Bændablaðið - 12.03.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 12. mars 2009
bls. 3. Ef bústofnseign í árslok er lægri en
bústofnseign í ársbyrjun er um bústofns-
skerðingu að ræða sem færist til gjalda í
rekstrinum í línu 55 á bls. 3.
Eignamat búfjár í árslok 2008
Samkvæmt skattmati er eignamat búfjár án
virðisaukaskatts sem hér segir:
Kr.
Mjólkurkýr 99.000
Holdakýr og naut 85.000
Kvígur, 1 1/2 árs og eldri 63.000
Geldneyti 45.000
Kálfar, yngri en 1/2 árs 12.000
Ær og sauðir 6.800
Hrútar 11.000
Gemlingar 6.000
Geitur 3.400
Hross á 14. vetri og eldri 16.000
Hross á 5. - 13. vetri 32.000
Fulltamin reiðhross á 5.-13. vetri 130.000
Önnur nýtanleg reiðhross 65.000
Verðlaunahross á 5.-13. vetri 180.000
Kynbótahestar á 5. - 13. vetri 260.000
Verðlaunaðir kynbótahestar á
5.-13. vetri
360.000
Tryppi á 2.-4. vetri 10.000
Folöld 7.000
Hænsni, eldri en 6 mánaða 850
Varphænsni 6 mánaða og yngri 530
Kjúklingar 180
Endur 730
Gæsir 1.400
Kalkúnar 1.900
Gyltur 37.000
Geltir 52.000
Grísir 7.900
Kanínur 1.500
Minkar: Karldýr 5.400
Kvendýr 3.700
Hvolpar 0
Refir: Karldýr og kvendýr 6.000
Hvolpar 0
Önnur ótilgreind dýr nýtt í rekstri 3.200
Dæmi um eignfærslu vegna kaupa á líf-
dýrum
a) Keyptar 30 ær á 5.000 kr. hver, alls
150.000 kr.
Heildarkaupverðið 150.000 kr. færist í
línu 33 á bls. 2. Á bls. 6 koma ærnar inn
í fjölda bústofns (ær og sauðir) í árslok
og hafa áhrif á matsverðið. Þá ber einn-
ig að tilgreina í öftustu dálkum á bls. 6
fjölda keypts búfjár og kaupverð þess.
Kaupverðið skal tilgreint án virðisauka-
skatts.
b) Keyptur einn fulltaminn hestur á 300.000 kr.
Þar sem kaupverð hestsins er hærri fjárhæð
en tilgreind er í 39. gr. laga nr. 90/2003,
um tekjuskatt, þá skal gjaldfæra kaupverð-
ið með jöfnum fjárhæðum á fimm árum.
Á fyrsta ári ætti því að gjaldfæra 60.000
kr. í eignaskrá RSK 4.01, en þar sem
gjaldfærsla á kaupári má aldrei vera lægri
en matsverð gripsins í árslok samkvæmt
skattmati ríkisskattstjóra, verður gjald-
færsla ársins 130.000 kr. Eftirstöðvunum,
170.000 kr., verður síðan dreift á 4 ár, þ.e.
42.500 kr. á ári.
Eignfæra ber hestinn meðal bústofns á
bls. 6 samkvæmt matsverði og auk þess
ber að eignfæra óniðurfærðar eftirstöðv-
ar kaupverðs, í þessu tilfelli kr. 170.000,
í eignaskrá RSK 4.01. Samanlagt bókfært
verð varanlegra rekstrarfjármuna skal
síðan færa í línu 7 á bls. 4. Alls verður því
eignfærslan 300.000 kr.
Halda skal utan um þessar hreyfingar á
eignaskrá.
Lífdýr falla undir fyrningarflokk 10, tegund
99. Dæmi: Fyrsti hesturinn sem keyptur var á
árinu 2008, með kaupverð yfir þeirri fjárhæð
sem tilgreind er í 39. gr., ber að eignfæra á
eignaskrá með auðkennið 081099001.
Reiknað endur-
gjald bænda
Að jafnaði skal færa á skattframtali 2009 þau
reiknuðu laun sem staðgreiðsla á árinu 2008
hefur miðast við. Séu færð lægri reiknuð laun
ber að láta nauðsynlegar skýringar fylgja
skattframtali. Í þessu sambandi vísast til 1.
mgr. 58. gr. laga nr. 90/2003, sbr. 6. gr. laga
nr. 45/1987.
Viðmiðunarlaun í staðgreiðslu 2008 fyrir
bændur og maka þeirra voru ákvörðuð þann-
ig:
Flokkur G. Landbúnaður
Til flokks G teljast bændur sem einir eða
með öðrum standa fyrir búrekstri, með eða
án aðkeypts vinnuafls. Standi hjón bæði fyrir
búrekstrinum skal reiknað endurgjald hvors
hjónanna um sig metið miðað við vinnufram-
lag hvors um sig við búreksturinn og skipt-
ist rekstrarhagnaður jafnframt á milli þeirra í
hlutfalli við reiknað endurgjald þeirra. Vinni
það hjóna, sem ekki stendur fyrir búrekstri
með maka sínum, við reksturinn skal meta
því endurgjald með hliðsjón af vinnuframlagi
þess, metið á sama verði og endurgjald mak-
ans, og telst rekstrarhagnaður þá vera tekjur
þess sem stendur fyrir búrekstrinum. Sé
búrekstur umfangsmikill og tveir eða fleiri
starfsmenn eru á launum auk bóndans og
maka hans og barna innan 16 ára skal flokka
starfið í flokka B(1) til B(4).
Flokkur G skiptist í þrjá undirflokka:
G(1) Bóndi með sauðfjárrækt sem aðalbú-
grein og hefur meiri hluta bútekna af
henni.
Mánaðarlaun 102.000 kr.
Árslaun 1.224.000 kr.
G(2) Bóndi með kúabú sem aðalbúgrein og
hefur meiri hluta bútekna af henni.
Mánaðarlaun 133.000 kr.
Árslaun 1.596.000 kr.
G(3) Bóndi sem stendur fyrir öðrum bú-
rekstri, svo sem svínarækt, alifuglarækt,
hrossarækt, loðdýrabú, grænmetisrækt og
garðplönturækt.
Mánaðarlaun 204.000 kr.
Árslaun 2.448.000 kr.
Annað ...
Beingreiðslur úr ríkissjóði Beingreiðslur úr
ríkissjóði sem greiddar eru á grundvelli a-
liðar 30. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. 40. gr.
og 44. gr. sömu laga, eru skattskyldar þegar
þær falla til, sbr. B-lið 7. gr. laga nr. 90/2003,
um tekjuskatt. Greiðslur þessar skal færa í
línu 1 eða 3 á bls. 2.
Sala greiðslumarks
Sala greiðslumarks telst sala á eign og um
útreikning söluhagnaðar gilda ákvæði 15. gr.
laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Samkvæmt
þessu telst hagnaður af sölunni að fullu til
skattskyldra tekna á söluári og skiptir ekki
máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu
eign. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. telst hagn-
aður af sölu þessarar eignar mismunur á sölu-
verði hennar og stofnverði að frádregnum
áður fengnum niðurfærslum og söluhagnaði.
Samkvæmt 3. mgr. umræddrar 15. gr. er
skattaðila jafnan heimilt að telja helming
söluverðs til skattskyldra tekna í stað sölu-
hagnaðar skv. 2. mgr. sömu greinar.
Dreifing söluhagnaðar
Í 27. gr. laga nr. 90/2003 er kveðið á um rétt
manna til dreifingar skattlagningar söluhagn-
aðar í því tilviki er skattaðili fær söluandvirði
greitt með skuldaviðurkenningum til þriggja
ára eða lengri tíma. Nánari skilyrði fyrir slíkri
dreifingu er að finna í greininni.
Meðferð söluhagnaðar ófyrnanlegra eigna
Í 4. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003 er að finna
ákvæði þess efnis að skattaðili geti farið fram
á frestun skattlagningar söluhagnaðar um
tvenn áramót frá söludegi, enda afli hann
sér sams konar eignar eða íbúðarhúsnæðis
til eigin nota í stað hinnar seldu innan þess
tíma og færist þá söluhagnaðurinn til lækk-
unar stofnverði hinnar nýju eignar. Síðan
segir í greininni að nemi stofnverð hinnar
nýju eignar lægri fjárhæð en söluhagnaðin-
um nemur telst mismunurinn til skattskyldra
tekna. Samkvæmt 4. mgr. 15. gr. er þessi
meðferð söluhagnaðar því aðeins heimil að
seljandi hafi haft búrekstur á hinni seldu eign
að aðalstarfi í a.m.k. fimm ár á síðastliðnum
átta árum næst á undan söludegi og stundi
búrekstur á sama hátt á hinni keyptu bújörð
eða noti hið keypta húsnæði fyrir eigin íbúð
í a.m.k. tvö ár eftir kaupdag. Ef þessum skil-
yrðum er ekki fullnægt telst söluhagnaðurinn
framreiknaður til skattskyldra tekna þess árs
þegar skilyrðið er rofið, að viðbættu 10%
álagi. Frestun tekjufærslu kemur því aðeins
til greina að yfirfæranleg rekstrartöp hafi
verið jöfnuð.
Upptaka nýrra búgreina
Litið hefur verið svo á að beita megi lögjöfn-
un hvað varðar ráðstöfun söluhagnaðar vegna
sölu greiðslumarks þannig að þeim bændum
sé heimilt að lækka stofnverð nýrra eigna
vegna upptöku nýrra búgreina á viðkom-
andi bújörð, þó þannig að hin nýja búgrein
sé rekin á bújörðinni og tengist afnotum fast-
eigna á henni. Með nýrri búgrein er átt við
atvinnugrein sem útheimtir afnot fasteignar á
bújörðum en ekki þær atvinnugreinar sem er
stjórnað frá bújörðinni s.s. rekstur vélknúinna
tækja, bifreiða eða vinnuvéla.
Eignarhlutur í félagi (t.d. einkahlutafélagi)
telst ekki til eigna af þeim toga sem um ræðir
í 4. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2003. Engin heim-
ild er því til frestunar á skattlagningu hagn-
aðar af sölu greiðslumarks með þeim hætti að
fært sé niður stofnverð eignarhluta í félagi.
Heimildin í 4. mgr. 15. gr. er bundin við nið-
urfærslu stofnverðs nýrra eigna þess sem
skattskyldur er af söluhagnaðinum. Ákvæðið
heimilar því ekki frestun skattlagningar á
söluhagnaði manns með niðurfærslu á eign-
arhluta í einkahlutafélagi.
Tjónabætur
Afurðatjónsbætur eru skattskyldar þegar
þær falla til, sama á við um bætur frá
Bjargráðasjóði.
Jarðskjálftabætur sem greiddar eru vegna
altjóns fasteignar teljast söluverð hennar og
reiknast söluhagnaður þá samkvæmt 12. til
27. gr. tekjuskattslaganna.
Aðrar jarðskjálftabætur vegna fasteigna
í atvinnurekstri skal færa til skuldar ef við-
gerðum er ekki lokið en eignfæra skal inn-
eignir vegna þessa. Tekjufæra skal á móti
viðgerðarkostnaði og skal tekjufærslan koma
til lækkunar á skuldinni. Ef jarðskjálftabætur
eru lægri en viðgerðarkostnaður skal gjald-
færa mismuninn. Ef jarðskjálftabætur eru
hærri skal tekjufæra mismuninn. Uppgjöri
á skuldfærðum tjónabótum skal lokið innan
þriggja ára frá því að þær voru ákvarðaðar.
Viðgerðarkostnaður telst sá kostnaður sem
lagt er í til að koma eign í sama ástand og
hún var í þegar rekstraraðili eignaðist hana,
hvort heldur hún var þá gömul eða ný. Sjá 4.
gr. reglugerðar nr. 483/1994.
Skila þarf greinargerð um viðgerðarkostn-
að. Ef um viðgerðir á fleiri en einni fasteign
er að ræða skal skila sérstakri greinargerð
fyrir hverja eign.
Tjónabætur vegna lausafjármuna sem
notaðir eru í atvinnurekstri eru skattskyldar
tekjur á því ári sem þær falla til og færast
í línu 19 á bls. 2. Jafnframt skal gera grein
fyrir þeim í sundurliðunartöflu á bls. 5.
Styrkir vegna búháttabreytinga
Greiðslur þær sem hér um ræðir gætu verið
framlag, stofnframlag, til nýs atvinnurekstrar.
Gegnir þá sama máli um greiðslurnar og ýmis
óendurkræf stofnframlög og t.d. ríkisframlög
til jarðabóta o.þ.h. Er þá áskilið að greiðsl-
unum sé varið til að standa straum af kostn-
aði við mannvirki, tækjakaup og endurbætur
vegna hinnar nýju búgreinar. Samkvæmt 2.
mgr. 12. gr. skattalaga dregst óendurkræfur
styrkur frá stofnverði eignar. Þannig ákvarð-
að kostnaðarverð myndar síðan fyrningar-
grunn. Ef fjárhæð styrksins liggur ekki fyrir
á sama ári og framkvæmdum á fyrnanlegum
eignum er lokið skal lækka fyrningargrunn
þessara eigna á eignaskrá þess árs sem styrk-
urinn er greiddur. Færa skal fjárhæð styrksins
til lækkunar fyrningargrunni í árslok næstlið-
ins árs.
Kaup á greiðslumarki
Keypt greiðslumark ber að færa til eignar í
línu 7 á landbúnaðarskýrslu, á kaupverði að
frádregnum áður fengnum niðurfærslum.
Ákvæði 42. gr. tekjuskattslaga um niðurlags-
verð gilda ekki gagnvart þessari eign.
Heimilað er að færa greiðslumark
niður á fimm árum, þ.e.a.s. um 20% á ári.
Niðurfærsla þessi færist til gjalda í línu 47 á
bls. 3 og verður alltaf sama fjárhæðin þar til
kaupverðið hefur að fullu verið fært niður.
Greiðslur fyrir sumardvöl barna og frá-
dráttur frá þeim
Tekjur og gjöld vegna sumardvalar barna á
ekki að færa á landbúnaðarskýrslu, heldur
gera upp sérstaklega. Er í þessu sambandi
vísað til leiðbeininga með skattframtali ein-
staklinga 2009 (RSK 8.01).
Afstemming virðisaukaskatts
Ef uppgjör virðisaukaskatts samkvæmt bók-
haldi á bls. 5 ber ekki saman við áður inn-
sendar virðisaukaskattskýrslur skal gera
leiðréttingarskýrslu RSK 10.26. Ef um
vangreiddan skatt er að ræða skal greiðsla
send innheimtumönnum ríkissjóðs, ef um
ofgreiddan skatt er að ræða skal senda skatt-
stjórum leiðréttingarskýrslu.
Annar rekstur
Skila skal sérstöku rekstraryfirliti vegna
annars rekstrar en landbúnaðar, t.d. gisti-
þjónustu, matsölu, skólaaksturs, vörubíla-
eða vinnuvélareksturs nema um sé að ræða
tilfallandi og smávægilegar tekjur. Færa
skal slíkan rekstur á eyðublað RSK 4.11,
Rekstrarskýrsla, og færa fjárhæðir af henni
yfir á síðu 1 á landbúnaðarskýrslu, í viðeig-
andi dálk. Þó skal gera grein fyrir rekstrinum
á eyðublaði RSK 1.04, Skattframtal rekstr-
araðila, ef velta fer yfir 20 millj. kr.
Reglur um fyrningar
Fyrningargrunnur lausafjár er bókfært verð
en fyrningargrunnur annarra eigna er upp-
haflegt kaupverð. Þar sem fyrningargrunnur
á lausafé er bókfært verð, fer fyrning lausa-
fjár stiglækkandi á líftíma eignarinnar. Ekki
má fyrna lausafé og fasteignir meir en svo
að eftir standi 10% af upphaflegu kaupverði
sem bókfært verð.
Dæmi:
Bóndi á tvær dráttarvélar. Heimilt er að fyrna
dráttarvélar um 20 til 35%. Önnur dráttarvél-
in var keypt á árinu 2004, bókfært verð henn-
ar í árslok 2007 var 525.000 kr. en upphaflegt
kaupverð var 3.500.000 kr. Heimil fyrning á
henni er því á bilinu 105.000 kr. til 175.000
kr. (Ekki 183.750 kr. þar sem þá yrði bókfært
verð hennar í árslok 2008 lægra en 10% af
upphaflegu kaupverði).
Hin dráttarvélin var keypt á árinu 2006,
bókfært verð hennar í árslok 2007 var
2.400.000 kr. en upphaflegt kaupverð var
4.000.000 kr. Heimil fyrning á henni er því
frá 480.000 kr. til 840.000 kr.
Reglugerð nr. 213/2001, um skattalega meðferð á
bústofnsbreytingu og kaupverði lífdýra í landbúnaði
1. gr.
Breytingu á bústofni í landbúnaði skal meta til tekna eða gjalda sem hér segir:
Bústofn eins og hann var í ársbyrjun og bústofn í árslok skal færa á landbúnaðarskýrslu
og reikna til verðs með sama verði og bústofninn er metinn til eignar í árslok samkvæmt
skattmati ríkisskattstjóra. Mismunurinn á heildarverði gripanna í ársbyrjun og árslok,
bústofnsaukning eða bústofnsskerðing, færist til tekna eða gjalda eftir atvikum.
Kaupverð lífdýra má gjaldfæra að fullu á kaupári þegar kaupverð hvers einstaks lífdýrs
er undir þeirri fjárhæð sem tilgreind er í 41. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignar-
skatt. Ef kaupverð á lífdýri er hærra en sú fjárhæð skal gjaldfæra kaupverðið með jöfnum
fjárhæðum á fimm árum. Í þeim tilvikum skal gjaldfærsla á kaupári þó aldrei vera lægri en
matsverð gripsins í árslok samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra. Gjaldfærslan í heild skal
aldrei vera hærri en kaupverðið. Sé lífdýr selt eða það drepst innan fimm ára frá því að það
var keypt skal færa til gjalda þann hluta kaupverðsins sem þá er ógjaldfærður.
Hafi gjaldfærslu á kaupverði lífdýrs verið dreift á fimm ár, sbr. 2. mgr. þessarar greinar,
skal eignfæra þann hluta kaupverðs sem ógjaldfærður er. Kaupverði sem dreift er á fimm
ár skal framreikna samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eign-
arskatt en telst ekki til eigna skv. 3. mgr. 53. gr. sömu laga við útreikning á tekjum og
gjöldum vegna verðbreytinga.
2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eign-
arskatt með síðari breytingum, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun
tekna og gjalda árið 2001 vegna álagningar opinberra gjalda á árinu 2002. Frá sama tíma
fellur úr gildi 3. töluliður B-liðar 17. gr. reglugerðar nr. 245/1963, um tekjuskatt og eign-
arskatt.
Ákvæði til bráðabirgða
Við framtal 2001 vegna tekna og eigna á árinu 2000 skal heimilt að meta bústofnsaukn-
ingu, bústofnsskerðingu og kaup á lífdýrum til tekna og gjalda samkvæmt reglugerð þess-
ari í stað 3. töluliðar B-liðar 17. gr. reglugerðar nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt.
Fjármálaráðuneytinu, 5. mars 2001