Orðlaus - 01.02.2006, Page 46

Orðlaus - 01.02.2006, Page 46
Steingeitin passar best við fólk í: Hrútsmerkinu og Meyjunni. Frægt fólk í bogamanninum: Mel Gibson, Brad Pitt, Tiger Woods, David Bowie. Happatölur:19, 30, 40 Steingeitur eru jarðbundnar og skipulagðar manneskjur. Þær eru raunsæjar og standa fast á sínu. Fólk í þessu merki er jafnframt varkárt og lítið gefið fyrir miklar og róttækar breytingar. Eins á steingeitin það til að vera feimin og hlé- dræg og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Til þess að viðhalda orku sinni þarf steingeitin að búa við öryggi og skipulag og hún gerir sitt besta til þess að viðhalda góðu sambandi við fólkið í kringum sig. Ljón 24. júlí - 23. ágúst Meyja 24. ágúst - 23. september ílvog 24. september - 23. október Sporðdreki 24. október - 22. nóvember Þú fagnar nýja árinu með gleði í hjarta vegna þess að þú sérð fram á lok tímabils sem hefur verið langt og strangt. Árið sem er nýgengið í garð byrjar hægt og rólega hjá þér þannig að njóttu þess að slappa af með fjölskyldu og vinum. Að vísu biða þin óunnin verk á heimilinu en ekki láta þessi verkefni vaxa þér í augum heldur byrjaðu bara hægt og rólega. Skipulegðu fram í tímann og hafðu jafnvægi á milli vinnu og skemmtunar. Ekki hafa of miklar áhyggjur af fjárhagnum vegna þess að þú getur verið viss um að staða þín fari að vænkast. Njóttu þess að hafa gaman og hver veit nema skemmtilegt ferðalag sé á næsta leiti. Það hafa orðið kaflaskil í lífi meyjunnar. Breyttar aðstæður kalla á meira skipulag og aukið sjálfsálit. Ekki efast um sjálfa/n þig vegna þess að þú ræður vel við þau verkefni sem bíða þín. Gættu þess að taka ekki að þér of mörg verkefni og farðu nú að sleppa fram af þér beislinu af og til. Þú hefur haft miklar áhyggjur af nánum ættingja en góð- ar fréttir eru handan við hornið. Spennandi verkefni bíða þín og þú átt eftir að kynnast skemmtilegu fólki. Þín bíðurferðalag til stór- borgar þar sem þú munt hitta góða vini og skemmta þér konunglega. Þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir á ár- inu og ýmislegt sem hefur verið að vefjast fyrir þér fer að skýrast. Ekki hafa of miklar áhyggjur, þetta reddast allt saman eins og alltaf. Þú ert að hressast eftir tímabil lægðar og þú finnur mikinn mun á þér. Lífið á eftir að leika við þig um leið og þú hefur tekið ákvarðanir varðandi ýmis mál og það getur vel verið að þú flytjist búferlum þegar líða tekur á árið. Gamlir vinir koma skemmtilega á óvart og þú finnur mikinn stuðning frá öll- um í kringum þig. í ástamálunum verður þú að taka málin í eigin hendur og passaðu þig á því að kenna ekki maka þínum um allt sem fer úrskeiðis. Undanfarnir mánuðir hafa ekki verið þinn mesti gleðitími. Sambandsslit og önnur leiðindi hafa látið á sér kræla og þú þarft virkilega að fara að vinna úr þínum málum. Ræktaðu sjálfa/n þig og áður en þú veist af verður nýtt ævintýri í startholunum. Þú ert frábær manneskja og átt aðeins það besta skilið. Gefðu þér góðan tíma til þess að hugsa um í hvaða átt þú vilt fara og varastu að fara út i samband með manneskju sem þú berðekki miklar tilfinningar til. Skemmtu þér með vinum þínum og einbeittu þér að náminu. Eftir því sem liður á veturinn áttu eftir að kynnast nýrri hlið á sjálfri þér. Bogmaður 23. nóvember - 21. desem & 4ÉK Steingeit 22. desember - 20. janúar Vatnsberi núar -19. febrúar MjBaiEaBaSBaBfiffigflgaH Fiskar 20. febrúar - 20. mars Það er skemmtilegur tími framundan hjá þér. Nýtt ár og spennandi tækifæri. Þú rifjar upp gömul kynni með góðum vini og hver veit nema það samband þróist í eitthvað meira spennandi. Þín bíður skemmtilegt ferðalag á árinu og draumar verða að veru- leika. Forðastu fólk sem reynir að notfæra sér þig og ekki fara yfir um ef þú þarft að sýna ákveðni í samskiptum við aðra. Varastu að hafa of miklar áhyggjur af smámunum vegna þess að það tekur of mikla orku frá þér, einbeittu þér frekar að einhverju já- kvæðu og uppbyggilegu. Farðu út á meðal fólks og lyftu þér upp, passaðu samt að fara ekki yfir strikið. Það eru miklar breytingar framundan hjá þér. Þú gerðir miklar fjárfestingar í lok ársins og búferlaflutningar bíða þín. Ekki stressast of mikið upp yfir þessu og mundu að það er alltaf erfitt að breyta til. Atvinnutilboð mun berast þér sem þú munt taka fegins hendi enda felur það í sér ný og skemmtileg tæki- færi sem þú vilt ekki missa af. Góðir vinir koma heim eftir langa fjarveru og þú hefur mikið að spjalla um. Samskipti þín við þína nánustu eru mjög góð en varastu að ætlast til of mikils af fólkinu í kringum þig. Ef þú ert ekki í sambandi þá er rétti tíminn til þess að fara að litast um. Loksins ertu búin að leysa úr þínum deilu- málum og getur farið að slappa af og njóta lífsins. Haltu stórt partý og bjóddu öllum sem þér þykir vænt um, þér veitir ekki af að skemmta þér í góðra vina hópi. Reyndu að temja þér jákvætt hugarfar og ekki gera stór mál úr smámunum. Ástarmálin ganga upp og niður og þú verður að fara taka mál- in í þínar hendur. Vertu óhrædd/ur við að stíga fyrsta skrefið og ef hlutirnir ganga ekki upp þá þýðir ekkert að láta það draga sig of mikið niður. Farðu líka að átta þig á því að þú átt skilið allt það besta. Það eru breytingar í vændum á nýja árinu sem þú munt taka fagnandi. Gættu þess þó að vaða ekki blindandi út í eitthvað sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig mun ganga fyrir sig. Til þess að hlaða batteríin hefur þú þörf fyrir einveru og láttu það eftir þér að vera heima í rólegheitum, þú ert ekki að missa af neinu þó að þú dragir þig stundum í hlé. Þú hefur átt ánægjulegar stundir með fjölskyldunni um jólin og vertu dugleg/ur að rækta sambandið við alla áfram. Þú hef- ur átt erfitt með að skuldbinda þig og þarft að læra að taka áhættur I ástamálum. Hrútur 21. mars - 20. apríl Naut 21. apríl - 21. maí KB Tvíburar 22. maí - 21. júní Krabbi 22. júní - 23. júlí Þú ert heillandi manneskja og þú hefur svo sannarlega fundið þig í því sem þú ert að gera þessa dagana. Þér gengur vel og þú hefur mikla hæfileika á þínu sviði. Það fer að rætast úr ástamálunum og hafðu ekki of miklar áhyggjur þó að þetta gangi ekki nákvæmlega upp eins og þú vilt. Hafðu í huga að engir tveir eru eins og það getur verið mjög erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Farðu varlega með peningana þína og mundu að þeir vaxa ekki á trjánum. Það er allt í lagi að leyfa sér stundum hitt og þetta en varastu að sleppa þér algerlega í kaupgleðinni. Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá þér á síðasta ári en vonandi fer að hægjast um. Þú ert búin að vera mjög þreytt/ur og þarft að fara að læra að slappa af. Það er allt í lagi að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að maður getur ekki verið allt í öllu og stundum langar mann bara til þess að vera heima. Þú ert nýbúin/n að fá launahækkun sem kemur sér sérstaklega vel og hagur þinn fer svo sannarlega að vænkast. Ekki gleyma þínum náriustu og gefðu þér tíma til þess að vera með þeim í rólegheitum. Þú ert búin að vera í rólegheitum á framandi slóðum með fjölskyldunni. Það getur verið svolítið erfitt að byrja aftur eftir góðan tíma en reyndu að gera það besta úr hverjum degi. Ekki gleyma þér í þinni fullkomnunar- áráttu og gefðu þér tíma til þess að hitta vini þína og njóta þeirra samvista. Lyftu þér upp og ekki hika við að kynnast nýju fólki. Njóttu þess að hafa gaman og ekki vera stöð- ugt með samviskubit yfir öllu og engu. Það þjónar engum tilgangi. Sýndu hvað í þér býr og taktu gagnrýni ekki of nærri þér. Gættu þess að hlusta á sjónarmið annarra vegna þess að þú gætir lært eitthvað nýtt. Þú hefur verið að kafna í verkefnum og svo verður áfram eitthvað fram eftir nýja árinu. í vor fara þó hlutirnir að hægjast í kringum þig og þú getur farið að slappa aðeins af og njóta þess að vera ekki með allar hendur full- ar. Gættu þess að hlaða ekki á þig of miklum verkefnum. Þú ert gjörn/gjarn á að láta fólk vaða yfir þig þannig að þú þarft að fara að læra að vera ákveðnari. Taktu áhættur og leyfðu örlögunum að ráða ríkjum. Þú munt njóta samvista góðra vina og þá verður mik- ið spjallað og að mörgu komist. Njóttu þess að vera þú sjálf/ur. 46

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.