Bændablaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 12. mars 2009 Fréttir Fjarskiptasjóður og Síminn undirrituðu nýverið samning um uppbyggingu háhraðanets um allt land en með samningnum er öllum landsmönn- um tryggt háhraðanet fyrir árslok 2010. Það eru tæplega 1800 heimili sem verða tengd og er vinna við þau fyrstu nú þegar hafin. Fjölskylda Sigríðar Björnsdóttur á Kálfsstöðum í Hjaltadal varð fyrsta lögbýlið fyrir valinu við upp- byggingu háhraðanets um allt land sem Fjar skipta- sjóður og Síminn undirrituðu á dögunum. Það var sann kölluð bylting fyrir heimilisfólkið þegar samband komst á þann 5. mars síðastliðinn en fram að því höfðu þau ekki haft tengingu. „Við erum ekki beinlínis fólk sem liggur á Netinu en það er öryggi í því fólgið og þægindi, sérstaklega vegna þess að allt þjóðfélagið reiknar með því að maður sé tengdur. Það gera allir ráð fyrir því að maður hafi stöðugan aðgang að tölvupósti og ýmsir fundir og viðburðir eru einvörðungu auglýstir með þeim hætti,“ segir Sigríður. Samskipti við opinberar stofnanir fara að mestu leyti fram í gegnum Netið og ef maður er með barn í grunnskóla fara allar upplýsingar í gegnum það.“ Áður en háhraðanetstengingin kom í Kálfsstaði gat Sigríður fylgst með upplýsingum á Netinu úr vinnunni sinni þar sem hún hefur aðsetur á Hólum í Hjaltadal, en um helgar og í öðrum fríum hefur oft þurft að keyra þangað sérstaklega til að komast á Veraldarvefinn. „Þetta opnar okkur aðgengi að öllum þeim upp- lýsingum sem eru á Netinu hvenær sem okkur hentar og nú getum við fylgst betur með tölvupóstinum. Við keyrðum stundum á Hóla til að komast á Netið svo segja má að lífið hér hafi verið eins og í gamla daga, það var bara lesið og prjónað,“ útskýrir Sigríður brosandi og segir jafnframt: „Þetta eykur sveigjanleika í starfi fyrir okkur og möguleikann á að geta unnið heima. Við stundum hrossarækt og allt sem tengist hrossarækt er á Netinu eins og Veraldarfengurinn og aðrar skráningar. Þetta opnar tækifæri fyrir okkur til að vera með heimasíðu og kynna starfsemi okkar enn betur á Netinu.“ ehg Febrúar 2009e r ar 200910 0 10 20 30 40 505 km Sveitabæir 2009 2010 Háhraðaútboð Áætluð uppbygging á ra a t tl y i „Þægindi og aukinn sveigjanleiki“ Útbreiðsla háhraðanettenginga. Hér sjást þeir sveitabæir sem tengdir verða við háhraðanetið á þessu ári (ljósbláa- svæðið) og því næsta (dökkbláa svæðið). Samtökin Austfirskar krás- ir - matur úr héraði voru stofnuð þann 26. febrúar sl. á Egilsstöðum. Starfssvæði samtak- anna nær frá Þvottárskriðum í suðri að Sandvíkurheiði í norðri. Samtökin standa öllum opin sem stunda eða hyggjast stunda rekstur sem byggir á austfirsku hráefni; hvort sem það er við matvælaframleiðslu eða veitinga- rekstur. Bakland fyrir vinnslu með austfirskt hráefni Elísabet Þorsteinsdóttir, fram- reiðslumeistari hjá Klausturskaffi að Skriðuklaustri og stjórnarmeð- limur samtakanna, segir tilganginn með stofnun samtakanna vera að búa til bakland fyrir þá sem vinna með austfirskt hráefni í allri sinni mynd. „Innan samtakanna eiga þátt- takendur að geta litið á sig sem eina heild, unnið að markaðs- og kynn- ingarmálum saman og gert vörur og þjónustu með staðbundið hráefni sýnilegri og aðgengilegri. Þá verður hluti starfseminnar fólginn í fræðslu- starfi innan samtakanna með miðlun á sérfræðiþekkingu og auknu upp- lýsingaflæði. Síðast en ekki síst er samtökunum ætlað að hvetja og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í mat- ariðnaði á Austurlandi.“ Elísabet segir að með stofnun samtakanna á Austurlandi hafi hringnum í kring- um landið verið lokað, þar sem álíka samtök hafi áður verið stofnuð í öðrum landshlutum. Hreindýrin vega þungt Elísabet segir að margt megi nefna þegar talað er um austfirskar krás- ir. „Matvælaframleiðsla hér eystra stendur á gömlum merg bæði í land- búnaði og sjávarútvegi. Við höfum t.d. hreindýra-, lamba-, nauta- og geitakjöt, ferskan fisk, síld, loðnu, hákarl og harðfisk. Þá höfum við líf- rænt ræktað bygg, lerkisveppi, hrúta- ber, fjallagrös, hvönn og ýmis önnur ber og jurtir. En hvað varðar sérstöðu Austurlands þá vega hreindýrin þungt því heimkynni þeirra eru hér. Á Austurlandi er mikið skóglendi þar sem er úrval af berjum og svepp- um sem verið er að nýta. Lífræn ræktun á byggi og ýmsum vörum úr því er eitt okkar aðalsmerkja. Hér er eitt af fáum geitabúum á land- inu sem vinna kjötið beint til neyt- enda. Við erum með miklar hefðir við vinnslu og matargerð úr sjáv- arfangi, s.s. hákarl og síld og í raun má segja að við höfum allan skalann sem finna má í mat, frá fjöru og upp að hæsta byggða bóli. Mikil starf- semi í kringum staðbundið hráefni svæðisins er til staðar en við viljum gera hana aðgengilegri og sýnilegri. Samtökin eru að sjálfsögðu í órjúf- anlegum tengslum við ferðaþjónustu og menningarlíf,“ segir Elísabet. Eitt af fyrstu verkefnum samtak- anna, ef fjármögnun gengur eftir, verður að auglýsa eftir verkefn- isstjóra sem mun m.a. sjá um kynn- ingar- og markaðsmál fyrir samtökin. „Þetta telja samtökin að sé forsenda þess að öflugur og farsæll árangur náist í kynningar- og markaðsstarfi samtakanna,“ segir Elísabet. „Þá stendur til að búa til gagnagrunn yfir það hvar hægt er að nálgast austfirskan mat, beint frá framleið- anda eða á veitingahúsum. Einnig verður öllum þeim sem framleiða og selja mat á svæðinu haldið til haga í gagnagrunni og þeir kortlagðir á aðgengilegan hátt í bæklingi samtak- anna og á vefnum. Allt verður þann- ig gert til að auðvelda ferðamönnum og öðrum að nálgast mat af svæðinu, hvort sem menn vilja kaupa beint frá framleiðanda eða snæða á veitinga- húsi. Inni á heimasíðunni mun einn- ig verða komið upp spjallsvæði þar sem menn geta skipst á skoðunum, góðum ráðum og hugmyndum.“ Elísabet segir að á döfinni sé þátttaka í matreiðslukeppni lands- hlutanna, þar sem keppt verður um titilinn Íslenskt eldhús 2009. Fer keppnin fram á sýningunni Ferðalög og frístundir í Laugardalshöllinni 8.-10. maí nk. „Austfirskar krásir munu senda keppanda fyrir hönd Austurlands. Þar gefst okkur frá- bært tækifæri til að skarta aust- firsku hráefni og kynna það, auk þess sem samtökin munu verða með kynningarsvæði þar sem aðilar að samtökunum munu geta komið sínum afurðum á fram- færi.“ Á stofnfundinum voru eftir- talin kosin í stjórn og varastjórn: Elísabet Kristjánsdóttir frá Fjalla- dýrð, Elísabet Þorsteinsdóttir frá Klausturkaffi, Eymundur Magn ús- son í Vallanesi, Hrafnhildur Geirs- dóttir frá Hrefnuberjum, Klas Poul- sen frá Hótel Öldunni, Guðveig Ey glóar dóttir á Valþjófsstað og Þór- ólf ur Sigjónsson frá Sels burst um. -smh Austfirskar krásir reiddar fram Samkeppniseftirlitsins sem ákvörð- un þess byggir á. Búnaðarþing geti ekki talist samtök fyrirtækja held- ur sé það hagsmunaþing bænda. Bændasamtök Íslands séu stéttar- sam tök bænda og fullkomlega eðli legt að bændur komi saman og ræði sína hagsmuni enda sé bein- lín is gert ráð fyrir því í lögum. Í því felist ekki samráð, frekar en þegar Alþýðusamband Íslands heldur sitt ársþing. Í almennum umræðum á þinginu kom fram mjög skýr vilji þingfulltrúa til að látið yrði reyna á málið ef úrskurð- ur Samkeppniseftirlitsins yrði Bænda samtökunum í óhag, eins og nú hefur orðið raunin. Formaður Bændasamtakanna segir úrskurðinn vonbrigði Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna segir úrskurðinn vera vonbrigði. „Bændasamtökin eru heildarsamtök allra bænda og búgreina. Ekkert í tilvísuðum máls- skjölum sem Samkeppniseftirlitið birtir bendir til að umræða og að- gerð ir hafi verið á nokkurn hátt á skjön við þau meginmarkmið starf- semi okkar að sinna hagsmuna- gæslu fyrir bændur. Það vekur sér- staka athygli hve mikið er gert úr einstökum ummælum starfsmanna samtakanna sem hafa það hlutverk fyrst og fremst að vera ráðgjaf- ar bænda og vekja athygli á stöðu þeirra. Það verkefni er okkur bein- línis ætlað lögum samkvæmt.“ Haraldur segist telja úrskurð- inn byggðan á hæpnum forsendum. Bændasamtökunum sé ætlað að gæta hagsmuna bænda og neyt- enda og vera stjórnvöldum til ráð- gjafar um atvinnuveginn. Það sé þeim ætlað með lögum, m.a. með búvörulögum og búnaðarlögum. Haraldur segist ekki skilja hvern- ig Bændasamtökin eigi að upp- fylla lögbundna skyldu sína eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins. „Bændasamtökin geta tæplega upp- fyllt þessar skyldur sínar án þess að umræða fari fram. Ég minni á að við sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda árið 1995 flutti landbúnaðarráherra frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem leiddu af þeirri sam- einingu. Ekkert er þar minnst á að um breytingar geti verið að ræða gagnvart samkeppnislögum sem sett voru fyrst 1993 og síðan endur- skoðuð 2003. Aldrei hefur komið ein ábending eða umræða frá hendi löggjafans um að staða samtaka bænda hafi breyst vegna ákvæða í samkeppnislögum,“ segir Haraldur. Hljótum að mega taka undir erlenda umræðu Haraldur segir vissulega rétt að mismunandi geti verið hvernig samkeppnislög horfi við einstökum búgreinum. Hins vegar sé hvergi í þeim umræðum sem vísað er til í úrskurðinum nefndar tölur um hækkanir og hvergi sé rætt sérstak- lega um einstakar búgreinar. Fyrst og fremst hafi verið rætt um hækkun aðfanga til bænda. „Ég hlýt því væntanlega áfram að mega segja sem formaður bændasam- takanna að áburður sé að hækka og fóður sé að hækka. En þegar ég verð spurður um hvaða áhrif það hefur þá verð ég að segja: ég veit það ekki. Að stofni til er málið reist á viðtali blaðamanns Morgunblaðsins við bændur. Ég geri mér ekki nokkra grein fyrir því hvernig Bændasamtökin geta borið ábyrgð á bændum í blaðavið- tölum.“ – En það er líka vísað í blaða- viðtal við þig í aðdraganda Bún- aðarþings í fyrra þar sem þú segir að nauðsynlegt sé að hækka verð á afurðum til bænda. Voru þau um- mæli óvarleg af þinni hálfu? „Í þessu viðtali er leitt út af um- ræðum sem spunnist höfðu vegna gjörbreyttra aðstæðna í heimin- um varðandi verð á matvælum. Samkeppniseftirlitið gerir meðal annars sérstaklega mikið úr þeim orðum sem höfðu fallið um að tími lágs verðs á matvælum væri liðinn. Tilvitnuð orð eru beint af forsíðu The Economist. Ef okkur er óheim- ilt að færa hingað heim umræðu sem fram fer í aðþjóðasamfélaginu, þá er margt öðruvísi en ég hélt.“ – Ertu því þá ósammála að þú, og aðrir forsvarsmenn bænda, hafi viðhaft ummæli sem voru til þess fallin að það mætti flokka þau sem samráð? „Ég fæ ekki séð af mínum um- mælum og umræðu innan Bænda- samtakanna að við höfum talað með öðrum hætti en til að mynda systursamtök okkar erlendis. Ég veit ekki til að þau séu í sérstakri gíslingu samkeppniseftirlita sinna landa. Þó eigum við öll að starfa eftir sambærilegri löggjöf. Mun ur- inn er þó sá að flestir okkar kollega þurfa ekki að standa frammi fyrir slíkri fákeppni í smásöluverslun og við. En hér virðast samtök margra smárra framleiðanda vera meira vandamál en markaðsráðandi aðil- ar á smásölumarkaði.“ Á okkar ábyrgð að framleiða mat Haraldur segir að úrskurður eftir- litsins komi á undarlegum tíma fyrir íslenska bændur, sem og fyrir íslenska þjóð. „Við upplifum afar sérstaka tíma. Efnahagslífið er lamað og bankakerfið hrunið. Flestir eru sammála um að eftirlits- stofnanir brugðust. Gagnvart bænd- um hefur undanfarin ár verið gerð ítrekuð aðför. Ráðist var í lækkun á tollum og tollvernd íslensks land- búnaðar er nú mun lakari en norsks landbúnaðar svo dæmi séu tekin. Ráðist var sérstaklega gegn hvíta kjötinu. Augljós afglöp eru gerð við tollalækkun gagnvart kjúkling- um, sem alls ekki fást leiðrétt. Rík- is stjórnin samþykkir haustið 2005 að heimila hér enn frekari inn- flutning á búvöru, bæði með samn- ingum við Evrópusambandið um gagnkvæmar tollalækkanir og yfir- töku á matvælalöggjöf sambands- ins. Búvörusamningar eru brotn- ir. Samningar sem er sérstaklega ætlað að tryggja byggð og matar- framleiðslu. Við hljótum að spyrja hvernig bændur eigi að mæta öllu þessu í einu ef á sama tíma á að brjóta niður samtök þeirra. Hvenær finnst stjórnvöldum vera nóg að gert til að lama landbúnaðinn?“ Haraldur segist ekki sjá stafkrók í úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem dregur línur varðandi hvar verði látið staðar numið. „Við sjáum þar engar leiðbeiningar um hvernig breyta skuli starfsháttum samtak- anna. Stjórnvöld sem að baki þessu standa eru að brjóta niður menn- ingu sveitanna. Menning sveitanna sem byggir á samstarfi, samstöðu og því ábyrga hlutverki að fram- leiða mat.“ fr Námskeið fyrir skógar- bændur Grænni skógar er námskeiðaröð fyrir skógarbændur og áhuga- sama skógræktendur sem vilja fræðast um skógrækt og flest það sem henni við kemur. Þessa dagana er verið að leita eftir áhugasömum nemendum á tvær námskeiðaraðir, önnur nám- skeiðaröðin er í samvinnu við Suðurlandsskóga og hin í sam- vinnu við Vesturlandsskóga. Skráningarfrestur er til 20. mars og verða báðar námskeiðarað- irnar settar af stað í apríl ef næg þátttaka næst. Hámarksfjöldi er um 30 manns í hvorum lands- hluta. Nánar á auglýsingu hér í blaðinu. Missa bændur stéttarfélag sitt? Framhald af forsíðu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.