Bændablaðið - 02.12.2008, Síða 13
13 Bændablaðið | þriðjudagur 2. desember 2008
nomuseum Northern Europe, ENE,
sem gengur út á að yfirfæra kana-
dískt viðskiptalíkan fyrir hand-
verksfyrirtæki til landa Norður-
Evrópu. Þátttökulönd fyrir utan
Ísland eru Noregur, Norður-Írland,
Írland, Færeyjar og Kanada.
Kanadamenn eru tilbúnir að
miðla af þekkingu sinni en sam-
eiginlega er farið yfir hvernig best
verður að því staðið. Þetta við-
skiptalíkan hefur verið í þróun
undanfarin 20 ár og í dag eru starf-
andi 50 slík fyrirtæki á austurströnd
Kanada með um 500 starfsmenn.
Heildarvelta fyrirtækjanna er um
þrír milljarðar króna og árlega
koma um sjö hundruð þúsund gest-
ir í heimsókn. Gert er ráð fyrir að
ENE-verkefnið taki þrjú ár og að
í hverju þátttökulandi verði valin í
það minnsta tvö fyrirtæki.
Á Íslandi hafa fyrirtækin Gusta
Design á Djúpavogi, sem framleið-
ir töskur og fylgihluti úr fiskroði og
hreindýraskinnum, og fiskvinnslu-
fyrirtækið Bestfiskur á Hornafirði,
sem framleiðir m.a. sólþurrkaðan
saltfisk, verið valin til verkefnisins
og er þróunarvinnan þegar hafin.
Verkefnið hefur fengið fjárhagsleg-
an stuðning víða, m.a. frá NORA,
Norrænu Atlantsnefndinni, og Slow
Food-samtökin hafa einnig lýst yfir
stuðningi við verkefnið.
Íslenski stuðningshópurinn sam-
anstendur af Nýsköpunarmiðstöð
Íslands á Hornafirði, Menningar-
miðstöð Hornafjarðar, Þekkingar-
neti Austurlands, Handverki og
hönnun og hönnunardeild Lista-
háskóla Íslands. Markmiðið er að
varðveita hefðbundið handverk,
mæta þörfum samtímans fyrir
menningar-, fræðslu- og ferðaþjón-
ustuafurð og gera um leið eigendur
fyrirtækjanna fjárhagslega sjálf-
stæða.
Munurinn á Hagleikssmiðju og
öðrum handverksfyrirtækjum er sá
að þau síðarnefndu selja ákveðna
vöru eða handverk á meðan
Hagleikssmiðjan selur handverk,
segir sögu þess, lýsir menning-
unni sem handverkið er sprottið úr
og færir viðskiptavininum upplif-
unina sem fylgir því að sjá vöruna
verða til. Hagleikssmiðja er einka-
fyrirtæki sem notar hefðbundna
tækni eða þekkingu við framleiðslu
á afurðum sínum, kynnir þekkingu
sína og handverksmenn fyrir við-
skiptavinum og hefur því aðstöðu
til vinnslu, sýningar og kynningar á
vörunni. Sannað er að viðskiptavin-
urinn er mun líklegri til að kaupa
vöru hafi hann fylgst með fram-
leiðsluferlinu, heldur en vöru sem
hann sér uppstillt í verslun.
Heimaframleiðslan afar
mikilvæg
Á fyrirlestri um framleiðslu á svæð-
isbundnum kjöttegundum kom fram
að til að viðhalda líffræðilegum
fjölbreytileika væri nauðsynlegt að
vernda gömul búfjárkyn og stofna,
sem væru erfðaauðlindir. Besta
verndunaraðferðin og nýting til
framleiðslu á kjöti og öðrum búfjár-
afurðum, einkum með grasbítum,
er kjötframleiðsla með heimakynj-
um hvers lands eða svæðis. Oft er
þetta tengt ferðaþjónustu í sveitum.
Mikilvægt er að eiga búfé sem er
aðlagað aðstæðum á hverjum stað,
eins og er á Íslandi; búfé sem fell-
ur inn í menningarlandslagið og er
hluti af menningunni í hverju landi.
Vaxandi andstaða er víða um lönd
gegn búfjárafurðum úr verksmið-
jubúskap þar sem aðallega er fóðr-
að á korni og jafnvel beitt lyfja- og
hormónameðferðum.
Hefðbundin framleiðsla af beiti-
landi og grasafurðum gegnir öðru
máli. Sumir kaupa aðeins mjólk,
kjöt og egg frá slíkum búum, gjarn-
an lífrænt vottuðum og/eða þeim
búum sem eru með framleiðsl-
unni að vernda sjaldgæf búfjárkyn
eða kyn í útrýmingarhættu. Víðast
hvar hefur sláturhúsum fækkað og
er vaxandi þörf á litlum sláturhús-
um, jafnvel hreyfanlegum ein-
ingum sem geta sinnt sérkröfum
af ýmsu tagi og uppfylla sértækar
gæðakröfur. Ýmsir telja of miklar
kröfur gerðar, kjötið gjarnan selt
beint frá býli, t.d. í ferðaþjónustu
eða á sveitamörkuðum á nærsvæði.
Þetta þýðir minni flutninga, sem er
betra fyrir dýrin, og um leið minni
útblástur gróðurhúsalofttegunda.
BGK
Hér er einnig verið að vinna að annarri gamalli hefð, eða eiginlega hand-
verki. Þessi kona er að leggja síðustu hönd á Havana-vindil sem búinn var
til á staðnum.
Þessir aðilar framleiða allir kjöt undir sama merkinu, eins og hér sést.
Bæði er framleitt eftir gömlum uppskriftum sem notaðar hafa verið mann
fram af manni en einnig er um vöruþróun að ræða.
Þann 15. nóvember 2008 eru
60 ár síðan starfsemi hófst á
Tilraunastöð Háskóla Íslands
í meinafræði að Keldum.
Tilraunastöðin hefur verið
ein meginstoð í vísindastarfi á
Íslandi og margar rannsókn-
anna hafa verið á heimsmæli-
kvarða. Starfið hefur verið að
þróast í 60 ár og Tilraunastöðin
er metnaðarfull háskólastofn-
un með mikinn fjölbreytileika.
Á Keldum er fagleg forysta á
ýmsum fræðasviðum og mikil
þekking og reynsla. Jafnframt
er um að ræða fjölbreytt og gef-
andi samstarf við atvinnulífið,
s.s. við landbúnað, fiskeldi og
matvælaframleiðslu.
Á Keldum starfa öflugir, sér-
menntaðir og framsæknir vís-
indamenn með mikla reynslu og
standast þeir samanburð við þá
bestu í heiminum. Vegna sér-
stöðu Tilraunastöðvarinnar, sem
byggir á ríkri hefð og sterkri
sögu sem skiptir sköpum fyrir
framtíðina, þá hefur hún starf-
að skv. sérlögum sem eru frá
árinu 1990. Meginviðfangsefni
Tilraunastöðvarinnar eru rann-
sóknir á dýrasjúkdómum og
varnir gegn þeim. Helstu fræða-
sviðin á Keldum eru príon-
fræði, veirufræði, bakteríufræði,
sníkjudýrafræði, ónæmisfræði,
meinafræði og sameindalíffræði.
Rannsóknaverkefni síðustu ára
eru m.a. ónæmis- og sjúkdóma-
fræði fiska, sníkjudýra- og bakt-
eríufræði, veirur í sauðfé og hest-
um, riða og skyldir sjúkdómar og
sumarexem í hestum.
Afmælisráðstefna
Ýmislegt hefur verið gert til að
fagna afmælisárinu, m.a. fór
starfsfólk í afmælisferð í maí og
í september var haldin alþjóðleg
ráðstefna um fisksjúkdóma og
fiskaónæmisfræði (International
Conference on Fish Diseases and
Fish Immunology). Samhliða
auknum áhuga á fiskeldi víða
um heiminn hafa vísindamenn
aflað nýrrar þekkingar um fisk-
sjúkdóma og fiskaónæmisfræði.
Á Keldum hafa farið fram ára-
tugarannsóknir á fisksjúkdóm-
um og fiskaónæmisfræði og
Rannsóknadeild Fisksjúkdóma
er þar starfandi skv. sérlögum frá
árinu 1986. Rannsóknirnar hafa
fylgt áherslum í íslensku fisk-
eldi, í fyrstu í tengslum við lax-
eldi og nú á síðustu árum við
aðrar tegundir. Frá Keldum liggja
fyrir rannsóknir og niðurstöður
um smitsjúkdóma, samspil hýs-
ils og sýkils og áhrif bóluefna,
sem hafa verið birtar víða, m.a. í
alþjóðlegum ritrýndum tímaritum.
Þekkingaröflun á sviði fisksjúk-
dóma og fiskaónæmisfræði hefur
þróast mikið á síðustu árum. Því
þótti vel við hæfi að hafa áherslu
ráðstefnunnar, sem haldin var í
september í tilefni afmælisársins, á
þessum þáttum og er það í takt við
þróun Tilraunastöðvarinnar á síð-
ustu árum. Þátttakendur ráðstefn-
unnar voru frá sex heimsálfum:
Afríku, Asíu, Evrópu, Eyjaálfu,
N-Ameríku og S-Ameríku og 26
löndum. Meðal þeirra voru vís-
indamenn með alþjóðlega við-
urkenningu. Miklar upplýsingar
liggja fyrir um eðli fisksjúkdóma
og þeirra sýkla sem valda þeim,
veira, baktería, sníkjudýra og
sveppa. Hröð þróun hefur verið
í þekkingaröflun á þessu sviði í
alþjóðlegu vísindasamfélagi. M.a.
voru kynntar smittilraunir og þörf-
in er ljós á góðri aðstöðu til slíkra
rannsókna. Á ráðstefnunni lögðu
sérfræðingar áherslu á mikilvægi
þess að efla rannsóknir á lifandi
fiskum. Í því samhengi hefur verið
horft til þess á Íslandi að byggja
upp góða aðstöðu við Fræðasetrið
í Sandgerði í framtíðinni, en þar
er hentugur borholusjór og mik-
ilvægt er að uppbyggingu verði
hraðað sem mest. Ráðstefnan var
vettvangur þess að afla nýrra sam-
banda milli vísindamanna, fyr-
irtækja og háskólastofnana fyrir
framtíðarsamvinnu. Allmargir
nemendur í rannsóknanámi tóku
þátt í ráðstefnunni og í boði voru
sérstakar styrkveitingar til þeirra.
Ljóst er að aukinn skilningur á
smitefnum í fiskeldi stuðlar að
auknu verðmæti. Ráðstefnuhefti
hefur verið gefið út, en þar er að
finna útdrætti (samantekt) um
helstu niðurstöður og ályktanir.
Uppbygging á öryggis-
rannsóknastofu að Keldum
Unnið er að frekari uppbyggingu á
Keldum. Tilraunastöðin, Mennta-
málaráðuneytið, Framkvæmda-
sýsla ríkisins og aðrir aðilar hafa
unnið ötullega að því að koma
á fót öryggisrannsóknastofu að
Keldum. Enginn vafi er á að þessi
byggingarframkvæmd er sú flókn-
asta tæknilega séð sem unnin hefur
verið á Keldum. Víða hefur verið
leitað fanga varðandi upplýsingar
um fyrirkomulag og hönnun og
hafa sérfræðingar komið til lands-
ins, bæði frá Svíþjóð og Kanada,
til að vera ráðgefandi við fram-
kvæmdir. Byggingaframkvæmdir
hófust árið 2006, húsið reis á árinu
2007, nú á afmælisári Keldna er
unnið að innréttingum og tækni-
málum og innan skamms verður
öryggisrannsóknastofan tilbúin til
notkunar. Vel hefur verið staðið
að verkinu, öllum aðilum stendur
sómi af því og útkoman er glæsi-
leg. Mun aðstaðan verða sú full-
komnasta sinnar tegundar á Íslandi
í dag. Öryggisrannsóknastofan
uppfyllir BSL3 (Biosafety Level
3) kröfur og mun þar fara fram
margvísleg vinna með smitefni,
s.s. tilraunavinna með smitefni,
smitefni tengd frumurækt og gerð
frumulína, þjónusta við hreinsun
smitefna, smitefni sem eru jákvætt
viðmið í skimunarvinnu, vinna
með smitefni sem vitað er að eru
í landinu, vinna með smitefni sem
ekki hafa greinst en gætu verið
í landinu (t.d. fuglaflensa) og
verður aðstaðan viðbúnaðarrann-
sóknastofa ef grunur kemur upp
um nýtt smitefni sem ekki hefur
áður greinst í landinu.
Keldur á krepputímum
Mikilvægt er að varðveita og efla
nútímalega þekkingarstofnun eins
og Tilraunastöðina, sem á framtíð
fyrir sér og er í sterkum tengslum
við þarfir atvinnulífsins. Hröð og
kraftmikil uppbygging á Keldum
er enn mikilvægari nú vegna þeirra
kringumstæðna sem eru í íslensku
þjóðlífi þessa dagana. Það þarf að
skapa kringumstæður til að frekari
framþróun verði. Verkefni okkar
Íslendinga í dag er að byggja upp
íslenskt samfélag. Við þurfum að
átta okkur á að þjálfun, rannsókn-
ir og nýsköpun á fræðasviðum
Tilraunastöðvarinnar, sem þegar
hefur trausta innviði, er eitt af
þeim langtímaúrræðum sem hlúa
þarf betur að.
60 ára starfsafmæli Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
Eftir Sigurð Ingvarsson
forstöðumann og prófessor
að Keldum