Bændablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 19
      Helstu viðburðir í Ólafsdal 2010 Ólafsdalsskólinn 1880-1907 130 ár frá stofnun fyrsta búnaðar- skóla á Íslandi Sýningin verður á aðalhæð skóla- hússins í Ólafsdal. Opin 10. júlí – 8. ágúst kl. 13.00- 17.00. Dalir og Hólar – ferða- teikningar Sýning listamanna á 2. hæð skóla- hússins í Ólafsdal. Opin 24. júlí – 8. ágúst kl. 13.00- 17.00 Ólafsdalshátíð 8. ágúst kl. 13:00-17.00 Fjölbreytt dagskrá. Undirritun samnings á milli sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis (ráðherra) og Ólafsdalsfélagsins. Ávörp, erindi, tónlist, leiðsögn, gönguferðir, veitingar, markaður, verkmenning, húsdýr. Ólafsdalsfélagið Ólafsdalsfélagið var stofnað í Ólafsdal í júní 2007. Vorið 2010 voru félagar orðnir um 180 og þeim fjölgar stöðugt. Stefnt er að því að Ólafsdalur verði á ný frum- kvöðlasetur eins og hann var á tímum Torfa og Guðlaugar. Ólafs- dalsfélagið mun hafa umsjón með endurreisn staðarins samkvæmt samningi við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Aðgengi almennings að jörðinni verður tryggt, enda var Ólafsdalsskólinn þjóðskóli í þeim skilningi að þang- að komu nemendur hvaðanæva að af landinu og áhrif hans voru mik- il. Þær hugsjónir og sú trú á land og þjóð sem endurspegluðust í allri starfsemi Ólafsdalsskólans eiga nú mikið erindi við íslensku þjóðina. Í Ólafsdal var fyrsti bænda- skóli á Íslandi stofnaður fyrir 130 árum, árið 1880. Var hann starfræktur til ársins 1907 og skipti höfuðmáli í landbún- aðarsögu þjóðarinnar. Frum- kvöðull að stofnun skólans og skólastjóri alla tíð var hug- sjónamaðurinn Torfi Bjarna- son. Torfi fæddist 28. ágúst 1838 á Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu. Árið 1860 gerðist Torfi vinnumaður á Þingeyrum í Húnavatnssýslu og kynntist þar Guðlaugu Zakaríasdótt- ur. Hún fæddist 19. október 1845 á Heydalsá í Strandasýslu. Að lok- inni Skotlandsför Torfa giftu þau sig (1868) og ári síðar fluttist fjölskyldan að Varmalæk í Borgarfirði þar sem þau bjuggu þar til þau keyptu Ólafs- dal í Gilsfirði árið 1871. Torfi lést árið1915 og Guðlaug 1937. Þau hjón þóttu fyrirmyndarhjón og ást þeirra og virðing hvors til annars var auðsæ alla tíð. Þeir sem dvöldu um lengri eða skemmri tíð í Ólafsdal minnast þeirra hjóna með hlýju, þau hafi bor- ið mikla virðingu fyrir samferðarfólki sínu og gott hafi verið að vinna hjá þeim enda sanngirni í samskiptum höfð að leiðarljósi. Af bréfum skóla- pilta til Torfa kemur þetta glögglega í ljós, þeir minnast tímans í Ólafs- dal sem eins besta tíma lífs síns og Torfa og Guðlaugar með hlýju. Börn Guðlaugar og Torfa voru: Ingibjörg (1866–1904), Áslaug (1869–1950), Ásgeir (1871–1916), Ragnheiður (1873–1953), Ástríður (1875–1903), Karl (1877–1900), Kristín (1879– 1880), Þórdís (1881–1905), Sigríður (1883–1902), Ingunn (1885–1887), Markús (1887–1956) og Pétur (1891– 1891). Guðlaug og Torfi ólu upp sex fósturbörn auk fjögurra barna sem ólust að nokkru leyti upp hjá þeim. Guðlaug, kona Torfa, hafði umsjón með allri matargerð fyrir nemendur og heimafólk og var til þess tekið hve nýtin hún var. Matjurtaræktunin var rómuð, ræktaðar voru m.a. kart- öflur, sykurnæpur, bortfelskar rófur (teljast til næpna), gulrófur, hafrar, fóðursinnep og bygg. Ostagerð var löngum stunduð í Ólafsdal og var ostur gerður úr sauðamjólkinni en 170 ær voru mjólkaðar í Ólafsdal og 16 kýr. Úr sauðamjólkinni var einn- ig gert smjör og skyr. Skyrið var til heimabrúks, etið daglega og í því geymdur súrmatur en smjör og ost- ar seldir til Reykjavíkur. Ragnheið- ur dóttir Torfa og Guðlaugar fór til náms í ostagerð til Kaupmannahafn- ar og lagði sig sérstaklega eftir gerð dýrari osta, s.s. roquefort-osta úr sauðamjólk og gorgonzola-osta úr kúamjólk. Þann 1. júní 1880 var skólinn í Ólafsdal settur í fyrsta sinn. Fimm ungir menn hófu nám þennan dag í fyrsta búnaðarskóla Íslands. Þeir voru Sigurður Magnússon og Gísli Jónsson úr Strandasýslu, Jón Haf- steinn Lárusson úr Dalasýslu, Júlíus Jóhann Ólafsson úr Austur-Barða- strandarsýslu og Sæmundur Eyjólfs- son úr Mýrasýslu. Tilgangur skólans var að kenna jarðrækt – verklega og bóklega. Námsárið var frá vori til vors og námstíminn tvö ár. Eiginlega voru nemendur ráðnir til ársvistar á skólabúinu með áskilnaði um skipu- legt jarðræktarnám. Áhersla var lögð á að kenna notkun hestaverkfæra við hin ýmsu jarðræktarstörf og heyskap. Nemendur skyldu aðstoða við smíði verkfæranna. Á veturna var m.a. bókleg kennsla í reikningi og efna- fræði, grasa- og jarðræktarfræði, hag- fræði og „uppdráttarlist“ (teikning). Einnig húsdýrafræði og eðlisfræði. Nemendur gengu til búverka og þeir skrifuðu fyrirlestra kennarans. Segja má að skólinn hafi þróast upp úr hugsjón Torfa um stofnun og rekst- ur fyrirmyndarbús. Alls innrituðust 154 nemendur í skólann á starfstíma hans, árin 1880-1907. Þeir skiptust svo eftir sýslum: Heimkomnir voru Ólafsdalssvein- ar iðnir við að breiða út það sem þeir höfðu lært, margir tóku þeir með sér verkfæri sem þeir nýttu til þess að útbreiða nýja verkkunnáttu. Þeir réðust á þúfurnar, mældu upp tún, gerðu flókin áveitukerfi. Þá voru þeir langflestir áberandi í sínu sam- félagi, stóðu að stofnun félaga eins og búnaðar-, jarðræktar-, lestrar- og framfarafélaga. Þeir gerðust margir hverjir virkir í sveitarstjórnum, voru oddvitar, hreppstjórar, bæjarfulltrú- ar og sýslunefndarmenn. Einhverjir voru með í að stofna rjómabú, spari- sjóði, samvinnufélög, mjólkurbú og verslunarfélög. Torfi kom upp myndarlegum byggingum í Ólafsdal. Það mesta var hið myndarlega skóla- og íbúðarhús frá 1896 sem enn stendur. Athyglisvert einkenni bygging- anna í Ólafsdal er notkun tilhöggvins steins í veggi þeirra enda var það að sprengja grjót með púðri og fleygum heiti einnar verknámsgreinar við skólann. Í dagbók Torfa frá Skot- landsdvölinni 1866-1867 má sjá að hann hefur m.a. kynnt sér eins kon- ar steinsmíði sérstaklega. Traustur grunnur skólahússins frá 1896 svo og útveggir gripahúsa, sem enn standa, sýna að mikil og vönduð vinna hefur verið lögð í steinsmíðina. Hugsanlega hefur steinsmíðin í Ólafsdal verið fyrirmynd húsagerðar þar í nágrenn- inu. Sýsla Fjöldi % Dalasýsla 27 17,3 Strandasýsla 18 11,5 Norður-Ísafjarðarsýsla 15 9,6 Suður-Þingeyjarsýsla 13 8,3 Suður-Múlasýsla 10 6,4 Mýrarsýsla 9 5,8 Norður-Múlasýsla 9 5,8 Vestur-Húnavatnssýsla 9 5,8 A-Barðastrandarsýsla 8 5,1 Norður-Þingeyjarsýsla 7 4,5 Snæfellsnessýsla 7 4,5 Árnessýsla 4 2,6 V-Barðastandasýsla 4 2,6 Vestur-Ísafjarðarsýsla 4 2,6 Austur-Húnavatnssýsla 3 1,9 Eyjafjarðarsýsla 3 1,9 Skagafjarðarsýsla 3 1,9 Gullbringusýsla 2 1,3 Borgarfjarðarsýsla 1 0,6 156 100 Mikilvægi Ólafsdalsskólans Ólafsdalsskólinn 1898. Standandi f.v.: Benedikt Magnússon, kennari, Egill Benedikts- son, Guðlaugur Jóakimsson, Torfi Eymundsson, Bjarni Eiríksson, Guðlaugur Jónsson, Matthías Helgason og Torfi Bjarnason, skólastjóri. Sitjandi f.v.: Oddur Sigfússon, Grímúlfur Hermanníus Ólafsson, Dagur Brynjólfsson, Guðmundur Sigurðsson og Loftur Gunnarsson. Torfi Bjarnason.Guðlaug Zakaríasdóttir. Ólafsdalur Séð yfir jörðina í Ólafsdal uppúr aldamótunum 1900. Ljósmynd: Jón Guðmundsson frá Ljárskógum/Þjóðminjasafn Íslands. Ólafsdalur er við Gilsfjörð sunnanverð- an, um 6 km frá þjóðveginum yfir Gilsfjarðarbrú.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.