira
á söfnuðinn sem hann tilheyrir og
aðrir meðlimir koma í staðinn fyrir
fjölskyldu og vini. Þar af leiðandi
verður erfiðara að snúa bakinu við
félagsskapnum vegna þess að það
er ekki að neinu að snúa.
Safnaðarmeðlimir þurfa að fylgja
leiðtoganum án þess að efast um
eitt né neitt, fylgja þarf ákveðn-
um reglum og skilyrðum sem út-
rýma sjálfstæði, gagnrýnni hugs-
un og hinum frjálsa vilja. I verstu
tilvikunum er hópurinn líkamlega
og andlega einangraður frá samfé-
laginu. Brjálæði leiðtogans verður
norm sem er meðtekið af meðlim-
um safnaðarins þannig að enginn
gagnrýnir eða efast um aðferð-
ir hans og eftir því sem fjölgar í
söfnuðinum myndast sterk heild
í kringum hugmyndir eins manns
sem aðrir eru jafnvel tilbúnir til að
verja fram í rauðan dauðann.