Bændablaðið - 08.07.2010, Page 22

Bændablaðið - 08.07.2010, Page 22
      Ólafsdalsfélagið stefnir að því að í Ólafsdal verði: • fræðslu- og nýsköpunarsetur um sjálfbærni í búskaparháttum, hefð- bundið íslenskt handverk og mat- argerð, auk rannsókna á menningar- landslagi og náttúru svæðisins. Þar verði haldin námskeið og ráðstefnur er tengjast áðurgreindum þáttum. Áhersla verður lögð á þætti sem tengjast Breiðafirði sérstaklega. • sýningaraðstaða og aðstaða fyr- ir fundi og ráðstefnur sem tengjast markmiðum setursins. Einnig verði þar aðstaða fyrir fræðafólk, kenn- ara, listamenn sem óska eftir eða er boðið að dvelja á staðnum í skamman tíma. • fræðandi menningarferðaþjón- usta og veitingasala þar sem boðið verði upp á mat og drykk sem hefur orðið til á staðnum, eða er fenginn úr Breiðafirði og umhverfi hans. Auk þess verði boðið upp á leiðsögn í gönguferðum á fornum þjóðleiðum, við fuglaskoðun, plöntuskoðun og hlunnindanýtingu. • Í þessu skyni hefur félagið tekið upp samstarf við sveitarfélög, söfn, háskóla og íbúa á svæðinu, auk fræði- manna og listamanna. • Ólafsdalshátíð verður haldin ár- lega. Gakktu til liðs við Ólafsdals- félagið og taktu þátt í endurreisn Ólafsdals. Margar hendur vinna létt verk! Hægt er að skrá sig í Ólafsdals- félagið á olafsdalur@olafsdalur. is eða í s. 693-2915 (Rögnvaldur). Einnig á opnunartíma í Ólafsdals í sumar. Árgjald er 5.000 kr. Í stjórn Ólafsdalsfélagsins eru: Bjarni Guðmundsson, prófessor Guðrún Hallgrímsdóttir, matvæla- verkfræðingur Halla Steinólfsdóttir, bóndi (varafor- maður). Ingveldur Guðmundsdóttir, bóndi (gjaldkeri). Rögnvaldur Guðmundsson, ferða- málafræðingur (formaður). Sigríður H. Jörundsdóttir, sagnfræð- ingur (ritari). Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráð- herra. Torfi Markússon, rekstrarfræðingur. Þórður Magnússon, rekstrarhagfræð- ingur. 24.- júlí - 8. ágúst 2010 Myndlistarsýning í Dölum og Reykhólahreppi. Sýningarstaðir: í Ólafsdal, í Króksfjarðarnesi, að Nýp á Skarðsströnd og að Röðli á Skarðsströnd. Sýningin kallast á við sýningarnar Dalir og Hólar 2008 og 2009 að því leyti að hún hefur að markmiði að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs við heimamenn og leiða sýningargesti í ferðalag um þetta fjöl- breytta og fallega svæði. En hún kall- ast jafnframt á við ákveðna alþjóðlega hefð innan myndlistarinnar. Það sem listamennirnir sýna er nokkuð sem kalla mætti ferðateikningar; teikn- ingar sem skrásetja eða segja frá ferðalagi á einhvern hátt – hugleiðing, hugmynd eða raunveruleg ferð sýnd – fjalla um ferðalagið og/eða staðina sem farið er til. Grundvöllur sýning- arinnar er þannig í anda ákveðinnar hefðar sem listamenn eins og Coll- ingwood og Ásgrímur Jónsson voru hluti af svo dæmi sé tekið, en báðir gerðu þeir teikningar á ferðum sínum um landið. Við Breiðafjörð og í Döl- um hafa margir listamenn sögunnar og samtíðarinnar slitið barnsskónum eða unnið lífsverk sitt. Svæðið býr yfir fjölskrúðugri náttúru, fjölbreyttu dýralífi, menningu og sögu, sem enn er ótæmandi uppspretta nýrra verka og nýsköpunar í listum. Sýn- ingarstjórn: Kristinn G. Harðarson, Þóra Sigurðardóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson. Sýningin er styrkt af Menningarráði Vesturlands, Menn- ingarráði Vestfjarða, Ólafsdalsfélag- inu, Kulturkontakt Nord og Statens Kunstråd (Dk.). Sýnendur: Anna Guðjónsdóttir f. 1958 Fyrir sýninguna Dalir og Hólar 2010 hefur Anna unnið teikningar út frá ferðalýsingum og frásögnum af svæðinu við Breiðafjörð, í Dölum og Reykhólahreppi. Anne Thorseth f. 1952 Verk Anne á sýningunni Dalir og Hólar 2010 eru út frá skissum og ljósmyndum sem Anne hefur unnið á gönguferðum sínum við Breiðafjörð. Anne hefur verið tíður gestur á Ís- landi síðan 1994 og hefur nýtt áhrif frá landslagi og víðáttu í verkum sín- um. Dagbjört Drífa Thorlacius f. 1980 Vegna sýningarinnar Dalir og Hólar 2010 hefur Dagbjört lagt í ferðalag um sveitina – á kunnugar heimaslóðir sínar – og heimsótt unga bændur. Ferðalagið á sér stað í miðjum sauðburði þar sem, eins og gefur að skilja, eru miklar annir. Út- koman verður efni sýningarinnar. Helgi Þ. Friðjónsson f. 1953 Fyrir sýninguna Dalir og Hólar 2010 hefur Helgi Þorgils unnið að 3 verkefnum: Hann hefur haft skissubókina með og skrásett ferð út í Breiðafjarðareyjar fyrstu helgina í maí, þegar hann hefur tínt egg og fleira gómsætt ásamt vinum og vandamönnum og gert veislu úr því. Annað verkefni er skrásetning rústa gamla bæjarins að Ytra-Felli á Fells- strönd í vinnubækur og þriðja verk- efnið er skrásetning göngu frá Kjall- aksstöðum yfir fjallveg, að kirkjunni á Skarði, Kristinn G. Harðarson f.1955 Kristinn sýnir teikningar gerðar á sl. þremur árum á ferðum hans um Dalasýslu og þá aðallega um Skarðs- strönd og Gilsfjörð. Þetta eru lands- lagsmyndir unnar með vatnslit og ýmiss konar teiknáhöldum Kristín Rúnarsdóttir f. 1984 Kristín hefur lagt ákveðna áherslu á teikningu í vinnu sinni. Meðal viðfangsefna hennar eru tengsl fag- urfræði og hagnýti. Teikningin er þá að vissu leyti notuð sem tæki til að skrásetja/kortleggja umhverfi og hugarheim. Þorri Hringsson f. 1966 Undanfarin ár hefur Þorri aðallega sótt myndefni sitt í Aðaldal í Þingeyj- arsýslu þar sem hann hefur vinnuað- stöðu. Verkefni sýningarinnar Dalir og Hólar 2010 eru unnin út frá um- hverfi Breiðafjarðar og nágrennis og er þetta í fyrsta skipti sem hann glímir við landslag utan Þingeyj- arsýslunnar. Nánari upplýsingar á www.nyp.is/dalirogholar2010 Dalir og Hólar - ferðateikningar Sverrir Markússon, f. 16/8 1923- d. 28/11 2009 Sverrir Markússon frá Ólafs- dal lést í nóvember síðast- liðnum. Hann var síðasta eft- irlifandi barnabarn Torfa og Guðlaugar í Ólafsdal og virtur dýralæknir þar til hann lét af störfum. Sverri var mjög annt um Ólafsdal og minningu afa síns og ömmu og beitti sér lengi fyrir því að önnur ætt- menni og stofnanir sinntu staðnum betur en raun varð á. Það gladdi því Sverri mjög að endurreisn Ólafsdals skuli nú loks hafin. Mætti hann af því tilefni á fyrstu Ólafs- dalshátíðina árið 2008. Ólafs- dalsfélagið þakkar Sverri fyr- ir hans þátt í varðveislu sög- unnar um Ólafsdal og vottar aðstandendum hans innlegar samúðarkveðjur. MinningÓlafsdalur, frumkvöðlasetur 21. aldar – framtíðarsýn Ólafsdalsfélagsins Mynd úr seríunni um unga bændur, fædda eftir 1980. Dagbjört Drífa Thorlacius. Ský yfir Bröttubrekku. Mynd eftir Þorra Hringsson. Lagt á ráðin um framkvæmdir í Ólafsdal sumarið 2009. Nikulás Úlfar Másson frá Húsafriðunarnefnd lengst til vinstri, Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Bogi Kristinssson byggingarfulltrúi Dalabyggðar og Jóhannes Stefánsson smiður. Sverrir í Ólafsdal 2008 Unga fólkið kann vel að meta Ólafsdal. Frá Ólafsdalshátíð 2009. Dalabyggð

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.