Bændablaðið - 22.03.2005, Page 23

Bændablaðið - 22.03.2005, Page 23
Þriðjudagur 22. mars 2005 23 Á tilraunabúinu á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi fer fram fjölbreytt og öflugt rannsóknar- starf þar sem megináherslan er á fóðrun og meðferð gripa. Mjólkurkvóti búsins eru rúmir 230 þúsund lítrar og mjólkur- kýrnar eru um 50. Aðeins kvígukálfar eru settir á. Kvígur í uppeldi og kálfar telja annað eins og kýrnar þannig að um 110 gripir eru í fjósinu. Um 90 vetrarfóðraðar ær eru á búinu auk hrossa starfsfólks. Umfangmesta tilraunina á bú- inu um þessar mundir er „Heil- fóðrun til hámarksafurða“ en markmið tilraunarinnar er að þróa heilfóðrun og athuga hvaða áhrif heilfóður samkvæmt erlendum stöðlum hefur á afurðir og heilsu- far mjólkurkúa við íslenskar að- stæður. Búnaður til heilfóður- gerðar hefur verið settur upp á Stóra Ármóti, sem er sérstaklega hannaður með tilraunastarfið í huga. Búnaðurinn er af Mullerup gerð, framleiddur í Danmörku. Kerfið er tölvustýrt, sér um blöndun fóðurefna og skammtar fóður á einstaklingsvísu með sveigjanleika í fóðrun fyrir litla hópa. Gert er ráð fyrir að kerfið sjái um fóðrun kálfa og kvígna auk mjólkurkúnna þar með taldar tilraunakýr. Kerfið gerir fóðrunina ná- kvæmari og markvissari á öllum aldurs- og framleiðsluskeiðum og hentar sérstaklega vel fyrir til- raunastarfið. Þá er mikill vinnu- sparnaður með þessum búnaði. Kúnum á Stóra Ármóti er gefið sex sinnum á dag í tilrauninni. Að sögn Grétars Hrafns Harðarsonar tilraunastjóra hefur nýja kerfið komið mjög vel út og lofar góð í tilraunastarfinu. Hann segir að rannsóknir erlendis sýni t.d. að búast megi við um 10% hærri nyt, 13% hærra fituhlutfalli og 3% hærri prótínhlutfalli sé fóðrað með heilfóðri. Þá bætir heilfóðrun jafnvægi vambarstarfseminnar og skilar færri vandamálum og heil- brigðari kúm. Grétar Hrafn Harðarsson, tilraunastjóri á Stóra Ármóti (t.h.), ásamt starfs- mönnum á Stóra-Ármóti, þeim Eiríki Þórkelssyni tilraunamanni (fyrir miðju) og Höskuldi Gunnarssyni bústjóra. Þeir standa við nýja búnaðinn til heilfóðurgerðar. Grétar Hrafn og Eiríkur eru starfsmenn Landbúnaðar- háskóla Íslands. Heilfóðrun til hámarksafurða Spennandi verkefni á Stóra-Ármóti Landssamtaka sauðfjárbænda Árshátíð LS verður haldin föstudaginn 8. apríl nk. í Súlnasal Hótel Sögu. Hátíðin hefst kl. 19.00 með fordrykk. Skemmtiatriði verða fjölmörg og koma frá öllum landshornum!. Hljómsveitin „Þotuliðið“ mun spila undir dansi fram á rauða nótt. Matseðillinn er glæsilegur og samanstendur af eftirfarandi: Forréttur: Humarsúpa „Orginal“ með fullt af humri! Aðalréttur: Lambafillet í balsamico með kryddjurtafylltri fontant kartöflu, lambaconfit og rauðvínsgljáa. Eftirréttur: Súkkulaðiteningur með eldsteiktum jarðarberjum. Verði er stillt í hóf eða aðeins kr. 4.800 á mann, fyrir áðurgreindan matseðil, fjölmörg skemmtiatriði og dansleik. Allir sauðfjárbændur er hvattir til að mæta, en það er samdóma mat þeirra er sótt hafa árshátíð sauðfjárbænda áður að vart sé um betri skemmtun að ræða. Til að tryggja sér miða er fólki bent á að hringja í síma 563-0300 sem fyrst og skrá sig. Fyrsti koma fyrstir fá! Einnig eru þeir sem ætla að gista á hóteli hvattir til að panta sér herbergi í tíma. Árshátíðarnefnd LS.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.