Bændablaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 12. mars 2009
Nú í kjölfar efnahagsáfalls og
í aðdraganda kosninga hafa
Evrópumálin verið í brennidepli.
Hópur stjórmálamanna og svo-
kallaðra álitsgjafa hefur staðið á
torgum og fullyrt að eina lausn
okkar í dag felist í inngöngu í
Evrópusambandið. Ég er þeim
algerlega ósammála. Ég tel, að nái
Evrópusinnar markmiðum sínum
um að ganga í Evrópusambandið,
þá verði það upphafið að endin-
um fyrir íslenskan landbúnað og
bændastétt. Það er skylda fram-
bjóðenda fyrir komandi kosning-
ar að tala skýrt í þessum efnum.
Íslenskum landbúnaði er ætlað
mikilvægt hlutverk þegar kemur
að matvælaöryggi, atvinnulífi
í dreifbýli og nýtingu auðlinda
landsins. Landbúnaðurinn er sam-
ofinn atvinnulífi á landsbyggðinni
og bændur, gæslumenn landsins,
bera ríka ábyrgð þegar kemur að
því að halda landinu okkar í rækt,
til hagsbóta fyrir alla landsmenn.
Ein röksemd aðildarsinna
hefur verið að með inngöngu
muni matvælaverð hér lækka á
svip stundu. Þessi staðhæfing er
sett fram á grundvelli rangtúlk-
ana á staðreyndum málsins og því
miður hafa fjölmiðlar á köflum
brugðist upplýsingaskyldu sinni
í þessum efnum. Sú staðreynd að
íslenskir neytendur verja nú þegar
lægra hlutfalli ráðstöfunartekna
sinna til matvælakaupa en flestir
Evrópubúar er hins vegar sjaldan
nefnd.
Þegar mál eins og matvæla-
tilskipun Evrópusambandsins
eða Matvælafrumvarpið, eins og
það er alla jafna kallað, eru ann-
ars vegar, á alltaf, undantekn-
ingarlaust, að ganga úr skugga
um hversu skammt er hægt að
ganga á sviðum þar sem augljós-
um hagsmunum Íslands er stefnt í
hættu. Það á að vera skylda ráðu-
neyta að búa þannig um hnúta að
sérsjónarmiðum Íslands sé komið
á framfæri nægjanlega snemma
í ferlinu til að hægt sé að hafa
áhrif á framgang málsins og að
leggja málið þannig fyrir Alþingi
að þingmönnum sé gefin glögg
mynd af því hvaða hluta tilskip-
unarinnar verði að innleiða, hvar
sé hægt að ganga skemur við inn-
leiðingu og hvað sé tilskipuninni
allsendis óviðkomandi. Í dag eru
lagafrumvörp oft þannig úr garði
gerð að allt er í einum graut hvað
þetta varðar.
Það er nauðsynlegt að þeir sem
veljast til starfa á Alþingi tali skýrt
hvað það varðar, að málum eins
og Matvælafrumvarpinu verði
ekki veitt brautargengi nema tekið
verði tillit til hagsmuna bænda
í hvívetna. Allsherjareftirgjöf
gagn vart skriffinnum í Brussel
kemur ekki til greina. Ef ég þarf
að velja milli íslenskra bænda og
evrópskra skriffinna, þá vefst það
ekki fyrir mér.
Ég hafna öllum hugmyndum
um óheftan innflutning landbún-
aðarafurða og hef að vel ígrund-
uðu máli aldrei verið sannfærð-
ari en núna um að hagsmunum
Íslands er betur borgið utan
Evrópusambandsins en innan
þess. Frambjóðendur eiga að
tala skýrt í þessum málum; nú
vitið þið hvar hann stendur, þessi
Bergþór.
Að tala skýrt!
Á fjárlögum síðasta árs var vísitölu-
tenging niðurgreiðslna til bænda
afnumin. Það var afskaplega vond
ákvörðun og lýsti í raun þekking-
arleysi á stöðu og mikilvægi land-
búnaðarins. Þetta þurfti í sjálfu sér
ekki að koma á óvart þar sem hug-
myndafræði stjórnvalda mörg und-
anfarin ár hefur snúist um eitthvað
allt annað en undirstöðugreinar
atvinnulífs á Íslandi. Þessi afstaða
náði hámarki á árunum 2002 til
2007 en þá fengu margir þá flugu
í höfuðið að sjávarútvegur væri 4.
flokks útflutningsgrein og landbún-
að mætti jafnvel hætta að stunda á
Íslandi. Röfl um að bændur væru
baggi á þjóðarbúinu og ölmusu-
lið mátti greina í kaffihúsaspjalli, í
þingsölum og í fjölmiðlum.
Að afnema vísitölutenginguna
og þannig velta verðhækkunum yfir
á neytendur og jafnframt hækka
verðbólguna er óskiljanlegt í ljósi
þeirra aðstæðna sem uppi voru.
Beingreiðslur og niðurgreiðslur
verður að skoða fyrir hvað þær eru
– þær eru niðurgreiðslur á vörum til
neytenda. Upphrópanir um að inn-
flutningur matvöru sé lausn allra
mála standast ekki nánari skoðun.
Landbúnaðarafurðir úti um allan
heim njóta sambærilegra styrkja
og hér og ívið meiri á mörgum
stöðum. Það er þannig í rauninni
verið að niðurgreiða vörur til neyt-
enda út um allt land – og aftur:
þessu er ekki öðruvísi farið í t.d.
Evrópusambandinu. Ákvörðun
íslenskra stjórnvalda var þannig
beinlínis verðbólguhvetjandi.
Núverandi landbúnaðarráðherra
hefur verið að skoða stöðu bænda
í tengslum við þessa misráðnu
ákvörðun. Menn verða að átta sig
á hversu gríðarlega mikilvæg mat-
vælaframleiðsla er í landinu í dag.
Bændur hafa staðið veikt í mörg
ár. Þeir hafa búið við kreppu mun
lengur en frá því í október 2008.
Aðföng hafa hækkað gríðarlega
eins og hjá öðrum en í ljósi erfiðr-
ar stöðu vegur sú hækkun þyngra
hjá bændum en mörgum öðrum.
Auðvitað verður að viðurkenna að
miðstýrt kvótakerfi og undarlega
saman skrúfað beingreiðslukerfi er
ekki til að bæta stöðuna og er gríð-
arlega mikilvægt að endurskoða
kerfið frá grunni. Það er reyndar
svo að bankakerfið græðir mest,
því beingreiðslurnar fara gjarnan í
afborganir á kvótanum.
Bregði bændur búi er hætt við
keðjuverkun sem ómögulegt er að
sjá fyrir endann á. Þjónustukjarnar,
matvöruverslanir, mjólkurbú, slát-
urhús, kjötvinnslur, innflytjend-
ur, útflytjendur o.fl. gætu þurft
að draga verulega saman. Þetta
snýst ekki bara um byggð í land-
inu – bændur hafa áhrif á verslun,
viðskipti og þannig störf út um allt
land, líka í höfuðborginni.
Þessa mynd verður að skoða
í heild sinni. Með rétta menn í
brúnni og endurskoðað almenn-
ingsálit erum við loksins aftur á
réttri leið eftir áratug(i) í eyðimörk
frjálshyggjunnar...
Auðlindin til sveita Grímur Atlason
sveitarstjóri Dalabyggðar og fram-
bjóðandi í 1. sætið í fovali VG í NV
Alþingiskosningar 2009
Bergþór Ólason
Akranesi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks á Norðvesturlandi
Alþingiskosningar 2009
Á tæplega tveggja ára tíð minni sem
landbúnaðarráðherra vöktu tvö mál
sýnu meiri athygli en önnur og um
þau hafa skapast miklar umræður.
Þetta eru breytingar á búvörusamn-
ingunum og matvælafrumvarpið.
Eitt og annað af því sem um þessi
mál hefur verið sagt og ritað á sér
litla eða enga stoð í raunveruleik-
anum og því nauðsynlegt að rifja
upp staðreyndirnar.
Víkjum fyrst að búvörusamning-
unum og þeim hörmungaraðstæð-
um sem komnar voru upp við fjár-
lagagerðina sl. haust. Að óbreyttu
stefndi í ríflega 200 milljarða halla
á fjárlögum ríkisins og öllum var
ljóst að við svo búið mátti ekki
standa. Engir góðir kostir voru í
stöðunni heldur nauðsynlegt í raun
að gera allt í senn, hækka tekjur
með skattahækkunum, skera niður,
sem bitnaði meðal annars á rekstri
skóla og velferðarstofnana og síðast
en ekki síst, draga úr vísitölubótum
á ýmsum liðum, svo sem örorku
og ellilífeyri sem og búvörusamn-
ingum.
Vilji minn að verja
búvörusamningana
Vilji minn stóð vitaskuld til þess
verja búvörusamningana og gerði
ég það í lengstu lög. En þegar svo
var komið að ekki yrði hægt að ljúka
fjárlagagerðinni með sæmilegum
hætti nema að verðbæta greiðslur
ríkisvaldsins ekki að fullu, þá hlaut
það að gilda um búvörusamningana
eins og annað. Þetta var mjög miður
en undan varð ekki vikist við þess-
ar einstöku aðstæður.
Því varð niðurstaðan sú að bú-
vörusamningar og bætur al manna-
trygginga (til dæmis örorku og
ellilífeyris) lutu sams konar reglu. –
Ég fullyrði að í ljósi ástands ins var
ekki hægt að ná betri árangri hvað
snerti búvörusamningana.
Það er mikilvægt að undir-
strika að búvörusamningarnir voru
verðbættir að fullu allt síðasta ár.
Samningarnir verða líka verðbættir
í samræmi við það fjárlagafrumvarp
sem lagt var fram í októberbyrjun.
Það er jafnframt ljóst að ef verð-
bólgan gengur hraðar niður á árinu,
en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir,
má segja að skerðingin verði ekki
jafn mikil og ella hefði mátt ætla.
Margt bendir til að sú verði raunin.
Núverandi ríkisstjórn afnemur
ekki skerðinguna
Eftirmaður minn á ráðherrastóli
hefur nú lýst því yfir að engu verði
ekki breytt í sambandi við búvöru-
samningana. Vísar ráðherrann til
þeirra miklu efnahagserfiðleika sem
við er að glíma og telur af þeim
ástæðum hvorki forsendur til breyt-
inga nú, né sé leiðréttingar að vænta
á næsta ári. Efnahagslegar forsendur
séu einfaldlega ekki til þess.
Matvælafrumvarpi breytt eftir
óskum bændaforystunnar
Um matvælafrumvarpið svokallaða
hefur að vonum mikið verið rætt og
skoðanir skiptar. Eftir að afgreiðslu
þess var frestað vorið 2008 og áður
en það var lagt á ný fram á Alþingi
í desember síðastliðnum, var unnið
að talsverðum breytingum sem tóku
fyrst og síðast mið af þeirri gagn-
rýni sem bændur höfðu sett fram.
Ég fullyrði að breytingarnar koma
mjög til móts við athugasemdirn-
ar og raunar er hægt að sýna fram
á að í ýmsum liðum var gengið
lengra til að verja stöðu landbún-
aðarins en farið hafði verið fram
á. Það þarf ekki að koma neinum á
óvart. Frá fyrsta degi lýsti ég þeim
vilja mínum að gera lögin þannig
úr garði að landbúnaðurinn gæti
við unað.
Fárra kosta völ
Margt þarf að hafa í huga þegar
þetta mál er reifað og til að átta sig
á því til hlítar verða menn að gera
sér grein fyrir forsögunni. Þegar ég
kom í landbúnaðarráðuneytið hafði
undirbúningur matvælafrumvarps-
ins staðið um nokkurra ára skeið.
Hann hófst í tíð forvera míns sem
seint verður sakaður um að vilja
ekki bændum allt hið besta. Þeim
sem að málinu komu var einfald-
lega ljóst að ekki yrði undan því
vikist að taka upp löggjöfina.
Ég leit því á það sem mitt hlut-
verk að búa frumvarpið þannig úr
garði að það ógnaði ekki afkomu
bænda né tilvist landbúnaðarins.
Þar skipti mestu að við reyndum að
reisa allar þær girðingar sem hægt
væri og standa vörð um að ekki
yrði hróflað við þeirri tollvernd
sem við hefðum. Ennfremur lagð-
ist ég mjög eindregið gegn öllum
áformum um að lækka tolla á inn-
fluttum landbúnaðarvörum eins og
hart var þrýst á.
Mjög mikið tillit tekið til
athugasemda landbúnaðarins
Þess var óskað af hálfu landbún-
aðarins og fleiri aðila að málið yrði
ekki afgreitt á þingi vorið 2008.
Á það féllst ég og þar með gafst
okkur kostur á að fara betur yfir
málin – og alltaf með það eitt í
huga að treysta sem allra best varn-
irnar fyrir landbúnaðinn. Það frum-
varp sem nú liggur fyrir er afrakstur
þeirrar vinnu.
Í viðtali Bændablaðsins við Har-
ald Benediktsson formann Bænda-
samtakanna segir hann m.a. að
ljóst sé að tekið hafi verið tillit til
mjög margra þeirra athugasemda
sem Bændasamtökin settu fram í
umsögn sinni um frumvarpið, en
aðrar standi út af.
Orðrétt segir formaður Bænda-
samtakanna: „Þó enn standi nokkur
ágreiningsefni eftir teljum við að
með tillögum sem undirbúnar voru
í fyrri umsögn um fyrirkomulag
innflutnings á hráu kjöti, með til-
styrk 13. greinar EES-samningsins,
megi sníða frumvarpið að því að
þolanlegt verði. Það ætti ekkert að
vera því til fyrirstöðu að Alþingi
ljúki málinu á yfirstandandi þingi.“
Með skírskotun til þessa tel ég
alveg ljóst að hægt sé að ná breiðri
sátt um þetta mál og tryggja hags-
muni bænda og landbúnaðarins.
Það væri vitaskuld mikið fagnaðar-
efni og til marks um að samráðs-
leiðin sem ég kaus við meðferð
þessa máls hafi skilað tilskildum
árangri.
Við getum styrkt stöðu
landbúnaðarins
Það er nauðsynlegt að þessi mál séu
rædd og þau upplýst. Það var engin
meinbægni eða illvilji sem réði því
að búvörusamningarnir voru ekki
verðbættir að fullu. Hinar skelfi-
legur aðstæður sem þjóðin stóð-
um frammi fyrir kölluðu þetta yfir
okkur. Núverandi ríkisstjórnarflokk-
ar sjá þetta sömu augum, nú þegar
þeir standa frammi fyrir sams konar
vanda og við horfðumst í augu við á
hinum dimmu haustdögum.
Þá er matvælafrumvarpið þann-
ig úr garði gjört nú að forysta
Bændasamtakanna sér ekkert því
til fyrirstöðu að það sé afgreitt á
Alþingi. Vart þarf frekari vitnanna
við að tekið hafi verið tillit til hags-
muna bænda og þeir tryggðir.
Þetta breytir því ekki að verk-
efnið er að styrkja stöðu landbún-
aðarins eins mikið og við getum.
Þar eru mörg tækifæri. Þess vegna
fagna ég því að núverandi land-
búnaðarráðherra vill halda áfram
á þeirri braut sem ég og forystu-
menn bænda vildum marka. Líkt
og Haraldur Benediktsson gat um
í Bændablaðinu 26. febrúar sl.
stóð vilji okkar beggja, í viðræðum
um áramótin, til þess að reyna að
útfæra búvörusamningana þannig
að greiðslur vegna þeirra nýttust
bændum sem best í kjaralegu tilliti.
Því miður gafst ekki tími til þess.
Nú þarf að halda áfram á þeirri
braut og leita allra leiða til þess
að bæta hag bænda og beina þeim
fjármunum sem við höfum úr að
spila, til hagsbóta fyrir bændur og
íslenskan landbúnað.
Nokkrar staðreyndir um búvöru-
samningana og matvælafrumvarpið
Einar K. Guðfinnsson
alþingismaður og fyrrverandi sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra
Landbúnaðarmál
Kvennaskóla-
ævintýrið sýnt í
Þingeyjarsveit
Miklar leikæfingar hafa verið í
félagsheimilinu að Breiðumýri
í Reykjadal að undanförnu en
þar hefur leikdeild ungmenna-
félagsins Eflingar verið að æfa
Kvennaskólaævintýrið eft ir
Böðvar Guðmundsson sem upp-
haflega var sýnt í Frey vangs leik-
hús inu fyrir nokkrum árum við
miklar vinsældir.
Mjög margir leikaranna koma úr
hópi nemenda Framhaldsskólans á
Laugum og hafa sumir þeirra mjög
mikla sviðsreynslu en leiklist hefur
verið í hávegum höfð á Laugum í
samvinnu við Eflingu. Það hefur
verið mat skólastjórnenda að leik-
listin hafi mikla þýðingu fyrir unga
fólkið í skólanum og hefur það
sannað sig í gegnum árin.
Þá taka þrír þrautreyndir leik-
arar þátt í sýningunni en það eru
þau Friðrika Björk Illugadóttir
í Hamraborg, Ólafur Ólafsson
á Bjarnarstöðum og Þorgerður
Sigurgeirsdóttir frá Völlum.
Leikstjóri er Arnór Benónýsson
en tónlistarstjóri er Jaan Alavere
sem samið hefur 5 ný lög við sýn-
inguna en upphaflega samdi Garðar
Karlsson tónlistina.
Við sögu koma bændasynir
og bæjargæjar sem eru á útkíkki
eftir kátum kvennaskólastúlkum
og svo sjást líka strangir kenn-
arar. Leikritið verður frumsýnt um
helgina þ.e. laugardaginn 14. mars
og margir bíða spenntir enda hefur
leikhúsið á Breiðumýri sýnt og
sannað að þangað er alltaf bráð-
skemmtilegt að koma.
Á myndinni eru nemendur Fram-
haldsskólans á Laugum í hlutverk-
um kvennaskólastúlkna.