Bændablaðið - 19.11.2009, Side 15
15 Bændablaðið | fimmtudagur 19. nóvember 2009
Aðalfundur Félags hrossabænda
fór fram fyrir skemmstu. Góð
mæting var á fundinn, en rétt
til fundarsetu eiga kjörnir full
trúar allra níu aðildarfélaga
FHB. Fjallað var um ýmis mál
efni hrossaræktarinnar á fund
inum, en erindi fluttu Guðlaugur
Antonsson hrossaræktarráðu
nautur, Sigríður Björnsdóttir
dýralæknir hrossasjúkdóma og
Sigurbjartur Pálsson, fulltrúi BÍ
í stjórn Landsmóts.
Kosið var um tvo stjórnar menn
og var Ólafur Einarsson á Torfa
stöðum í Biskupstungum endur
kjörinn í stjórn, auk þess sem
Magnús Jósefsson í Steinnesi var
kjörinn nýr inn í stað Helgu Thor
odd sen sem gaf ekki kost á sér til
endur kjörs eftir tíu ára stjórnarsetu.
Voru Helgu sérstaklega þökkuð
góð störf í þágu félagsins, en hún
hefur verið virk í sinni stjórn
arsetu og átt stóran þátt í mörgum
mikil vægum verkefnum. Sigbjörn
Björns son á Lundum II var kjörinn
búnaðar þingsfulltrúi, en hann tekur
við af Baldvini Kr. Baldvinssyni.
Ályktað var m.a. um landnýting
armál, en FHB hvetur hestamenn
og hrossaræktendur til að huga vel
að beitilandi og rýra ekki gæði þess
með ofbeit. Einnig að haga aðbún
aði og fóðrun hrossa í samræmi við
reglugerðir þar um.
Sigríður Björnsdóttir kynnti
reglur um lyfjaskráningu sem tekn
ar verða í notkun um áramótin og
var fundurinn sammála því að
koma þyrfti á skilvirkri lyfjaskrán
ingu svo útflutningur hrossakjöts á
Evrópumarkað verði ekki í hættu.
Þá skoraði fundurinn á Fagráð
í hrossarækt að endurskoða reglur
um kynbótasýningar er varða eftir
lit með því hvort sýnendur eru alls
gáðir. Lagt var til að tekin yrðu upp
t.d. lyfjapróf á knöpum eða annað
markvissara eftirlit en nú tíðkast,
en eins og reglurnar eru í dag er
eftirlit þetta byggt á mati sýning
arstjóra og dómnefnda.
Ný heimasíða félagsins var
kynnt á fundinum og lýstu fund
armenn yfir mikilli ánægju með
hana. Síðan er bæði á íslensku og
ensku og er slóðin www.fhb.is .
Fundargerð aðalfundar mun birtast
á síðunni fljótlega og þar má lesa
nánari fréttir af fundinum og starfi
félagsins. HGG
Magnús Jósefsson í stjórn
Félags hrossabænda
Frá aðalfundi Félags hrossabænda.
Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra, ávarpaði fundinn og hvatti hrossa
bændur til dáða.
Íslendingar hafa verið þátttak
endur í Norðurslóðaáætlun
Evr ópu sambandsins frá árinu
2002. Fyrra áætlunartímabil
ið stóð til loka árs 2006 og þá
höfðu Íslendingar tekið þátt í
27 verkefnum innan áætl un
ar innar. Nýtt tímabil Norður
slóða áætlunarinnar hófst árið
2007 og nær til ársins 2013 og
eru íslensk aðalverkefni innan
henn ar orðin alls 14. Verkefnin
eru afar fjölbreytt og eru m.a. á
sviðum viðbragða við loftslags
breytingum, menningartengdr
ar ferðaþjónustu, heilsugæslu,
fiskeldis, verslunar, veiða, hand
verks, viðbragða við stórslysum,
almenningssamgangna, nýting
ar trjáviðar, endurnýjanlegra
orkugjafa, öldrunarþjónustu,
vegagerðar og skapandi greina.
Norðurslóðaáætlunin er
ein af fimm svæðisáætlunum
Evrópusambandsins og sú
eina sem Ísland tekur þátt í.
Byggðastofnun gegnir hlutverki
landsskrifstofu áætlunarinnar hér
á landi, en áætlunin heyrir beint
undir iðnaðarráðuneytið.
Þórarinn Sólmundarson á þró
unarsviði Byggðastofnunar segir
að markmið Norðurslóðaáætlunar
innar sé að efla atvinnu, efna
hags, um hverfis og félagslega
fram þróun svæða og landa á norð
urslóðum með samvinnuverk efn
um yfir landamæri á milli ein
staklinga, fyrirtækja og stofnana.
Þátttökulönd eru auk Íslands,
Finnland, Svíþjóð, Skotland,
NorðurÍrland, Írland, Noregur,
Grænland og Færeyjar. „Langflest
þeirra verkefna sem samþykkt
hafa verið eru starfrækt á lands
byggðinni og það er jákvætt,“
segir Þórarinn. Aðaláherslur yfir
standandi tímabils eru að efla
nýsköpun og samkeppnishæfni á
jaðarsvæðum og sjálfbæra þróun
auðlinda náttúru og samfélags.
Ánægjulegt hversu margar
íslenskar umsóknir hafa verið
samþykktar
Þórarinn bendir líka á að í þessu
samstarfi sé áhersla lögð á að
koma í veg fyrir að landamæri
þjóðríkja séu hindrun í samstarfi
og framþróun byggða og atvinnu
lífs og eins hafi verkefnin skapað
mikilvæg tengsl og þekkingu sem
byggja á alþjóðlegri samvinnu og
framtaki. Þórarinn segir að áætl
unin byggi á því að sjóðurinn sem
úthlutað er úr sé samkeppnissjóð
ur, hann sé rekinn á svipuðum
forsendum og rannsóknaráætl
anir innan Evrópusambandsins,
„umsóknir keppa sín á milli í
gæðum um það fjármagn sem til
ráðstöfunar er. Því er það mjög
ánægjulegt hversu margar íslensk
ar umsóknir hafa á liðnum árum
verið samþykktar,“ segir hann en
umsóknir eru metnar af sérfræð
ingum frá öllum aðilarlöndunum.
Stuðningur við ákveðin verkefni
er svo háður 50% mótframlagi
þess sem um sækir.
„Þessi áætlun nær til norð
lægra svæða í þátttökulöndunum,
svæða þar sem svipaðar aðstæður
eru uppi og fólk er að glíma við
áþekka hluti, eins og fjarskipta
mál, erfiðar samgöngur og langar
vegalengdir, fámenni, óblítt veð
urfar og annað slíkt sem einkennir
þessi svæði öðru fremur,“ segir
Þórarinn.
Flest verkefnanna ná yfir
þriggja ára tímabili. Sem dæmi um
verkefni frá fyrra áætlunartímabili
Norðurslóðaáætlunarinnar má
nefna Snow Magic verkefnið sem
unnið var í Mývatnssveit og hefur
skilað þeim árangri að á þriðja
þúsund manns heimsækja sveitina
fyrir jólin. Þá má nefna verkefni
sem snérist um aukna nýtingu á
timbri og öðrum lífrænum efnum
sem endurnýjanlegum orku
gjafa, en árangur þess er opnun
kyndistöðvar á Hallormsstað nú
í vikunni og eins nefnir Þórarinn
verkefnið „Destination Viking –
Sagas and Storytelling“ sem hafði
víðtæka þátttöku hér á landi og
skilaði góðum árangri. Af verk
efnum sem nú er unnið að nefndi
Þórarinn sérstaklega verkefni á
sviði dreifbýlisverslunar, almenn
ingssamgangna í dreifbýli, öldr
unarþjónustu, handverks, þjóð
garða og þingstaða.
Ánægð með árangurinn og
bjartsýn á framhaldið
Almennt erum við ánægð með
þann árangur sem orðið hefur og
bjartsýn á að þau verkefni sem nú
eru í gangi muni einnig skila til
ætluðum árangri. Það er mikill
áhugi fyrir þátttöku í verkefnum
Norðurslóðaáætlunarinnar hér á
landi og íslenskir þátttakendur
hafa staðið sig vel í framkvæmd
verkefna og reyndar er eftirsótt
að hafa íslenska þátttakendur
með í verkefnum áætlunarinn
ar. Og þó svo að þeim ljúki eftir
ákveðinn tíma þá er lögð áhersla
á sjálfbærni þeirra þ.e. að þau lifi
eftir að stuðningi við þau lýkur
og síðan stendur eftir tengslanet
ið sem byggt var upp í kringum
framkvæmdina og það er mjög
jákvætt,“ segir Þórarinn.
Þátttaka Íslendinga í verkefnum
Norðurslóðaáætlunarinnar
Þau verkefni sem nú eru í gangi
og Íslendingar eru þátttakendur í:
• Roadex Network Imple men
ting Accessibility. Sam starfs
verkefni Svíþjóðar, Finnlands,
Skotlands, Írlands, Svíþjóðar,
Íslands, Grænlands, Noregs og
Kanada. Íslenskur þátttakandi
er Vegagerð ríkisins í samstarfi
við verkfræðistofur og fleiri.
• New Plants for the Northern
Periphery Market. Sam starfs
verkefni Sví þjóðar, Finnlands,
Skot lands og Íslands. Íslensku
þátttakendurnir eru Land bún
aðar há skól inn Hvanneyri í
sam starfi við garðyrkjustöðvar
og fyrirtæki.
• Rural Transport Solutions.
Samstarfsverkefni Svíþjóðar,
Finnlands, Skotlands og Ís
lands. Íslensku þátttakendurnir
eru Þróunarstofa Aust ur lands
og Fjarðabyggð í samstarfi við
Vegagerðina.
• The THING Project – THing
sites International Net work
ing Group. Sam starfs verk efni
Noregs, Íslands, Skotlands og
Færeyja. Íslenski þátttakandinn
er Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
í samstarfi við tengda aðila.
• SMALLEST – Solutions for
Microgeneration to Allow
Energy Saving Technology.
Samstarfsverkefni Skotlands,
Finnlands, NorðurÍrlands,
Fær eyja, Svíþjóðar, Íslands og
Græn lands. Íslenski þátttak
andinn er Þróunarstofa Austur
lands í tengslum við fjölmarga
aðila innan orkugeirans.
MÞÞ
Íslendingar öflugir þátttakendur
í Norðurslóðaáætluninni
Ánægjulegt hversu margar íslenskar umsóknir hafa verið samþykktar
Þórarinn Sólmundarson sérfræð
ingur á þróunarsviði Byggða
stofn unar á Sauðárkróki.